Fyrrum yfirmenn Porsche ákærðir vegna markaðsmisnotkunar Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 09:25 Wendelin Wiedeking fyrrum forstjóri Porsche á yfir höfði sér 5 ára fangelsisdóm. Fyrir sex árum síðan höfðu nokkrir af yfirmönnum bílaframleiðandans Porsche áform um yfirtöku á 75% hlutafjár í Volkswagen og í því augnamiði gáfu þeir þá frá sér villandi upplýsingar til fjárfesta. Þessar villandi upplýsingar komu sér illa við marga og í kjölfarið rigndi inn kærum til handa þessum yfirmönnum Porsche, en ekkert varð af yfirtöku Porsche á Volkswagen, heldur þveröfugt. Meðal hinna kærðu er Wendelin Wiedeking, fyrrum forstjóri Porsche og Holger Haerter fyrrum fjármálastjóri Porsche. Ef þeir verða kærðir fyrir markaðsmisnotkun eiga þeir yfir höfði sér 5 ára fangelsi. Í fyrstu voru einnig tveir meðlimir Porsche-fjölskyldunnar ákærðir í þessu máli, þ.e. þeir Ferdinandi Piech og Wolfgang Porsche. Kærur á hendur þeim hafa nú verið felldar niður. Dómur í þessu máli fyrrum forstjóra og fjármálastjóra Porsche verður kveðinn upp 22. október. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent
Fyrir sex árum síðan höfðu nokkrir af yfirmönnum bílaframleiðandans Porsche áform um yfirtöku á 75% hlutafjár í Volkswagen og í því augnamiði gáfu þeir þá frá sér villandi upplýsingar til fjárfesta. Þessar villandi upplýsingar komu sér illa við marga og í kjölfarið rigndi inn kærum til handa þessum yfirmönnum Porsche, en ekkert varð af yfirtöku Porsche á Volkswagen, heldur þveröfugt. Meðal hinna kærðu er Wendelin Wiedeking, fyrrum forstjóri Porsche og Holger Haerter fyrrum fjármálastjóri Porsche. Ef þeir verða kærðir fyrir markaðsmisnotkun eiga þeir yfir höfði sér 5 ára fangelsi. Í fyrstu voru einnig tveir meðlimir Porsche-fjölskyldunnar ákærðir í þessu máli, þ.e. þeir Ferdinandi Piech og Wolfgang Porsche. Kærur á hendur þeim hafa nú verið felldar niður. Dómur í þessu máli fyrrum forstjóra og fjármálastjóra Porsche verður kveðinn upp 22. október.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent