Á þriðja milljarð í húsnæðismál Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. september 2015 07:00 Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin sé að efna fyrirheit sem gefin voru í vor. vísir/vilhelm Gert er ráð fyrir að 2,6 milljörðum króna verði varið til húsnæðismála, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þar af fara 1,5 milljarðar í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði, en 1,1 milljarður í húsaleigubætur. Í frumvarpinu kemur fram að þetta sé í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í lok maí í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. „Í henni lýstum við yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að byggja allt að 2.300 leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem yrði þá fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og beinum vaxtagreiðslum líka,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Miðað er við að hægt verði að hefja þetta átak strax á næsta ári og byggja þá eða kaupa allt að 400 leiguíbúðir. Spurð hvort leiguhúsnæðið verði byggt upp í Reykjavík eða annars staðar á landinu segir Eygló að það muni ráðast af þörfinni. „Þörfin hefur verið mest á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eygló. En hún bætir því við að aukinn ferðamannastraumur víða utan höfuðborgarsvæðisins og viðleitni sveitarfélaga til að snúa við byggðaþróun hafi valdið því að mikill skortur á leiguhúsnæði hafi myndast þar líka. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækka úr 14 prósentum í 10 prósent. Markmiðið með þessu er að hvetja til langtímaleigu íbúðarhúsnæðis. En hætta er á að skammtímaleiga húsnæðis, til dæmis í gegnum vefsíður á borð við Airbnb, sé til þess fallin að draga úr framboði á leiguhúsnæði til langs tíma og þrýsta þar með upp leiguverði. „Þetta er í samræmi við tillögur sem komu frá verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála og við lofuðum líka í samræmi við kjarasamninga,“ segir Eygló og vísar í fyrrgreinda yfirlýsingu sem gefin var út i vor. Þar hét ríkisstjórnin því að hvatt yrði til aukins framboðs á íbúðum og að menn væru þá meira tilbúnir til þess að leigja til almennra heimila. Eygló telur að með þessu sé ríkisstjórnin að efna þau fyrirheit sem gefin voru í vor. „Þetta er það sem við lofuðum. Við erum síðan að vinna að ýmsum öðrum tillögum sem hafa ekki bein fjárútlát í för með sér. En þetta eru stóru tillögurnar sem snúa að fjárlagafrumvarpinu og mjög stórt skref í breytingum á húsnæðismarkaði,“ segir hún. Eygló segist að öðru leyti vera mjög sátt við áhersluna sem endurspeglast í frumvarpinu. Í því felist auknar fjárveitingar til velferðarmála og húsnæðismála. Og að ekki sé gerð aðhaldskrafa á almannatryggingar og atvinnuleysisbætur. „Þannig að ég er mjög sátt.“ Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir að 2,6 milljörðum króna verði varið til húsnæðismála, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þar af fara 1,5 milljarðar í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði, en 1,1 milljarður í húsaleigubætur. Í frumvarpinu kemur fram að þetta sé í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í lok maí í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. „Í henni lýstum við yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að byggja allt að 2.300 leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem yrði þá fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og beinum vaxtagreiðslum líka,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Miðað er við að hægt verði að hefja þetta átak strax á næsta ári og byggja þá eða kaupa allt að 400 leiguíbúðir. Spurð hvort leiguhúsnæðið verði byggt upp í Reykjavík eða annars staðar á landinu segir Eygló að það muni ráðast af þörfinni. „Þörfin hefur verið mest á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eygló. En hún bætir því við að aukinn ferðamannastraumur víða utan höfuðborgarsvæðisins og viðleitni sveitarfélaga til að snúa við byggðaþróun hafi valdið því að mikill skortur á leiguhúsnæði hafi myndast þar líka. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækka úr 14 prósentum í 10 prósent. Markmiðið með þessu er að hvetja til langtímaleigu íbúðarhúsnæðis. En hætta er á að skammtímaleiga húsnæðis, til dæmis í gegnum vefsíður á borð við Airbnb, sé til þess fallin að draga úr framboði á leiguhúsnæði til langs tíma og þrýsta þar með upp leiguverði. „Þetta er í samræmi við tillögur sem komu frá verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála og við lofuðum líka í samræmi við kjarasamninga,“ segir Eygló og vísar í fyrrgreinda yfirlýsingu sem gefin var út i vor. Þar hét ríkisstjórnin því að hvatt yrði til aukins framboðs á íbúðum og að menn væru þá meira tilbúnir til þess að leigja til almennra heimila. Eygló telur að með þessu sé ríkisstjórnin að efna þau fyrirheit sem gefin voru í vor. „Þetta er það sem við lofuðum. Við erum síðan að vinna að ýmsum öðrum tillögum sem hafa ekki bein fjárútlát í för með sér. En þetta eru stóru tillögurnar sem snúa að fjárlagafrumvarpinu og mjög stórt skref í breytingum á húsnæðismarkaði,“ segir hún. Eygló segist að öðru leyti vera mjög sátt við áhersluna sem endurspeglast í frumvarpinu. Í því felist auknar fjárveitingar til velferðarmála og húsnæðismála. Og að ekki sé gerð aðhaldskrafa á almannatryggingar og atvinnuleysisbætur. „Þannig að ég er mjög sátt.“
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira