Þorkell Máni: Blikar hótuðu að Ólafur Karl yrði brotinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. ágúst 2015 17:09 Útvarpsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson birti í dag Twitter-færslu sem vakti mikla athygli. Þar sagði hann Blikar hljóti að fagna því að Ólafur Karl Finsen verði ekki með í leik Stjörnunnar og Breiðabliks á mánudaginn kemur en Ólafur Karl er farinn til norska B-deildarliðsins Sandnes Ulf á láni út tímabilið eins og greint var frá á Vísi. Máni ásakaði jafnframt aðila tengda Breiðabliki að hafa hótað Ólafi Karli fyrir fyrri leik liðanna 31. maí. Blikar unnu leikinn 3-0 og bundu þar með enda á 27 leikja taplausa hrinu Stjörnunnar í röð. Leikurinn sjálfur féll samt í skuggann af uppákomu sem átti sér stað nokkrum dögum fyrir leikinn þegar Ólafur fór inn í búningsklefa Blika á Kópavogsvelli og rótaði þar í persónulegum munum leikmanna liðsins. Ólafur var settur á bekkinn fyrir leik Breiðabliks og Stjörnunnar og vill Máni meina að hótanir Blika í garð leikmannsins hafi haft sitt að segja þar um. „Það vita nú s.s. allir að Ólafur Karl Finsen tók athyglina frá leiknum með uppákomu þar sem hann fór inn í klefa Breiðabliks eins og frægt er orðið,“ sagði Máni í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni nú rétt í þessu. Sjálfur var Máni ekki hrifinn af þessu uppátæki Ólafs, en þeir tveir eru miklir vinir. „Ég er enn að velta fyrir mér hvernig honum datt þetta í hug, þar sem hann verður seint sakaður um að vera mjög mannblendinn. „Það sem gerist svo er að menn verða ofboðslega reiðir, og það var að mörgu leyti skiljanlegt. Það er alveg deginum ljósara að það var það sem Ólafi Karli gekk til - að æsa menn upp. Ég er á engan hátt að afsaka það sem hann gerði en menn horfðu á þetta og höfðu tiltölulega gaman að þessu, þótt þetta væri ekki fyndið.“Máni var um tíma aðstoðarþjálfari Keflavíkur.vísir/daníelMáni segir að í kjölfarið hafi Ólafi og Stjörnumönnum borist hótanir frá aðilum tengdum Breiðabliki. „Það komu skýr skilaboð til Stjörnumanna og til leikmannsins að hann eigi von á því að vera brotinn í þessum leik,“ sagði Máni sem vill þó ekki nafngreina þessa einstaklinga. „Þetta voru aðilar tengdir Breiðabliki. Það komu nafnlaus skilaboð til mín sem er náttúrulega bara kjánalegt. Fólk sem talar nafnlaust er vandræðalegt fólk.“ Eins og áður sagði byrjaði Ólafur Karl leikinn á bekknum. Máni hefur sína skoðun á því. „Við skulum velta því aðeins upp og hvert ég er að fara með þessari færslu. Það er sú staðreynd að Ólafur Karl var settur á bekkinn út af agabroti. Því það fór eitthvað fram bak við tjöldin sem við fengum aldrei að vita af,“ sagði Máni. „Markmið Breiðabliks var klárlega að koma manninum út úr leiknum og það tókst. Menn beita alls konar ráðum til að ná árangri. „Þá voru menn ekkert að beita einhverjum líkamlegum hótunum, heldur voru menn að beita öðrum hótunum varðandi kærur og aðra hluti, því við skulum átta okkur því að Ólafur Karl fór inn í klefann í leyfisleysi. „Einhver svoleiðis símtöl áttu sér stað. Það þarf ekki mikla rannsóknarblaðamennsku til að fatta af hverju Stjarnan setti hann á bekkinn.“ Máni er einnig ósáttur með hvernig Blikar fögnuðu eftir leikinn og að þeir sáu ekki ástæðu til að skammast sín fyrir framferði sitt.Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Blikar hljota að fagna að Oli kalli se ekki með a sunnudag. Geta þa sleppt þvi að hringja inn hotanir eins og fyrir siðasta leik. #smasalir— Máni Pétursson (@Manipeturs) August 20, 2015 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson birti í dag Twitter-færslu sem vakti mikla athygli. Þar sagði hann Blikar hljóti að fagna því að Ólafur Karl Finsen verði ekki með í leik Stjörnunnar og Breiðabliks á mánudaginn kemur en Ólafur Karl er farinn til norska B-deildarliðsins Sandnes Ulf á láni út tímabilið eins og greint var frá á Vísi. Máni ásakaði jafnframt aðila tengda Breiðabliki að hafa hótað Ólafi Karli fyrir fyrri leik liðanna 31. maí. Blikar unnu leikinn 3-0 og bundu þar með enda á 27 leikja taplausa hrinu Stjörnunnar í röð. Leikurinn sjálfur féll samt í skuggann af uppákomu sem átti sér stað nokkrum dögum fyrir leikinn þegar Ólafur fór inn í búningsklefa Blika á Kópavogsvelli og rótaði þar í persónulegum munum leikmanna liðsins. Ólafur var settur á bekkinn fyrir leik Breiðabliks og Stjörnunnar og vill Máni meina að hótanir Blika í garð leikmannsins hafi haft sitt að segja þar um. „Það vita nú s.s. allir að Ólafur Karl Finsen tók athyglina frá leiknum með uppákomu þar sem hann fór inn í klefa Breiðabliks eins og frægt er orðið,“ sagði Máni í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni nú rétt í þessu. Sjálfur var Máni ekki hrifinn af þessu uppátæki Ólafs, en þeir tveir eru miklir vinir. „Ég er enn að velta fyrir mér hvernig honum datt þetta í hug, þar sem hann verður seint sakaður um að vera mjög mannblendinn. „Það sem gerist svo er að menn verða ofboðslega reiðir, og það var að mörgu leyti skiljanlegt. Það er alveg deginum ljósara að það var það sem Ólafi Karli gekk til - að æsa menn upp. Ég er á engan hátt að afsaka það sem hann gerði en menn horfðu á þetta og höfðu tiltölulega gaman að þessu, þótt þetta væri ekki fyndið.“Máni var um tíma aðstoðarþjálfari Keflavíkur.vísir/daníelMáni segir að í kjölfarið hafi Ólafi og Stjörnumönnum borist hótanir frá aðilum tengdum Breiðabliki. „Það komu skýr skilaboð til Stjörnumanna og til leikmannsins að hann eigi von á því að vera brotinn í þessum leik,“ sagði Máni sem vill þó ekki nafngreina þessa einstaklinga. „Þetta voru aðilar tengdir Breiðabliki. Það komu nafnlaus skilaboð til mín sem er náttúrulega bara kjánalegt. Fólk sem talar nafnlaust er vandræðalegt fólk.“ Eins og áður sagði byrjaði Ólafur Karl leikinn á bekknum. Máni hefur sína skoðun á því. „Við skulum velta því aðeins upp og hvert ég er að fara með þessari færslu. Það er sú staðreynd að Ólafur Karl var settur á bekkinn út af agabroti. Því það fór eitthvað fram bak við tjöldin sem við fengum aldrei að vita af,“ sagði Máni. „Markmið Breiðabliks var klárlega að koma manninum út úr leiknum og það tókst. Menn beita alls konar ráðum til að ná árangri. „Þá voru menn ekkert að beita einhverjum líkamlegum hótunum, heldur voru menn að beita öðrum hótunum varðandi kærur og aðra hluti, því við skulum átta okkur því að Ólafur Karl fór inn í klefann í leyfisleysi. „Einhver svoleiðis símtöl áttu sér stað. Það þarf ekki mikla rannsóknarblaðamennsku til að fatta af hverju Stjarnan setti hann á bekkinn.“ Máni er einnig ósáttur með hvernig Blikar fögnuðu eftir leikinn og að þeir sáu ekki ástæðu til að skammast sín fyrir framferði sitt.Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Blikar hljota að fagna að Oli kalli se ekki með a sunnudag. Geta þa sleppt þvi að hringja inn hotanir eins og fyrir siðasta leik. #smasalir— Máni Pétursson (@Manipeturs) August 20, 2015
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira