Lamborghini boðar nýjan 160 milljón króna ofurbíl Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 10:10 Svona gæti ofurbíll Lamborghini litið út. Á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum um síðustu helgi kynnti ítalski bílasmiðurinn Lamborghini smíði ofurbíls sem kosta mun 1,2 milljónir dollara, eða um 160 milljónir króna. Aðeins verða smíðuð 20 eintök af þessum bíl. Þessi nýi bíll verður kynntur á bílssýningunni í Genf í mars á næsta ári. Hann mun verða dýrari en ofurbílarnir Porsche 918, McLaren P1 og Ferrari LaFerrari og á að slá þeim við í afköstum. Ekki er ljóst hvort að þessi bíll verði knúinn rafmótorum auk öflugrar bensínvélar, en margir telja það ólíklegt þar sem sérsvið Lamborghini liggur ekki beint þar þó svo fyrirtækið hafi kynnt slíkan bíl á síðustu bílasýningu í París í fyrra. Sá bíll bar nafnið Asterion hybrid GT og hefur fyrirtækið hætt við smíði hans, líklega vegna hinnar hörð samkeppni við hina þrjá ofurbílana og skorts á þekkingu við smíði tvíorkubíla. Lamborghini er að auki þekktara fyrir smíði ofuröflugra bíla sem eingöngu notast við kröftugar bensínvélar og þar telja kaupendur Lamborghini bíla þeir eiga að halda sig. Lamborghini er að auki staðráðið í að smíða Urus jeppann sem hefur verið á teikniborði þeirra lengi og með því taka þátt í samkeppninni um sölu ofurjeppa, en flestallir ofurbílasmíðir ætla að koma fram með slíka jeppa á næstunni. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent
Á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum um síðustu helgi kynnti ítalski bílasmiðurinn Lamborghini smíði ofurbíls sem kosta mun 1,2 milljónir dollara, eða um 160 milljónir króna. Aðeins verða smíðuð 20 eintök af þessum bíl. Þessi nýi bíll verður kynntur á bílssýningunni í Genf í mars á næsta ári. Hann mun verða dýrari en ofurbílarnir Porsche 918, McLaren P1 og Ferrari LaFerrari og á að slá þeim við í afköstum. Ekki er ljóst hvort að þessi bíll verði knúinn rafmótorum auk öflugrar bensínvélar, en margir telja það ólíklegt þar sem sérsvið Lamborghini liggur ekki beint þar þó svo fyrirtækið hafi kynnt slíkan bíl á síðustu bílasýningu í París í fyrra. Sá bíll bar nafnið Asterion hybrid GT og hefur fyrirtækið hætt við smíði hans, líklega vegna hinnar hörð samkeppni við hina þrjá ofurbílana og skorts á þekkingu við smíði tvíorkubíla. Lamborghini er að auki þekktara fyrir smíði ofuröflugra bíla sem eingöngu notast við kröftugar bensínvélar og þar telja kaupendur Lamborghini bíla þeir eiga að halda sig. Lamborghini er að auki staðráðið í að smíða Urus jeppann sem hefur verið á teikniborði þeirra lengi og með því taka þátt í samkeppninni um sölu ofurjeppa, en flestallir ofurbílasmíðir ætla að koma fram með slíka jeppa á næstunni.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent