Prestar gifta, ferma og skíra undir borðið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. ágúst 2015 09:00 Kristján Björnsson „Já, við höfum verið að heyra af einstaka dæmum að innheimtan hafi verið öðruvísi, að menn hafi verið að taka við seðlum og ekki veitt kvittun,“ segir séra Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands. Hann segir það alvarlegt mál ef slík tilvik koma upp. Dæmi eru um að prestar og kirkjuverðir hafi tekið við greiðslum á sína persónulegu reikninga eða í reiðufé eftir athafnir á borð við giftingar og fermingar en gefi hvorki út reikning né kvittun. Þá hafa komið upp tilfelli þar sem prestar hafa tekið við hærri greiðslum en gjaldskrá um aukaverk presta innan Þjóðkirkjunnar tilgreinir. Inni á Facebook-hópnum „Brúðkaups hugmyndir“ eiga sér stað umræður um greiðslu til presta fyrir athafnir og þar má sjá að nokkrum einstaklingum þykir það óeðlilegt að hafa greitt í reiðufé eða ekki fengið afhentan reikning eða kvittun fyrir vinnunni. Kjararáð ákvarðar laun presta og sömuleiðis gjaldskrá aukaverka. Kristján segir dæmi um það að prestar hafi farið fram á greiðslu fyrir öðrum hlutum en akstri og athafnastjórn en hafi getað gert grein fyrir því sem bendir til þess að ekki hafi verið um brot að ræða. „Við höfum lagt áherslu á það við presta að gjaldskráin er ekki viðmiðunarskrá heldur er þar fast gjald og við eigum að taka það gjald og ekkert annað. Við gefum félagsmönnum upplýsingar um það hvað er leyfilegt að taka.“ Greiðslur vegna aukaverkefna presta eru ekki virðisaukaskattskyldar sem veldur því að sumir gefi ekki út kvittanir enda gagnast slíkt lítið í bókhaldi. Þó segir Kristján að allir prestar og kirkjuverðir geti gefið út kvittanir og ættu að halda sig við þau vinnubrögð. Samkvæmt Ríkisskattstjóra á að gefa út reikning fyrir alla veitta þjónustu ef forðast á formbrot. Þó að reikningur sé ekki gefinn út gæti verið að haldið sé utan um tekjur en ef tekjur eru ekki gefnar upp er um skattalagabrot að ræða. „Við höfum bent á að ganga þannig frá málunum að það sé gegnsætt. Eitt af því er til dæmis að borga í gegnum banka og þá er það rekjanlegt.“ Komið hafa upp tilfelli þar sem Biskupsstofa hefur kallað presta inn á teppið vegna mála af þessum toga.„Ég get ekki neitað því að biskup hefur þurft að kalla presta fyrir. Þetta eru ekki mörg tilvik. Ég man eftir einu fyrir tveimur árum. Ef það kemur kvörtun frá fólki þá kvartar það beint á Biskupsstofu. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að þurfa að hafa í lausu lofti.“ Kristján segir mikilvægt að fólk leiti til Biskupsstofu til að leita upplýsinga eða ef því þykir fyrirkomulag greiðslu vera með óeðlilegum hætti. Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
„Já, við höfum verið að heyra af einstaka dæmum að innheimtan hafi verið öðruvísi, að menn hafi verið að taka við seðlum og ekki veitt kvittun,“ segir séra Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands. Hann segir það alvarlegt mál ef slík tilvik koma upp. Dæmi eru um að prestar og kirkjuverðir hafi tekið við greiðslum á sína persónulegu reikninga eða í reiðufé eftir athafnir á borð við giftingar og fermingar en gefi hvorki út reikning né kvittun. Þá hafa komið upp tilfelli þar sem prestar hafa tekið við hærri greiðslum en gjaldskrá um aukaverk presta innan Þjóðkirkjunnar tilgreinir. Inni á Facebook-hópnum „Brúðkaups hugmyndir“ eiga sér stað umræður um greiðslu til presta fyrir athafnir og þar má sjá að nokkrum einstaklingum þykir það óeðlilegt að hafa greitt í reiðufé eða ekki fengið afhentan reikning eða kvittun fyrir vinnunni. Kjararáð ákvarðar laun presta og sömuleiðis gjaldskrá aukaverka. Kristján segir dæmi um það að prestar hafi farið fram á greiðslu fyrir öðrum hlutum en akstri og athafnastjórn en hafi getað gert grein fyrir því sem bendir til þess að ekki hafi verið um brot að ræða. „Við höfum lagt áherslu á það við presta að gjaldskráin er ekki viðmiðunarskrá heldur er þar fast gjald og við eigum að taka það gjald og ekkert annað. Við gefum félagsmönnum upplýsingar um það hvað er leyfilegt að taka.“ Greiðslur vegna aukaverkefna presta eru ekki virðisaukaskattskyldar sem veldur því að sumir gefi ekki út kvittanir enda gagnast slíkt lítið í bókhaldi. Þó segir Kristján að allir prestar og kirkjuverðir geti gefið út kvittanir og ættu að halda sig við þau vinnubrögð. Samkvæmt Ríkisskattstjóra á að gefa út reikning fyrir alla veitta þjónustu ef forðast á formbrot. Þó að reikningur sé ekki gefinn út gæti verið að haldið sé utan um tekjur en ef tekjur eru ekki gefnar upp er um skattalagabrot að ræða. „Við höfum bent á að ganga þannig frá málunum að það sé gegnsætt. Eitt af því er til dæmis að borga í gegnum banka og þá er það rekjanlegt.“ Komið hafa upp tilfelli þar sem Biskupsstofa hefur kallað presta inn á teppið vegna mála af þessum toga.„Ég get ekki neitað því að biskup hefur þurft að kalla presta fyrir. Þetta eru ekki mörg tilvik. Ég man eftir einu fyrir tveimur árum. Ef það kemur kvörtun frá fólki þá kvartar það beint á Biskupsstofu. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að þurfa að hafa í lausu lofti.“ Kristján segir mikilvægt að fólk leiti til Biskupsstofu til að leita upplýsinga eða ef því þykir fyrirkomulag greiðslu vera með óeðlilegum hætti.
Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira