Átta sæta Audi A3 blæjubíll Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2015 10:17 Audi A3 XXL cabriolet. Þegar vinunum er boðið í bíltúr á blæjubíl er náttúrulega sorglegt að gera mannamun vegna of fárra sæta sem gjarnan eru í blæjubílum. Þetta vandamál leysti Audi með stæl með því að smíða 8 sæta Audi A3 blæjubíl og þá dugar ekkert minna en sex hurðir á bílinn til að tryggja gott aðgengi að öllum sætunum. Þessi bíll var smíðaður uppúr hefðbundnum A3 blæjubíl, en bara lengdur svona hressilega og bætt við 4 hurðum og tveimur sætaröðum. Audi kallar þennan einstaka bíl "XXL", en hyggst ekki smíða fleiri eintök af honum og var þessi smíði meira gerð í gríni en alvöru. Þessi óvenjulegi bíll er í raun ekki löglegur á götum Þýskalands og að auki er ekkert uppdraganlegt þak á bílnum, svo notkun hans takmarkast við afar gott veður. Því er smíði þessi bíls aðeins gerð í auglýsingaskyni fyrir Audi A3 blæjubílinn. Nokkuð einkennilegt útlit, en skemmtileg tilraun. Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent
Þegar vinunum er boðið í bíltúr á blæjubíl er náttúrulega sorglegt að gera mannamun vegna of fárra sæta sem gjarnan eru í blæjubílum. Þetta vandamál leysti Audi með stæl með því að smíða 8 sæta Audi A3 blæjubíl og þá dugar ekkert minna en sex hurðir á bílinn til að tryggja gott aðgengi að öllum sætunum. Þessi bíll var smíðaður uppúr hefðbundnum A3 blæjubíl, en bara lengdur svona hressilega og bætt við 4 hurðum og tveimur sætaröðum. Audi kallar þennan einstaka bíl "XXL", en hyggst ekki smíða fleiri eintök af honum og var þessi smíði meira gerð í gríni en alvöru. Þessi óvenjulegi bíll er í raun ekki löglegur á götum Þýskalands og að auki er ekkert uppdraganlegt þak á bílnum, svo notkun hans takmarkast við afar gott veður. Því er smíði þessi bíls aðeins gerð í auglýsingaskyni fyrir Audi A3 blæjubílinn. Nokkuð einkennilegt útlit, en skemmtileg tilraun.
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent