Mig hefur dreymt um þetta lengi Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2015 06:00 Afmælisbörn gærdagsins. Mynd/KKÍ/Kristinn Geir „Það er auðvitað komin töluverð spenna en reynslumiklu leikmenn liðsins eru að halda okkur niðri á jörðinni og minna okkur á að halda einbeitingu,“ sagði Ragnar Nathanaelsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Póllandi í gær. Lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Eurobasket hefst á morgun á æfingarmóti í Póllandi en fyrsti leikur á mótinu er gegn Þýskalandi eftir rúma viku. „Þótt að við séum að spila gegn sterkustu þjóðum heims vitum við að við þurfum að mæta og spila körfubolta. Þegar við lendum í Berlín þá held ég að kjaftshöggið komi sem minni okkur á hvað við erum að fara að gera.“ Ragnar gæti reynst liðinu gríðarlega mikilvægur á mótinu en hann er eini leikmaður liðsins sem er hærri en 2 metrar. Gætu allir 218 sentímetrarnir hans reynst liðinu mikilvægur inn í teignum. „Við erum búnir að æfa mikið hvar ég á að staðsetja mig ásamt því að æfa vagg og veltu (e. pick and roll) í sóknarleiknum því ég er nokkuð snöggur í fótunum miðað við stærð. Við munum reyna að nota það eitthvað og svo mun ég einblína á stærstu mennina í vörninni,“ sagði Ragnar sem fær að kljást við hluta af bestu körfuboltamönnum í heimi í sinni stöðu. „Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að spila gegn liði með jafn stórum leikmönnum og við erum að fara að spila við. Þetta verður góð prófraun á mig sem leikmann og ég mun gefa allt mitt á þessum mínútum sem ég fæ.“ Ragnar sagði að undirbúningurinn fyrir mótið hefði gengið vel en liðið hefur æft töluvert saman í sumar. „Sá sem fer inn á í hvert sinn mun gera hvað sem hann getur til þess að þóknast liðinu sem best. Við erum að reyna að koma því hugarfari að liðinu að spila sem lið í öllum leikjum. Við höfum eytt töluverðum tíma saman utan vallar og erum orðinn mjög samheldinn hópur,“ sagði Ragnar sem sagði að æfingarleikir liðsins hefðu aðstoðað við undirbúninginn. „Við erum búnir að spila mun fleiri leiki í ár heldur en í fyrra og fyrir vikið komið mun betra flæði í leik liðsins. Í fyrra vorum við örlítið að fela okkur fyrir Bretum og Bosníumönnum en í ár gátum við tekið æfingarleiki til þess að spila okkur betur saman.“ „Við þekkjum kerfin öll mun betur og hvorn annan mun betur fyrir vikið og það er mun betra. Þegar við vorum að æfa kerfin á æfingu vorum við að æfa gegn hvor öðrum sem þekktum kerfin og það var því engin prófraun á þetta sem Craig vill gera. “ Ragnar var valinn á dögunum í leikmannahóp liðsins þegar skorið var niður um þrjá leikmenn en hann sagði að þungu fargi hefði verið létt af sér um leið og hann heyrði tíðindin. „Það var þvílíkur léttir þegar Craig sagði mér að ég yrði hluti af hópnum enda búinn að eyða öllu sumrinu í þetta. Það er mikill heiður að fá að vera partur af þessu liði, manni hefur dreymt um þetta lengi. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þessum stóru þjóðum.“ Ragnar fagnaði óvenjulegum afmælisdegi í gær í æfingarbúðum í Póllandi hann og Helgi Már Magnússon áttu báðir afmæli í gær. „Þetta er töluvert öðruvísi en vanalega. Ég kom afmælispakka á Helga, eðal skegg olíu, en ég á eftir að fá gjöf á móti,“ sagði Ragnar, léttur í lund að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
„Það er auðvitað komin töluverð spenna en reynslumiklu leikmenn liðsins eru að halda okkur niðri á jörðinni og minna okkur á að halda einbeitingu,“ sagði Ragnar Nathanaelsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Póllandi í gær. Lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Eurobasket hefst á morgun á æfingarmóti í Póllandi en fyrsti leikur á mótinu er gegn Þýskalandi eftir rúma viku. „Þótt að við séum að spila gegn sterkustu þjóðum heims vitum við að við þurfum að mæta og spila körfubolta. Þegar við lendum í Berlín þá held ég að kjaftshöggið komi sem minni okkur á hvað við erum að fara að gera.“ Ragnar gæti reynst liðinu gríðarlega mikilvægur á mótinu en hann er eini leikmaður liðsins sem er hærri en 2 metrar. Gætu allir 218 sentímetrarnir hans reynst liðinu mikilvægur inn í teignum. „Við erum búnir að æfa mikið hvar ég á að staðsetja mig ásamt því að æfa vagg og veltu (e. pick and roll) í sóknarleiknum því ég er nokkuð snöggur í fótunum miðað við stærð. Við munum reyna að nota það eitthvað og svo mun ég einblína á stærstu mennina í vörninni,“ sagði Ragnar sem fær að kljást við hluta af bestu körfuboltamönnum í heimi í sinni stöðu. „Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að spila gegn liði með jafn stórum leikmönnum og við erum að fara að spila við. Þetta verður góð prófraun á mig sem leikmann og ég mun gefa allt mitt á þessum mínútum sem ég fæ.“ Ragnar sagði að undirbúningurinn fyrir mótið hefði gengið vel en liðið hefur æft töluvert saman í sumar. „Sá sem fer inn á í hvert sinn mun gera hvað sem hann getur til þess að þóknast liðinu sem best. Við erum að reyna að koma því hugarfari að liðinu að spila sem lið í öllum leikjum. Við höfum eytt töluverðum tíma saman utan vallar og erum orðinn mjög samheldinn hópur,“ sagði Ragnar sem sagði að æfingarleikir liðsins hefðu aðstoðað við undirbúninginn. „Við erum búnir að spila mun fleiri leiki í ár heldur en í fyrra og fyrir vikið komið mun betra flæði í leik liðsins. Í fyrra vorum við örlítið að fela okkur fyrir Bretum og Bosníumönnum en í ár gátum við tekið æfingarleiki til þess að spila okkur betur saman.“ „Við þekkjum kerfin öll mun betur og hvorn annan mun betur fyrir vikið og það er mun betra. Þegar við vorum að æfa kerfin á æfingu vorum við að æfa gegn hvor öðrum sem þekktum kerfin og það var því engin prófraun á þetta sem Craig vill gera. “ Ragnar var valinn á dögunum í leikmannahóp liðsins þegar skorið var niður um þrjá leikmenn en hann sagði að þungu fargi hefði verið létt af sér um leið og hann heyrði tíðindin. „Það var þvílíkur léttir þegar Craig sagði mér að ég yrði hluti af hópnum enda búinn að eyða öllu sumrinu í þetta. Það er mikill heiður að fá að vera partur af þessu liði, manni hefur dreymt um þetta lengi. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þessum stóru þjóðum.“ Ragnar fagnaði óvenjulegum afmælisdegi í gær í æfingarbúðum í Póllandi hann og Helgi Már Magnússon áttu báðir afmæli í gær. „Þetta er töluvert öðruvísi en vanalega. Ég kom afmælispakka á Helga, eðal skegg olíu, en ég á eftir að fá gjöf á móti,“ sagði Ragnar, léttur í lund að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira