Wolfsburg fær Draxler til að fylla í skarð De Bruyne Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. ágúst 2015 16:00 Julian Draxler í leik með Schalke á dögunum. Vísir/Getty Wolfsburg gekk í dag frá kaupunum á þýska kantmanninum Julian Draxler frá Schalke 04 en honum er ætlað að fylla í það skarð sem Kevin De Bruyne, nýjasti liðsmaður Manchester City, skyldi eftir sig. Samkvæmt þýska blaðinu Bild greiðir Wolfsburg alls 36 milljónir evra fyrir hinn 21 árs gamla Draxler sem hefur undanfarin ár verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu. Hefur hann þrátt fyrir ungan aldur þegar leikið 118 leiki fyrir Schalke og 15 leiki fyrir þýska landsliðið. Er honum ætlað að fylla í skarð belgíska kantmannsins De Bruyne sem gekk á dögunum til liðs við Manchester City fyrir 54 milljónir evra. Náði félagið öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að verða í fyrsta sinn í sögu félagsins bikarmeistarar með De Bruyne fremstan í flokki. Er nóg til af seðlum hjá félaginu eftir söluna á De Bruyne og króatíska sóknarmanninum Ivan Perisic sem gekk í morgun til liðs við Inter fyrir 20 milljónir evra. Hefur félagið selt leikmenn fyrir alls 95 milljónir evra undanfarna þrjá daga og átti því í engum erfiðleikum með að greiða 36 milljónir punda fyrir einn efnilegasta leikmann Þýskalands. Þá staðfesti félagið í dag að gengið hefði verið frá kaupunum á brasilíska miðverðinum Dante frá Bayern Munchen. Gengur Dante til liðs við Wolfsburg eftir þrjú ár hjá Bayern Munchen þar sem hann varð í þrígang þýskur meistari ásamt því að verða tvisvar bikarmeistari og vinna Meistaradeild Evrópu í eitt skipti. Julian #Draxler wird ein Wolf! Der Weltmeister kommt vom FC Schalke 04 zum VfL Wolfsburg. pic.twitter.com/bb3cxMZ4gG— VfL_Wolfsburg (@VfL_Wolfsburg) August 31, 2015 Þýski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Sjá meira
Wolfsburg gekk í dag frá kaupunum á þýska kantmanninum Julian Draxler frá Schalke 04 en honum er ætlað að fylla í það skarð sem Kevin De Bruyne, nýjasti liðsmaður Manchester City, skyldi eftir sig. Samkvæmt þýska blaðinu Bild greiðir Wolfsburg alls 36 milljónir evra fyrir hinn 21 árs gamla Draxler sem hefur undanfarin ár verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu. Hefur hann þrátt fyrir ungan aldur þegar leikið 118 leiki fyrir Schalke og 15 leiki fyrir þýska landsliðið. Er honum ætlað að fylla í skarð belgíska kantmannsins De Bruyne sem gekk á dögunum til liðs við Manchester City fyrir 54 milljónir evra. Náði félagið öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að verða í fyrsta sinn í sögu félagsins bikarmeistarar með De Bruyne fremstan í flokki. Er nóg til af seðlum hjá félaginu eftir söluna á De Bruyne og króatíska sóknarmanninum Ivan Perisic sem gekk í morgun til liðs við Inter fyrir 20 milljónir evra. Hefur félagið selt leikmenn fyrir alls 95 milljónir evra undanfarna þrjá daga og átti því í engum erfiðleikum með að greiða 36 milljónir punda fyrir einn efnilegasta leikmann Þýskalands. Þá staðfesti félagið í dag að gengið hefði verið frá kaupunum á brasilíska miðverðinum Dante frá Bayern Munchen. Gengur Dante til liðs við Wolfsburg eftir þrjú ár hjá Bayern Munchen þar sem hann varð í þrígang þýskur meistari ásamt því að verða tvisvar bikarmeistari og vinna Meistaradeild Evrópu í eitt skipti. Julian #Draxler wird ein Wolf! Der Weltmeister kommt vom FC Schalke 04 zum VfL Wolfsburg. pic.twitter.com/bb3cxMZ4gG— VfL_Wolfsburg (@VfL_Wolfsburg) August 31, 2015
Þýski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Sjá meira