„Eitt stærsta úrlausnarefni samtímans“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2015 10:45 „Þetta er auðvitað eitt stærsta úrlausnarefni samtímans. Ekki bara stórt mál hér, heldur gríðarlega stórt mál um alla Evrópu og víðar. Enda er þetta að umfangi meira en menn hafa séð frá Seinni heimstyrjöld,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það auðvitað kallar á, í fyrsta lagi, að menn meti stöðuna á hverjum stað en líka að við stillum saman strengi á milli landa. Evrópulöndin ætla að gera aðra tilraun til þess eftir tvær vikur, en hér heima ætlum við að taka þetta föstum tökum. Ég geri ráð fyrir að á morgun stofni við sérstaka ráðherranefnd til að fylgjast með gangi þessara mála og meta með hvaða hætti Íslendingar geta lagt mest af mörkum til að bregðast við þessu ástandi.“ Sigmundur sagði það hve margir flóttamenn kæmu hingað til lands, vera einungis einn hluta af því sem þyrfti að ræða. „Því að fjöldinn er slíku að sama hvort það eru einhverjir tugir eða hundruð eða hvað sem menn eru að tala um. Það eru ýmsar tölur í gangi hvað það varðar. Þá leysir það ekki þann brýna vanda sem er til staðar í Suður-Evrópu ekki hvað síst og í Asíu. Þar sem að þessi gríðarlegi fjöldi sem nú er til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á Íslandi og annarsstaðar í Evrópu. Er líklega bara tvö prósent af þeim Sýrlendingum sem hafa yfirgefið heimili sín.Neyðarástand sem bregðast þarf við „Það er miklu meiri fjöldi sem er staddur í flóttamannabúðum eða hefur flust innan landsins eða til næstu landa, sem að býr við gríðarlega erfiðar aðstæður. Jafnvel í Grikklandi er talað um að ferðamenn séu að gefa flóttamönnum mat því þau séu hungruð. Þetta er neyðarástand sem þarf að bregðast við strax.“ Sigmundur segir að ráðherranefndin muni meta hvernig hægt sé að bregðast við fljótt og svo þurfi að vinna að öðrum hlutum í framhaldi af því. Meðal annars með öðrum Evrópulöndum. Spurður hvort að við gætum brugðist við með öðrum hætti en að taka á móti flóttamönnum sagði Sigmundur svo vera. „Til að mynda skortir verulega á að ríki hafi veitt þá aðstoð í öðru formi, meðal annars í formi fjármagns sem að fyrirheit voru gefin um og sem að þörf er fyrir. Þörfin er reyndar orðin miklu meiri en fyrirheitin sem voru gefin, en ekki einu sinni þau hafa verið uppfyllt nema að tiltölulega litlu leyti.“ „Bara það að koma í veg fyrir að fólk hreinlega deyi úr sjúkdómum og jafnvel hungri í Suður-Evrópu eða í Asíu er gríðarlega brýnt verkefni.“ Hlusta má á Sigmund ræða málefni flóttamanna hér að ofan. Umræðan byrjar eftir um 4:30 mínútur. Flóttamenn Tengdar fréttir Gætum tekið við hundruðum Fjölmargir Íslendingar kalla eftir því að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en áform ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík segir það vera stjórnvalda að ákveða töluna. 31. ágúst 2015 07:00 Velferðarráðherra vill ekki setja hámarkstölu á fjölda flóttafólks til Íslands Eygló Harðardóttir segir það hversu hjálpsamir Íslendingar eru tilbúnir til að vera stjórna því hversu mörgum hægt er að taka á móti. 30. ágúst 2015 11:37 Telur rétt á að taka við tíu sinnum fleiri flóttamönnum Formaður Samfylkingarinnar segist telja að stjórnvöld eigi að bjóðast til að taka við fimmhundruð flóttamönnum frá Sýrlandi. 30. ágúst 2015 21:04 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 Þrjú sýrlensk flóttabörn hurfu af spítala Börnin voru til meðferðar á spítala í Austurríki ásamt fjölskyldum sínum. 30. ágúst 2015 15:02 Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fjögurra til fimm metra bratti þar sem rútan fór útaf „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
„Þetta er auðvitað eitt stærsta úrlausnarefni samtímans. Ekki bara stórt mál hér, heldur gríðarlega stórt mál um alla Evrópu og víðar. Enda er þetta að umfangi meira en menn hafa séð frá Seinni heimstyrjöld,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það auðvitað kallar á, í fyrsta lagi, að menn meti stöðuna á hverjum stað en líka að við stillum saman strengi á milli landa. Evrópulöndin ætla að gera aðra tilraun til þess eftir tvær vikur, en hér heima ætlum við að taka þetta föstum tökum. Ég geri ráð fyrir að á morgun stofni við sérstaka ráðherranefnd til að fylgjast með gangi þessara mála og meta með hvaða hætti Íslendingar geta lagt mest af mörkum til að bregðast við þessu ástandi.“ Sigmundur sagði það hve margir flóttamenn kæmu hingað til lands, vera einungis einn hluta af því sem þyrfti að ræða. „Því að fjöldinn er slíku að sama hvort það eru einhverjir tugir eða hundruð eða hvað sem menn eru að tala um. Það eru ýmsar tölur í gangi hvað það varðar. Þá leysir það ekki þann brýna vanda sem er til staðar í Suður-Evrópu ekki hvað síst og í Asíu. Þar sem að þessi gríðarlegi fjöldi sem nú er til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á Íslandi og annarsstaðar í Evrópu. Er líklega bara tvö prósent af þeim Sýrlendingum sem hafa yfirgefið heimili sín.Neyðarástand sem bregðast þarf við „Það er miklu meiri fjöldi sem er staddur í flóttamannabúðum eða hefur flust innan landsins eða til næstu landa, sem að býr við gríðarlega erfiðar aðstæður. Jafnvel í Grikklandi er talað um að ferðamenn séu að gefa flóttamönnum mat því þau séu hungruð. Þetta er neyðarástand sem þarf að bregðast við strax.“ Sigmundur segir að ráðherranefndin muni meta hvernig hægt sé að bregðast við fljótt og svo þurfi að vinna að öðrum hlutum í framhaldi af því. Meðal annars með öðrum Evrópulöndum. Spurður hvort að við gætum brugðist við með öðrum hætti en að taka á móti flóttamönnum sagði Sigmundur svo vera. „Til að mynda skortir verulega á að ríki hafi veitt þá aðstoð í öðru formi, meðal annars í formi fjármagns sem að fyrirheit voru gefin um og sem að þörf er fyrir. Þörfin er reyndar orðin miklu meiri en fyrirheitin sem voru gefin, en ekki einu sinni þau hafa verið uppfyllt nema að tiltölulega litlu leyti.“ „Bara það að koma í veg fyrir að fólk hreinlega deyi úr sjúkdómum og jafnvel hungri í Suður-Evrópu eða í Asíu er gríðarlega brýnt verkefni.“ Hlusta má á Sigmund ræða málefni flóttamanna hér að ofan. Umræðan byrjar eftir um 4:30 mínútur.
Flóttamenn Tengdar fréttir Gætum tekið við hundruðum Fjölmargir Íslendingar kalla eftir því að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en áform ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík segir það vera stjórnvalda að ákveða töluna. 31. ágúst 2015 07:00 Velferðarráðherra vill ekki setja hámarkstölu á fjölda flóttafólks til Íslands Eygló Harðardóttir segir það hversu hjálpsamir Íslendingar eru tilbúnir til að vera stjórna því hversu mörgum hægt er að taka á móti. 30. ágúst 2015 11:37 Telur rétt á að taka við tíu sinnum fleiri flóttamönnum Formaður Samfylkingarinnar segist telja að stjórnvöld eigi að bjóðast til að taka við fimmhundruð flóttamönnum frá Sýrlandi. 30. ágúst 2015 21:04 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 Þrjú sýrlensk flóttabörn hurfu af spítala Börnin voru til meðferðar á spítala í Austurríki ásamt fjölskyldum sínum. 30. ágúst 2015 15:02 Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fjögurra til fimm metra bratti þar sem rútan fór útaf „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Gætum tekið við hundruðum Fjölmargir Íslendingar kalla eftir því að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en áform ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík segir það vera stjórnvalda að ákveða töluna. 31. ágúst 2015 07:00
Velferðarráðherra vill ekki setja hámarkstölu á fjölda flóttafólks til Íslands Eygló Harðardóttir segir það hversu hjálpsamir Íslendingar eru tilbúnir til að vera stjórna því hversu mörgum hægt er að taka á móti. 30. ágúst 2015 11:37
Telur rétt á að taka við tíu sinnum fleiri flóttamönnum Formaður Samfylkingarinnar segist telja að stjórnvöld eigi að bjóðast til að taka við fimmhundruð flóttamönnum frá Sýrlandi. 30. ágúst 2015 21:04
Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04
Þrjú sýrlensk flóttabörn hurfu af spítala Börnin voru til meðferðar á spítala í Austurríki ásamt fjölskyldum sínum. 30. ágúst 2015 15:02
Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24
Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58