Lögreglumaður fjárkúgar ökumann Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2015 10:05 Birt hefur verið myndband af bandarískum lögreglumanni í Philadelphia í Bandaríkjunum sem fjárkúgar ökumann bíls sem ekki var skráður. Hann hótar ökumanninum að draga bíl hans í burtu nema hann kaupi fjáröflunarmiða lögreglunnar. Ef hann kaupi þá muni hann sleppa honum við að draga bíl hans í burtu. Þessi fjáröflun lögreglunnar er til að styðja fjölskyldur lögreglumanna og slökkviliðsmanna sem fallið hafa við störf sín. Ökumaður bílsins náði þessum hótunum lögreglumannsins á myndband úr bílnum og birti þær á Facebook. Á því sést að ökumaðurinn kaupir 3 miða fyrir 30 dollara til að sleppa við að bíll hans verði dreginn í burtu. Að sögn lögreglunnar í Philadelphia hefur lögreglumaðurinn framið glæp með athæfi sínu og líklegt má telja að hann verði ekki lengi í starfi. Auk þess að fjárkúga ökumanninn gerir hann grín að honum þar sem á bíl hans eru bleikar rúðuþurrkur og ýir að því að hann sé samkynhneigður. Ökumaðurinn skýrir hinsvegar út fyrir lögreglumanninum að ástæðan fyrir bleiku rúðuþurrkunum sé sú að hann sé að heiðra ömmu sína sem er með brjóstakrabbamein. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent
Birt hefur verið myndband af bandarískum lögreglumanni í Philadelphia í Bandaríkjunum sem fjárkúgar ökumann bíls sem ekki var skráður. Hann hótar ökumanninum að draga bíl hans í burtu nema hann kaupi fjáröflunarmiða lögreglunnar. Ef hann kaupi þá muni hann sleppa honum við að draga bíl hans í burtu. Þessi fjáröflun lögreglunnar er til að styðja fjölskyldur lögreglumanna og slökkviliðsmanna sem fallið hafa við störf sín. Ökumaður bílsins náði þessum hótunum lögreglumannsins á myndband úr bílnum og birti þær á Facebook. Á því sést að ökumaðurinn kaupir 3 miða fyrir 30 dollara til að sleppa við að bíll hans verði dreginn í burtu. Að sögn lögreglunnar í Philadelphia hefur lögreglumaðurinn framið glæp með athæfi sínu og líklegt má telja að hann verði ekki lengi í starfi. Auk þess að fjárkúga ökumanninn gerir hann grín að honum þar sem á bíl hans eru bleikar rúðuþurrkur og ýir að því að hann sé samkynhneigður. Ökumaðurinn skýrir hinsvegar út fyrir lögreglumanninum að ástæðan fyrir bleiku rúðuþurrkunum sé sú að hann sé að heiðra ömmu sína sem er með brjóstakrabbamein.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent