Toyota að hefja aftur framleiðslu í Tianjin Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2015 14:56 Brunnir bílar í Tianjin. Loka þurfti bílaverksmiðju Toyota í hafnarborginni Tianjin í Kína í kjölfar gríðarstórrar sprengingar sem urðu þar 12. ágúst. Verkamenn munu mæta til vinnu á morgun og undirbúa opnun verksmiðjunnar á föstudag. Aðspurðir sögðu forsvarsmenn Toyota að ekki hafi enn verið teknar ákavarðanir um hvort unnin verði yfirvinna til að mæta þeirri framleiðsluminnkun sem varð við stöðvun verksmiðjunnar, en ágætar birgðir Toyota gætu gert það að verkum að ekki þurfi að bregðast við með þeim hætti. Í sprengingunni í Tianjin dóu 123 og 67 starfsmenn verksmiðju Toyota slösuðust í henni. Ennfremur skemmdust 4.700 Toyota og Lexus bílar í þessari miklu sprengingu sem vart á sér fordæmi. Sala Toyota bíla verður líklega ekki fyrir miklum áföllum við þessa lokun, sem brátt verður þó afstaðin. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent
Loka þurfti bílaverksmiðju Toyota í hafnarborginni Tianjin í Kína í kjölfar gríðarstórrar sprengingar sem urðu þar 12. ágúst. Verkamenn munu mæta til vinnu á morgun og undirbúa opnun verksmiðjunnar á föstudag. Aðspurðir sögðu forsvarsmenn Toyota að ekki hafi enn verið teknar ákavarðanir um hvort unnin verði yfirvinna til að mæta þeirri framleiðsluminnkun sem varð við stöðvun verksmiðjunnar, en ágætar birgðir Toyota gætu gert það að verkum að ekki þurfi að bregðast við með þeim hætti. Í sprengingunni í Tianjin dóu 123 og 67 starfsmenn verksmiðju Toyota slösuðust í henni. Ennfremur skemmdust 4.700 Toyota og Lexus bílar í þessari miklu sprengingu sem vart á sér fordæmi. Sala Toyota bíla verður líklega ekki fyrir miklum áföllum við þessa lokun, sem brátt verður þó afstaðin.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent