Markmiðið að gera besta leikinn á heimsvísu sem kynnir forritun fyrir krökkum Ingvar Haraldsson skrifar 26. ágúst 2015 13:00 Box Island kemur til að byrja með einungis út á Íslandi. Radiant Games „Við þurfum að skilja betur hvernig tölvur virka og miklu fyrr,“ segir Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Radiant Games sem í gær gaf út sinn fyrsta tölvuleik, forritunarleikinn Box Island sem kenna á krökkum, átta ára og eldri að forrita. „Forritun skiptir gífurlega miklu máli, það má færa mjög sterk rök fyrir því að forritun sé læsi 21. aldarinnar. Rannsakendur frá Oxford-háskóla spá því að 45 prósent af störfum verði orðin sjálfvirk á innan við 20 árum,“ segir hann. Leikurinn gerist á ævintýraeyjunni Box Island þar sem spilarar fylgja aðalsöguhetjunni Hero. „Krakkar þurfa að beita grunngildum forritunar og forrita hvaða leið Hero þarf að fara til að komast áfram,“ segir Vignir. Box Island verður til að byrja með aðeins aðgengilegur á Íslandi en Vignir segir að með haustinu verði leikurinn gefinn út á erlendri grundu.Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Radiant Games.„Markmiðið hefur alltaf verið að búa til besta leikinn á heimsvísu sem kynnir grunngildi forritunar fyrir krökkum,“ segir hann. Þeim hafi þótt umfjöllun og efni um forritun fyrir börn vera ábótavant. Okkur fannst gæðin á þeirri afþreyingu og þeim leikjum sem voru til á heimsvísu ekki nægjanlega mikil.“ Leikurinn kemur út á íslensku sem Vignir segir afar mikilvægt. „Íslenska skiptir máli í svona heilabrjót. Það getur verið aukaflækja að þýða alltaf enskuna fyrir þann sem er kannski ekki alveg kominn með fullt vald á ensku.“ Hann segir kennara hafa sýnt leiknum áhuga og á næstunni sé stefnt að því að skoða hvernig leikurinn geti nýst við kennslu í skólum. Til að byrja með verði horft á almennan markað. Radiant Games fékk 12,5 milljóna króna árlegan styrk til þriggja ára úr Tækniþróunarsjóði til að vinna að leiknum. Leikjavísir Tengdar fréttir Kynna forritun fyrir börnum með tölvuleik Leikurinn Box Island, sem er nýr íslenskur tölvuleikur fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag. 25. ágúst 2015 11:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Við þurfum að skilja betur hvernig tölvur virka og miklu fyrr,“ segir Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Radiant Games sem í gær gaf út sinn fyrsta tölvuleik, forritunarleikinn Box Island sem kenna á krökkum, átta ára og eldri að forrita. „Forritun skiptir gífurlega miklu máli, það má færa mjög sterk rök fyrir því að forritun sé læsi 21. aldarinnar. Rannsakendur frá Oxford-háskóla spá því að 45 prósent af störfum verði orðin sjálfvirk á innan við 20 árum,“ segir hann. Leikurinn gerist á ævintýraeyjunni Box Island þar sem spilarar fylgja aðalsöguhetjunni Hero. „Krakkar þurfa að beita grunngildum forritunar og forrita hvaða leið Hero þarf að fara til að komast áfram,“ segir Vignir. Box Island verður til að byrja með aðeins aðgengilegur á Íslandi en Vignir segir að með haustinu verði leikurinn gefinn út á erlendri grundu.Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Radiant Games.„Markmiðið hefur alltaf verið að búa til besta leikinn á heimsvísu sem kynnir grunngildi forritunar fyrir krökkum,“ segir hann. Þeim hafi þótt umfjöllun og efni um forritun fyrir börn vera ábótavant. Okkur fannst gæðin á þeirri afþreyingu og þeim leikjum sem voru til á heimsvísu ekki nægjanlega mikil.“ Leikurinn kemur út á íslensku sem Vignir segir afar mikilvægt. „Íslenska skiptir máli í svona heilabrjót. Það getur verið aukaflækja að þýða alltaf enskuna fyrir þann sem er kannski ekki alveg kominn með fullt vald á ensku.“ Hann segir kennara hafa sýnt leiknum áhuga og á næstunni sé stefnt að því að skoða hvernig leikurinn geti nýst við kennslu í skólum. Til að byrja með verði horft á almennan markað. Radiant Games fékk 12,5 milljóna króna árlegan styrk til þriggja ára úr Tækniþróunarsjóði til að vinna að leiknum.
Leikjavísir Tengdar fréttir Kynna forritun fyrir börnum með tölvuleik Leikurinn Box Island, sem er nýr íslenskur tölvuleikur fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag. 25. ágúst 2015 11:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Kynna forritun fyrir börnum með tölvuleik Leikurinn Box Island, sem er nýr íslenskur tölvuleikur fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag. 25. ágúst 2015 11:00