Kvef eða lungnabólga? skjóðan skrifar 26. ágúst 2015 15:00 vísir/afp Jack Lew, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var á fundi hjá Brookings-stofnuninni í Washington í síðasta mánuði, en stofnunin er virt hugveita (think tank) á sviði efnahags- og stjórnmála vestra. Lew var m.a. spurður um möguleg áhrif sem fjármálakreppan í Kína gæti haft á markaði í Bandaríkjunum. Bloomberg-fréttastofan greindi frá því að ráðherrann hefði ekki miklar áhyggjur af því að markaðsórói og lækkun á mörkuðum í Kína kynni að smitast til annarra markaða og taldi Bandaríkin í góðu skjóli. „Markaðir í Kína eru tiltölulega aðskildir frá heimsmörkuðum. Tengingin er að aukast en í augnablikinu eru tengslin ekki mikil.“ Ráðherrann bætti við: „Þannig að þið munið ekki sjá nein bein áhrif eða tengsl hér. Ég held að við ættum frekar að hafa áhyggjur, og það raunverulegar áhyggjur, af því hvaða áhrif þetta muni hafa á hagvöxt í Kína til lengri tíma.“ Svo mörg voru þau orð. Frá því þau féllu hafa vandræði Kínverja ágerst og stjórnvöld hafa fellt gengi júans um tæp 5 prósent gagnvart Bandaríkjadollar á einum mánuði til aðstoðar útflutningsgreinum án þess að slíkt hafi róað markaði. Þar til fyrir mánuði hafði júan verið hægt og rólega stígandi gagnvart dollar mörg undanfarin ár. Í Shanghaí hafði hlutabréfavísitalan lækkað á mánudag um tæp 20 prósent á einni viku og þar af um 8,5 prósent aðeins á mánudag. Frá miðjum júní hafði vísitalan lækkað um næstum 40 prósent og á mánudag var gildi hennar komið undir áramótagildið. Tenging Kína við heimsmarkaði er miklu meiri en bandaríski fjármálaráðherrann taldi í síðasta mánuði. Hlutabréfamarkaðir á Vesturlöndum hríðféllu alla síðustu viku og á mánudag lækkuðu þeir mikið. Kína er orðið órjúfanlegur hluti af heimsmörkuðum og á það við bæði verðbréfa- og hrávörumarkaði. Lækkun hlutabréfa í Kína stafar af því að dregið hefur úr eftirspurn í kínverska hagkerfinu að undanförnu, eða eftirspurnin ekki aukist eins mikið og markaðir reiknuðu með. Þetta hefur áhrif um allan heim, líka hér á Íslandi. Minnkandi eftirspurn eftir t.d. áli í Kína hefur áhrif hér á landi. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu fjárfestar á íslenskum hlutabréfamarkaði auk þess að eiga umtalsverðar eignir í erlendum verðbréfum. Ekki er óvarlegt að áætla að stórfelldar lækkanir á heimsmörkuðum vegna ástandsins í Kína hafi rýrt eignir íslenskra lífeyrissjóða um marga tugi milljarða. Einu sinni var sagt að þegar Bandaríkin hnerruðu fengi heimurinn kvef. Nú á tímum má yfirfæra þetta á Kína og vonandi er það einungis kvefpest sem hrjáir kínverska hagkerfið en ekki lungnabólga eða eitthvað þaðan af verra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Sjá meira
Jack Lew, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var á fundi hjá Brookings-stofnuninni í Washington í síðasta mánuði, en stofnunin er virt hugveita (think tank) á sviði efnahags- og stjórnmála vestra. Lew var m.a. spurður um möguleg áhrif sem fjármálakreppan í Kína gæti haft á markaði í Bandaríkjunum. Bloomberg-fréttastofan greindi frá því að ráðherrann hefði ekki miklar áhyggjur af því að markaðsórói og lækkun á mörkuðum í Kína kynni að smitast til annarra markaða og taldi Bandaríkin í góðu skjóli. „Markaðir í Kína eru tiltölulega aðskildir frá heimsmörkuðum. Tengingin er að aukast en í augnablikinu eru tengslin ekki mikil.“ Ráðherrann bætti við: „Þannig að þið munið ekki sjá nein bein áhrif eða tengsl hér. Ég held að við ættum frekar að hafa áhyggjur, og það raunverulegar áhyggjur, af því hvaða áhrif þetta muni hafa á hagvöxt í Kína til lengri tíma.“ Svo mörg voru þau orð. Frá því þau féllu hafa vandræði Kínverja ágerst og stjórnvöld hafa fellt gengi júans um tæp 5 prósent gagnvart Bandaríkjadollar á einum mánuði til aðstoðar útflutningsgreinum án þess að slíkt hafi róað markaði. Þar til fyrir mánuði hafði júan verið hægt og rólega stígandi gagnvart dollar mörg undanfarin ár. Í Shanghaí hafði hlutabréfavísitalan lækkað á mánudag um tæp 20 prósent á einni viku og þar af um 8,5 prósent aðeins á mánudag. Frá miðjum júní hafði vísitalan lækkað um næstum 40 prósent og á mánudag var gildi hennar komið undir áramótagildið. Tenging Kína við heimsmarkaði er miklu meiri en bandaríski fjármálaráðherrann taldi í síðasta mánuði. Hlutabréfamarkaðir á Vesturlöndum hríðféllu alla síðustu viku og á mánudag lækkuðu þeir mikið. Kína er orðið órjúfanlegur hluti af heimsmörkuðum og á það við bæði verðbréfa- og hrávörumarkaði. Lækkun hlutabréfa í Kína stafar af því að dregið hefur úr eftirspurn í kínverska hagkerfinu að undanförnu, eða eftirspurnin ekki aukist eins mikið og markaðir reiknuðu með. Þetta hefur áhrif um allan heim, líka hér á Íslandi. Minnkandi eftirspurn eftir t.d. áli í Kína hefur áhrif hér á landi. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu fjárfestar á íslenskum hlutabréfamarkaði auk þess að eiga umtalsverðar eignir í erlendum verðbréfum. Ekki er óvarlegt að áætla að stórfelldar lækkanir á heimsmörkuðum vegna ástandsins í Kína hafi rýrt eignir íslenskra lífeyrissjóða um marga tugi milljarða. Einu sinni var sagt að þegar Bandaríkin hnerruðu fengi heimurinn kvef. Nú á tímum má yfirfæra þetta á Kína og vonandi er það einungis kvefpest sem hrjáir kínverska hagkerfið en ekki lungnabólga eða eitthvað þaðan af verra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Sjá meira