100 ára Ford Model-T í 5.600 km bíltúr Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2015 09:34 Fyrir réttum 100 árum lagði hinn 21 árs Edsel Ford upp í 5.600 km ferð milli Detroit og San Francisco á Ford Model-T bíl og komst alla leið. Í tilefni stórafmælis þessa viðburðar tók fornbílaklúbbur einn í Bandaríkjunum sig til og ók þessa sömu leið á nákvæmlega eins bíl. Ferðin gekk svo til klakklaust fyrir sig og ekkert bilaði í bílnum, en einu sinni sprakk dekk á leiðinni. Ford Model-T bíllinn sem valinn var til fararinnar var einmitt af árgerðinni 1915, rétt eins og Edsel Ford ók á er hann skrapp sömu leið til að ná í tæka tíð á stóra vörusýningu í San Francisco. Eitthvað voru vegirnir verri er hann hélt í þessa för sína árið 1915 og því má búast við að ferðin hafi verið minna afrek nú. Þó var lagt sig í líma við að finna malarvegi á leiðinni og langt var frá því að farin hafi verið stysta leið og leitast við að fara sem næst sömu leið og Edsel fór. Oftast var ferðast um á 30-50 km hraða og því tók ferðin dágóðan tíma. Mjög heitt var í veðri og hitinn átti til að nálgast 40 gráðurnar, en opinn T-Fordinn var heppilegur til aksturs í slíkum hita og vindurinn lék um farþega í opnum bílnum, þeim til kælingar. Sjá má T-Fordinn taka lokasprettinn við komuna til San Francisco í mynbdskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent
Fyrir réttum 100 árum lagði hinn 21 árs Edsel Ford upp í 5.600 km ferð milli Detroit og San Francisco á Ford Model-T bíl og komst alla leið. Í tilefni stórafmælis þessa viðburðar tók fornbílaklúbbur einn í Bandaríkjunum sig til og ók þessa sömu leið á nákvæmlega eins bíl. Ferðin gekk svo til klakklaust fyrir sig og ekkert bilaði í bílnum, en einu sinni sprakk dekk á leiðinni. Ford Model-T bíllinn sem valinn var til fararinnar var einmitt af árgerðinni 1915, rétt eins og Edsel Ford ók á er hann skrapp sömu leið til að ná í tæka tíð á stóra vörusýningu í San Francisco. Eitthvað voru vegirnir verri er hann hélt í þessa för sína árið 1915 og því má búast við að ferðin hafi verið minna afrek nú. Þó var lagt sig í líma við að finna malarvegi á leiðinni og langt var frá því að farin hafi verið stysta leið og leitast við að fara sem næst sömu leið og Edsel fór. Oftast var ferðast um á 30-50 km hraða og því tók ferðin dágóðan tíma. Mjög heitt var í veðri og hitinn átti til að nálgast 40 gráðurnar, en opinn T-Fordinn var heppilegur til aksturs í slíkum hita og vindurinn lék um farþega í opnum bílnum, þeim til kælingar. Sjá má T-Fordinn taka lokasprettinn við komuna til San Francisco í mynbdskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent