Fótbolti

Barcelona hefndi ófaranna gegn Bilbao

Leikmenn Barcelona fagna.
Leikmenn Barcelona fagna. Vísir/Getty
Spænsku meistararnir í Barcelona hefja titilvörnina á sigri í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en þeir unnu 1-0 sigur á Athletic Bilbao. Luis Suarez reyndist hetjan.

Barcelona hafði herma að hefna gegn Bilbao, en þeir unnu spænska Ofurbikarinn á dögunum eftir tvær viðureignir við Barcelona.

Lionel Messi fékk tækifæri til þess að koma Barcelona yfir á 31. mínútu þegar hann steig á punktinn eftir að brotið hafi verið á Luis Suarez. Hann lét þó Gorka Iraizoz Moreno verja frá sér og markalaust í hálfleik.

Á 54. mínútu kom eina mark leiksins. Jordi Alba átti þá frábæra sendingu á Suarez sem var einn og yfirgefinn á teignum og kláraði færið eins og honum einum er lagið.

Bilbao færði sig aðeins framar á völlinn við þetta, en náðu ekki að jafna mein og lokatölur 1-0 sigur meistarana sem byrja á sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×