Lenda íslensku strákarnir í reiðum Spánverjum í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 12:45 Jón Arnór í leiknum gegn Serbíu í gær. Vísir/Valli Íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fjórða leik á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar liðið mætir tvöföldum Evrópumeisturum Spánverja. Íslenska landsliðið hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það sem hefur komið nokkuð á óvart er það að spænska liðið hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Spánn tapaði síðast 105-98 á móti Ítalíu í gær þar sem Ítalirnir hreinlega skutu Spánverjana í kaf í þriðja leikhlutanum sem Ítalir unnu 31-18. Spánn var 47-42 yfir í upphafi þriðja leikhlutans en þá kom 15-0 sprettur hjá ítalska liðinu þar sem hinn magnaði skotmaður Marco Belinelli skoraði ellefu af stigunum fimmtán. Ítalir voru þá komnir 57-47 yfir og héldu forystunni út leikinn. Áhyggjuefnið fyrir íslenska liðið er hvað gerðist eftir síðasta tapleik spænska liðsins. Spánn tapaði 80-70 á móti Serbíu í fyrsta leik sínum á mótinu og Spánverjarnir mættu einbeittir og reiðir á móti Tyrkjum daginn eftir og unnu þá sannfærandi 27 stiga sigur. Tyrkneska liðið, sem hefur unnið hina tvo leiki sína á mótinu, vissi varla hvað á sig stóð veðrið. Spánn vann fyrsta leikhlutann 24-18 og Spánverjarnir voru síðan komnir með sextán stiga forskot í hálfleik, 54-38, og 25 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 81-56. Spánn vann leikinn á endanum 104-77 þar sem enginn leikmaður liðsins spilaði í meira en 25 mínútur. Pau Gasol var sem dæmi með 21 stig á aðeins 24 mínútum og allt spænska liðið hitti úr 63,5 prósent skota sinna. Það hefur verið hægt að greina smá einbeitingarleysi í leik Spánverjanna á þessu Evrópumóti en þegar þeir mæta grimmir og einbeittir til leiks eins og móti Tyrkjum þá standast fá landslið þeim snúninginn. Það mun því reyna á íslensku strákana að mæta reiðum Spánverjum í Berlín í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Hef ennþá hraðann, sem betur fer Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn. 9. september 2015 07:00 Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. 8. september 2015 22:57 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi. 9. september 2015 10:30 Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fjórða leik á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar liðið mætir tvöföldum Evrópumeisturum Spánverja. Íslenska landsliðið hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það sem hefur komið nokkuð á óvart er það að spænska liðið hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Spánn tapaði síðast 105-98 á móti Ítalíu í gær þar sem Ítalirnir hreinlega skutu Spánverjana í kaf í þriðja leikhlutanum sem Ítalir unnu 31-18. Spánn var 47-42 yfir í upphafi þriðja leikhlutans en þá kom 15-0 sprettur hjá ítalska liðinu þar sem hinn magnaði skotmaður Marco Belinelli skoraði ellefu af stigunum fimmtán. Ítalir voru þá komnir 57-47 yfir og héldu forystunni út leikinn. Áhyggjuefnið fyrir íslenska liðið er hvað gerðist eftir síðasta tapleik spænska liðsins. Spánn tapaði 80-70 á móti Serbíu í fyrsta leik sínum á mótinu og Spánverjarnir mættu einbeittir og reiðir á móti Tyrkjum daginn eftir og unnu þá sannfærandi 27 stiga sigur. Tyrkneska liðið, sem hefur unnið hina tvo leiki sína á mótinu, vissi varla hvað á sig stóð veðrið. Spánn vann fyrsta leikhlutann 24-18 og Spánverjarnir voru síðan komnir með sextán stiga forskot í hálfleik, 54-38, og 25 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 81-56. Spánn vann leikinn á endanum 104-77 þar sem enginn leikmaður liðsins spilaði í meira en 25 mínútur. Pau Gasol var sem dæmi með 21 stig á aðeins 24 mínútum og allt spænska liðið hitti úr 63,5 prósent skota sinna. Það hefur verið hægt að greina smá einbeitingarleysi í leik Spánverjanna á þessu Evrópumóti en þegar þeir mæta grimmir og einbeittir til leiks eins og móti Tyrkjum þá standast fá landslið þeim snúninginn. Það mun því reyna á íslensku strákana að mæta reiðum Spánverjum í Berlín í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Hef ennþá hraðann, sem betur fer Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn. 9. september 2015 07:00 Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. 8. september 2015 22:57 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi. 9. september 2015 10:30 Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00
Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45
Hef ennþá hraðann, sem betur fer Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn. 9. september 2015 07:00
Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. 8. september 2015 22:57
Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45
Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi. 9. september 2015 10:30