Samstaða um mannúð og réttaröryggi Þórir Guðmundsson skrifar 27. ágúst 2015 07:15 Frumvarpsdrögin sem þingmannanefnd undir forystu Óttarrs Proppé birti á mánudag eru stórviðburður á heimsvísu. Á meðan Evrópa logar í deilum um flóttafólk og farendur þá hafa íslensku stjórnmálaflokkarnir komið sér saman um reglur þar sem mannúð og réttaröryggi eru í fyrirrúmi. Jafnvel á Norðurlöndum hafa flokkar sem berja í trumbur útlendingaandúðar náð ótrúlegu fylgi. Það hefur aldrei tekist á Íslandi. Samstaðan, sem hefur náðst um útlendingafrumvarpið sem nú er kynnt á vef innanríkisráðuneytis, er dýrmæt. Hún er líka brothætt. Samheldni í samfélaginu er lykilgæði í huga flestra Íslendinga. Það útskýrir áhyggjur margra af hingaðkomu fólks til aðseturs í landinu. Þess vegna er mikilvægt að ræða í þaula stefnuna í þeim málum og að staðreyndir – ekki tilbúningur – upplýsi þá umræðu. Flóttamenn eru lítill hluti þeirra sem hingað leita. Enn færri fá leyfi til að vera. Flóttamenn sem stjórnvöld bjóða til landsins hafa verið 10 til 15 á ári síðustu ár. Til samanburðar má líta til þess að hér á landi eru rúmlega 20 þúsund einstaklingar með erlent ríkisfang – flestir Pólverjar en einnig fólk annars staðar að. Allt þetta fólk – bæði þeir sem koma í leit að vernd og hinir, miklu fleiri, sem koma vegna fjölskyldutengsla eða vegna vinnu – þarf að upplifa sig velkomið í nýju landi. Stjórnvöld, félagasamtök og einstaklingar geta hjálpast að við það. Á vegum Rauða krossins í Reykjavík aðstoða sjálfboðaliðar til dæmis við heimanám barna og leiðbeina fólki sem veit ekki hvert það á að snúa sér í leit að vinnu, íbúð eða gagnvart hinum ýmsu opinberu kerfum. Íslendingar eru í kjöraðstöðu til að stýra þessum málum í góðan farveg. Við getum deilt okkar samfélagsgildum með öðrum, sem hér vilja búa, og notið þess í leið sem þeir hafa upp á að bjóða. Tillögur þingnefndarinnar, sem allir flokkar á þingi komu að, eru kærkomið skref í þessa átt. Í frumvarpinu kemur orðið mannúð fyrir 24 sinnum. Þegar við byrjum að ræða – og jafnvel deila – um tillögurnar, þá er mannúð ekki svo slæmur leiðarvísir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frumvarpsdrögin sem þingmannanefnd undir forystu Óttarrs Proppé birti á mánudag eru stórviðburður á heimsvísu. Á meðan Evrópa logar í deilum um flóttafólk og farendur þá hafa íslensku stjórnmálaflokkarnir komið sér saman um reglur þar sem mannúð og réttaröryggi eru í fyrirrúmi. Jafnvel á Norðurlöndum hafa flokkar sem berja í trumbur útlendingaandúðar náð ótrúlegu fylgi. Það hefur aldrei tekist á Íslandi. Samstaðan, sem hefur náðst um útlendingafrumvarpið sem nú er kynnt á vef innanríkisráðuneytis, er dýrmæt. Hún er líka brothætt. Samheldni í samfélaginu er lykilgæði í huga flestra Íslendinga. Það útskýrir áhyggjur margra af hingaðkomu fólks til aðseturs í landinu. Þess vegna er mikilvægt að ræða í þaula stefnuna í þeim málum og að staðreyndir – ekki tilbúningur – upplýsi þá umræðu. Flóttamenn eru lítill hluti þeirra sem hingað leita. Enn færri fá leyfi til að vera. Flóttamenn sem stjórnvöld bjóða til landsins hafa verið 10 til 15 á ári síðustu ár. Til samanburðar má líta til þess að hér á landi eru rúmlega 20 þúsund einstaklingar með erlent ríkisfang – flestir Pólverjar en einnig fólk annars staðar að. Allt þetta fólk – bæði þeir sem koma í leit að vernd og hinir, miklu fleiri, sem koma vegna fjölskyldutengsla eða vegna vinnu – þarf að upplifa sig velkomið í nýju landi. Stjórnvöld, félagasamtök og einstaklingar geta hjálpast að við það. Á vegum Rauða krossins í Reykjavík aðstoða sjálfboðaliðar til dæmis við heimanám barna og leiðbeina fólki sem veit ekki hvert það á að snúa sér í leit að vinnu, íbúð eða gagnvart hinum ýmsu opinberu kerfum. Íslendingar eru í kjöraðstöðu til að stýra þessum málum í góðan farveg. Við getum deilt okkar samfélagsgildum með öðrum, sem hér vilja búa, og notið þess í leið sem þeir hafa upp á að bjóða. Tillögur þingnefndarinnar, sem allir flokkar á þingi komu að, eru kærkomið skref í þessa átt. Í frumvarpinu kemur orðið mannúð fyrir 24 sinnum. Þegar við byrjum að ræða – og jafnvel deila – um tillögurnar, þá er mannúð ekki svo slæmur leiðarvísir.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun