Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Heimir Már Pétursson og Sveinn Arnarsson skrifa 27. ágúst 2015 20:24 Forsætisráðherra segir að líklega hafi gamli bærinn í Reykjavík ekki staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Ef borgin sinni ekki skyldum sínum varðandi vernd eldri byggðar hljóti ríkisvaldið að grípa inn í. Forsætisráðherra hefur mjög gott útsýni af vinnustað sínum yfir á umdeildu lóð við hliðina á Tollstjórahúsinu og síðan við hliðina á Hörpu. Hann telur að verið sé að gera mjög mikil mistök með byggingaráformunum þar. „Á þeim reit og reitunum í kring er gert ráð fyrir gríðarlega miklu byggingarmagni og gert ráð fyrir að þar rísi skrifstofuhús og verslunarhúsnæði, sem að gæti staðið hvar sem er annarsstaðar og gerir lítið til að styrkja bæjarmynd gamla bæjarins og það sem gerir hann sérstakan,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Á heimasíðu sinni í dag gagnrýnir Sigmundur Davíð uppbyggingu miðborgarinnar harðlega og segir hagsmuni ráða för með byggingu stórra steinhúsa á kostnað gamalla timburhúsa sem jafnvel séu látin víkja. „Ég hef töluverðar áhyggjur af stöðunni, en ég vona að menn líti á þetta fyrst og fremst sem uppbyggilega gagnrýni og bregðist við því. Því það er mjög margt sem bendir til þess að yfirvofandi séu mjög stór slys, eins og það er stundum kallað, eða mistök í skipulagsmálum. En það er ennþá hægt að snúa við þeirri þróun.“ Forsætisráðherra hefur áður sett fram ákveðnar skoðanir á skipulagsmálum borgarinnar, bæði fyrir og eftir að hann varð ráðherra, enda hefur hann numið slík fræði. Hann segir sterka hvata til staðar í borginni til að láta gömul hús grotna niður þannig að hægt sé að byggja stærri og dýrari hús á lóðum þeirra. „Á meðan að hvatinn er mjög lítill til þess að gera húsin upp og fegra umhverfið, þá eiga menn von á því að fá stóran kassa við hliðina á sér. Á meðan að sá sem að lét húsið sitt drappast niður fékk að rífa það og byggja stærra.“ Afleiðingarnar blasi við með þenslu byggingariðnaði í Reykjavík. Minjavernd heyrir undir ráðuneyti forsætisráðherra og í vor samþykkt Alþingi frumvarp hans um verndun skipulagsheilda. „Best væri að sjálfsögðu að borgin sjálf tæki forystu um að nýta þau úrræði sem eru til staðar til þess að bregðast við þessu ástandi og vinda ofan af því. En geri borgin það ekki, þá þurfa þar til bær stjórnvöld að grípa inn í.“ Eins og Minjastofnun sé reyndar þegar byrjuð að gera en ef það dugi ekki gæti ráðuneytið þurft að koma að málum, þó best væri að ríki og borg sammæltust um niðurstöðu í þessum málum. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Forsætisráðherra segir að líklega hafi gamli bærinn í Reykjavík ekki staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Ef borgin sinni ekki skyldum sínum varðandi vernd eldri byggðar hljóti ríkisvaldið að grípa inn í. Forsætisráðherra hefur mjög gott útsýni af vinnustað sínum yfir á umdeildu lóð við hliðina á Tollstjórahúsinu og síðan við hliðina á Hörpu. Hann telur að verið sé að gera mjög mikil mistök með byggingaráformunum þar. „Á þeim reit og reitunum í kring er gert ráð fyrir gríðarlega miklu byggingarmagni og gert ráð fyrir að þar rísi skrifstofuhús og verslunarhúsnæði, sem að gæti staðið hvar sem er annarsstaðar og gerir lítið til að styrkja bæjarmynd gamla bæjarins og það sem gerir hann sérstakan,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Á heimasíðu sinni í dag gagnrýnir Sigmundur Davíð uppbyggingu miðborgarinnar harðlega og segir hagsmuni ráða för með byggingu stórra steinhúsa á kostnað gamalla timburhúsa sem jafnvel séu látin víkja. „Ég hef töluverðar áhyggjur af stöðunni, en ég vona að menn líti á þetta fyrst og fremst sem uppbyggilega gagnrýni og bregðist við því. Því það er mjög margt sem bendir til þess að yfirvofandi séu mjög stór slys, eins og það er stundum kallað, eða mistök í skipulagsmálum. En það er ennþá hægt að snúa við þeirri þróun.“ Forsætisráðherra hefur áður sett fram ákveðnar skoðanir á skipulagsmálum borgarinnar, bæði fyrir og eftir að hann varð ráðherra, enda hefur hann numið slík fræði. Hann segir sterka hvata til staðar í borginni til að láta gömul hús grotna niður þannig að hægt sé að byggja stærri og dýrari hús á lóðum þeirra. „Á meðan að hvatinn er mjög lítill til þess að gera húsin upp og fegra umhverfið, þá eiga menn von á því að fá stóran kassa við hliðina á sér. Á meðan að sá sem að lét húsið sitt drappast niður fékk að rífa það og byggja stærra.“ Afleiðingarnar blasi við með þenslu byggingariðnaði í Reykjavík. Minjavernd heyrir undir ráðuneyti forsætisráðherra og í vor samþykkt Alþingi frumvarp hans um verndun skipulagsheilda. „Best væri að sjálfsögðu að borgin sjálf tæki forystu um að nýta þau úrræði sem eru til staðar til þess að bregðast við þessu ástandi og vinda ofan af því. En geri borgin það ekki, þá þurfa þar til bær stjórnvöld að grípa inn í.“ Eins og Minjastofnun sé reyndar þegar byrjuð að gera en ef það dugi ekki gæti ráðuneytið þurft að koma að málum, þó best væri að ríki og borg sammæltust um niðurstöðu í þessum málum.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28
Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09