Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 11:00 Dagný hefur skorað átta mörk í 17 leikjum í sumar. vísir/valli Dagný Brynjarsdóttir missti af bikarúrslitaleiknum í fyrra þegar Selfoss tapaði 4-0 fyrir Stjörnunni þar sem hún var farin út til náms í Bandaríkjunum. Þessi sömu lið mætast aftur í ár og að þessu sinni verður Dagný með. „Tilfinningin er mjög góð, við erum allar klárar og bæjarfélagið er tilbúið að styðja við okkur. Við erum öll mjög spennt,“ sagði Dagný í samtali við blaðamann Vísis á fundi vegna bikarúrslitaleiksins í höfuðstöðvum KSÍ í fyrradag. Selfoss og Stjarnan eru búin að mætast tvisvar í sumar og skiptu þau sigrunum á milli sín. Selfyssingar unnu fyrri leikinn á Samsung-vellinum 1-2 og segir Dagný að sá sigur gefi liðinu sjálfstraust fyrir leikinn í dag. „Þessi leikur gefur okkur sjálfstraust og trú. Við unnum fyrri leikinn en þær þann seinni. Við skoruðum í báðum leikjunum. Við vitum að við getum þetta og ég held að þetta verði hörkuleikur. Svo kemur í ljós á laugardaginn hvort liðið vill þetta meira,“ sagði landsliðskonan sem á von á jafnari leik í ár en í fyrra. „Já, ég held það því í fyrra vorum við þrjár farnar út til Bandaríkjanna í háskólaboltann en í ár erum við með okkar sterkasta lið fyrir utan að við erum búnar að missa einn útlending (Summer Williams) út. En annars erum við að spila á sama liði og í allt sumar.“ Selfoss er sem segir áður sagði í bikarúrslitum annað árið í röð. Dagný segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari en í fyrra þegar allir leikmenn liðsins voru að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik. „Í fyrra var Gumma (Guðmunda Brynja Óladóttir) held ég eini leikmaðurinn sem hafði spilað á Laugardalsvelli og engin þeirra hafði upplifað bikarúrslitaleik áður. Við förum reynslunni ríkari inn í þennan leik í ár. Það á klárlega eftir að hjálpa,“ sagði Dagný sem er fara í sinn þriðja bikarúrslitaleik á ferlinum.Dagný er að fara að spila sinn þriðja bikarúrslitaleik.vísir/anton Dagný sat allan tímann á varamannabekknum þegar Valur tapaði 4-0 fyrir KR árið 2008 en kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri Vals á Breiðabliki ári seinna. Selfoss-liðinu hefur gengið vel að undanförnu og unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum. En hvað hefur liðið verið að gera vel í þessum leikjum að mati Dagnýjar? „Við höfum verið að spila betri varnarleik undanfarið. Við erum með gott sóknarlið og sköpum okkur alltaf færi. Við fengum held ég 30 marktækifæri í síðasta leik gegn Aftureldingu en skoruðum samt bara þrjú mörk. Við þurfum að nýra færin aðeins betur,“ sagði Dagný en hvað þarf Selfoss helst að varast í leik Stjörnunnar? „Þær eru með sterkt varnarlið og gott sóknarlið. Við þurfum að loka á þeirra helstu lykilmenn og finna þeirra veikleika og spila svolítið upp á þá.“ Dagný segir að það yrði frábært að ná að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu Selfoss á morgun. „Selfoss hefur aldrei unnið þetta áður. Áður en ég kom á Selfoss sagði ég við Gunna (Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfara Selfoss) að ég hefði lent á Selfossi út af örlögunum, Bandaríkin klikkuðu og svona,“ sagði Dagný en til stóð að hún myndi fara til Bandaríkjanna eftir að hafa unnið þýska meistaratitilinn með Bayern München í vor. Það datt hins vegar upp fyrir og hún endaði hjá Selfossi. „Kannski voru þetta örlögin, að við myndum vinna fyrsta bikarinn og ég yrði partur af því. Við erum allar klárar,“ sagði Dagný að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir missti af bikarúrslitaleiknum í fyrra þegar Selfoss tapaði 4-0 fyrir Stjörnunni þar sem hún var farin út til náms í Bandaríkjunum. Þessi sömu lið mætast aftur í ár og að þessu sinni verður Dagný með. „Tilfinningin er mjög góð, við erum allar klárar og bæjarfélagið er tilbúið að styðja við okkur. Við erum öll mjög spennt,“ sagði Dagný í samtali við blaðamann Vísis á fundi vegna bikarúrslitaleiksins í höfuðstöðvum KSÍ í fyrradag. Selfoss og Stjarnan eru búin að mætast tvisvar í sumar og skiptu þau sigrunum á milli sín. Selfyssingar unnu fyrri leikinn á Samsung-vellinum 1-2 og segir Dagný að sá sigur gefi liðinu sjálfstraust fyrir leikinn í dag. „Þessi leikur gefur okkur sjálfstraust og trú. Við unnum fyrri leikinn en þær þann seinni. Við skoruðum í báðum leikjunum. Við vitum að við getum þetta og ég held að þetta verði hörkuleikur. Svo kemur í ljós á laugardaginn hvort liðið vill þetta meira,“ sagði landsliðskonan sem á von á jafnari leik í ár en í fyrra. „Já, ég held það því í fyrra vorum við þrjár farnar út til Bandaríkjanna í háskólaboltann en í ár erum við með okkar sterkasta lið fyrir utan að við erum búnar að missa einn útlending (Summer Williams) út. En annars erum við að spila á sama liði og í allt sumar.“ Selfoss er sem segir áður sagði í bikarúrslitum annað árið í röð. Dagný segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari en í fyrra þegar allir leikmenn liðsins voru að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik. „Í fyrra var Gumma (Guðmunda Brynja Óladóttir) held ég eini leikmaðurinn sem hafði spilað á Laugardalsvelli og engin þeirra hafði upplifað bikarúrslitaleik áður. Við förum reynslunni ríkari inn í þennan leik í ár. Það á klárlega eftir að hjálpa,“ sagði Dagný sem er fara í sinn þriðja bikarúrslitaleik á ferlinum.Dagný er að fara að spila sinn þriðja bikarúrslitaleik.vísir/anton Dagný sat allan tímann á varamannabekknum þegar Valur tapaði 4-0 fyrir KR árið 2008 en kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri Vals á Breiðabliki ári seinna. Selfoss-liðinu hefur gengið vel að undanförnu og unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum. En hvað hefur liðið verið að gera vel í þessum leikjum að mati Dagnýjar? „Við höfum verið að spila betri varnarleik undanfarið. Við erum með gott sóknarlið og sköpum okkur alltaf færi. Við fengum held ég 30 marktækifæri í síðasta leik gegn Aftureldingu en skoruðum samt bara þrjú mörk. Við þurfum að nýra færin aðeins betur,“ sagði Dagný en hvað þarf Selfoss helst að varast í leik Stjörnunnar? „Þær eru með sterkt varnarlið og gott sóknarlið. Við þurfum að loka á þeirra helstu lykilmenn og finna þeirra veikleika og spila svolítið upp á þá.“ Dagný segir að það yrði frábært að ná að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu Selfoss á morgun. „Selfoss hefur aldrei unnið þetta áður. Áður en ég kom á Selfoss sagði ég við Gunna (Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfara Selfoss) að ég hefði lent á Selfossi út af örlögunum, Bandaríkin klikkuðu og svona,“ sagði Dagný en til stóð að hún myndi fara til Bandaríkjanna eftir að hafa unnið þýska meistaratitilinn með Bayern München í vor. Það datt hins vegar upp fyrir og hún endaði hjá Selfossi. „Kannski voru þetta örlögin, að við myndum vinna fyrsta bikarinn og ég yrði partur af því. Við erum allar klárar,“ sagði Dagný að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira