Innlent

Örvæntingarfullir flóttamenn ryðjast yfir landamæri

Heimir Már Pétursson skrifar
Hundruð flóttamanna brutu sér leið yfir landamærin frá Grikklandi til Makedóníu í dag og ítalska strandgæslan bjargaði tæplega þúsund flóttamönnum á Miðjarðarhafi.

Örvæntingarfullir karlar, konur og börn, mestmegnis flóttamenn frá Sýrlandi og Írak leita öryggis í vestur Evrópu og flýja nú yfirfullar flóttamannabúðir í Grikklandi. Hermenn reyndu hvað þeim gátu að stoppa fólkið við landamærin í dag en að lokum ruddist fólkið í gegnum gaddavír og varnir þeirra.

Þegar yfir landamæri var komið tóku margir á rás lengra inn í Makedóníu og brugðust hermenn við með því að skjóta höggsprengjum til að stöðva för þeirra. Yfir fjörutíu þúsund flóttamenn hafa komið til Makedóníu frá því í júní.

Þá bjargaði Ítalska strandgæslan tæplega þúsund flóttamönnum frá Afríku af bátum á Miðjarðarhafi í dag en rúmlega tvö þúsund flóttamenn hafa drukknað á Miðjarðarhafi á þessu ári.

Sjö fórustí Bretlandi

Sjö manns fórust og einn slasaðist lífshættulega þegar herþota hrapaði á fjölda bíla á þjóðvegi skammt frá flugsýningu í Shoreham-By Sea í vestur Sussex í Bretlandi í dag.  Flugvélin var af Hawker Hunter gerð sem er bresk orrustuþota smíðuð á sjötta áratugnum.

Flugmaðurinn var að fljúga lykkju í lítilli hæð áður en hann hrapaði.  Vitnum ber ekki saman um hvort flugmanninum hafi tekist að skjóta sér út úr flugvélinni. Fjórtán manns hlutu minniháttar sár.0ö




Fleiri fréttir

Sjá meira


×