Renault-Nissan segir upp 3.000 í Indlandi Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 14:03 Verksmiðja Renault- Nissan í Chennai í Indlandi. Nissan Micra rennur af færiböndunum. Bílasala í Indlandi er dræm um þessar mundir og bílframleiðendur hafa brugðist við því með ýmsu móti en líklega enginn með eins afgerandi hætti og Renault-Nissan ætlar að gera. Þar á bæ stendur til að segja upp um 3.000 manns í verksmiðjum fyrirtækisins í Chennai í Indlandi. Í þessari verksmiðju er hægt að framleiða 400.000 bíla á ári. Þessar uppsagnir munu verða til þess að framleiddir verða um 20 bílar á klukkustund, en ekki 40 bílar nú. Þar eru framleiddir bílar með merkjum Renault, Nissan, Dacia og Datsun. Meðal bílgerða eru Dacia Duster og Lodgy og Nissan Micra og Terrano. Miklar birgðir standa nú fyrir utan verksmiðjuna, þar á meðal 5.140 Dacia Duster bílar og 4.100 Dacia Lodgy. Að auki eru 10.500 slíkir bílar hjá söluumboðum víðsvegar um Indland. Sala Nissan bíla hefur minnkað um 20% á árinu í Indlandi og um 4,5% í Renault bílum. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent
Bílasala í Indlandi er dræm um þessar mundir og bílframleiðendur hafa brugðist við því með ýmsu móti en líklega enginn með eins afgerandi hætti og Renault-Nissan ætlar að gera. Þar á bæ stendur til að segja upp um 3.000 manns í verksmiðjum fyrirtækisins í Chennai í Indlandi. Í þessari verksmiðju er hægt að framleiða 400.000 bíla á ári. Þessar uppsagnir munu verða til þess að framleiddir verða um 20 bílar á klukkustund, en ekki 40 bílar nú. Þar eru framleiddir bílar með merkjum Renault, Nissan, Dacia og Datsun. Meðal bílgerða eru Dacia Duster og Lodgy og Nissan Micra og Terrano. Miklar birgðir standa nú fyrir utan verksmiðjuna, þar á meðal 5.140 Dacia Duster bílar og 4.100 Dacia Lodgy. Að auki eru 10.500 slíkir bílar hjá söluumboðum víðsvegar um Indland. Sala Nissan bíla hefur minnkað um 20% á árinu í Indlandi og um 4,5% í Renault bílum.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent