Toyota að hefja aftur framleiðslu í Tianjin Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2015 14:56 Brunnir bílar í Tianjin. Loka þurfti bílaverksmiðju Toyota í hafnarborginni Tianjin í Kína í kjölfar gríðarstórrar sprengingar sem urðu þar 12. ágúst. Verkamenn munu mæta til vinnu á morgun og undirbúa opnun verksmiðjunnar á föstudag. Aðspurðir sögðu forsvarsmenn Toyota að ekki hafi enn verið teknar ákavarðanir um hvort unnin verði yfirvinna til að mæta þeirri framleiðsluminnkun sem varð við stöðvun verksmiðjunnar, en ágætar birgðir Toyota gætu gert það að verkum að ekki þurfi að bregðast við með þeim hætti. Í sprengingunni í Tianjin dóu 123 og 67 starfsmenn verksmiðju Toyota slösuðust í henni. Ennfremur skemmdust 4.700 Toyota og Lexus bílar í þessari miklu sprengingu sem vart á sér fordæmi. Sala Toyota bíla verður líklega ekki fyrir miklum áföllum við þessa lokun, sem brátt verður þó afstaðin. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður
Loka þurfti bílaverksmiðju Toyota í hafnarborginni Tianjin í Kína í kjölfar gríðarstórrar sprengingar sem urðu þar 12. ágúst. Verkamenn munu mæta til vinnu á morgun og undirbúa opnun verksmiðjunnar á föstudag. Aðspurðir sögðu forsvarsmenn Toyota að ekki hafi enn verið teknar ákavarðanir um hvort unnin verði yfirvinna til að mæta þeirri framleiðsluminnkun sem varð við stöðvun verksmiðjunnar, en ágætar birgðir Toyota gætu gert það að verkum að ekki þurfi að bregðast við með þeim hætti. Í sprengingunni í Tianjin dóu 123 og 67 starfsmenn verksmiðju Toyota slösuðust í henni. Ennfremur skemmdust 4.700 Toyota og Lexus bílar í þessari miklu sprengingu sem vart á sér fordæmi. Sala Toyota bíla verður líklega ekki fyrir miklum áföllum við þessa lokun, sem brátt verður þó afstaðin.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður