Fjögur börn meðal hinna látnu guðsteinn bjarnason skrifar 29. ágúst 2015 07:00 Lík flóttafólksins, sem fannst í yfirgefinni flutningabifreið í Austurríki, flutt inn á rannsóknarstofu í Vínarborg þar sem reynt verður að varpa frekara ljósi á það sem gerðist. Nordicphotos/AFP Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn austurrísku lögreglunnar á láti 71 flóttamanns. Lík þeirra fundust í yfirgefinni flutningabifreið í vegarkanti á fimmtudag. Einn hinna handteknu mun vera eigandi bílsins. Meðal hinna látnu voru fjögur börn, þar af þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og ein stúlka á öðru ári. Svo virðist sem fólkið hafi kafnað og talið er að það sé frá Sýrlandi, þar sem sýrlensk skilríki fundust í bílnum. Þá virðist sem fólkið hafi reynt að rjúfa gat á bifreiðina til þess að komast út. Bifreiðin er talin hafa staðið í að minnsta kosti sólarhring hreyfingarlaus í vegarkantinum áður en farið var að kanna málið. Þúsundir flóttamanna frá Sýrlandi, Erítreu og fleiri löndum í Mið-Austurlöndum og norðanverðri Afríku hafa látið lífið við tilraunir til að komast til Evrópulanda, í von um að fá þar hæli. Langflestir þeirra hafa drukknað í Miðjarðarhafi og síðast í gær fundust allt að 200 lík út af ströndum Líbíu. Fólkið hafði verið í um borð í troðfullum bát sem hvolfdi. Talið er að um 400 manns hafi verið í bátnum. Rúmlega helmingi þeirra tókst að bjarga, en um 40 lík fundust inni í bátnum og allt að 160 lík fundust á floti í hafinu þar í kring. Svo virðist sem sumir hafi verið innilokaðir í lest bátsins þegar honum hvolfdi. Þá fundust á miðvikudag 52 lík neðanþilja í skipi, sem sænska strandgæslan fann út af Líbíuströnd. Alls voru um 500 manns á því skipi og tókst að bjarga meira en 450 manns. Flóttamannastraumurinn til Evrópu er meiri nú en nokkru sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Vitað er um 107.500 flóttamenn sem fóru yfir landamærin til Evrópuríkja í síðasta mánuði. Í Makedóníu er búist við að næstu mánuðina muni um þrjú þúsund manns koma yfir landamærin frá Grikklandi daglega. Evrópusambandsríki hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við þessari þróun. Andstaða íbúa við flóttafólk hefur magnast jafnt og þétt víða í löndum Evrópu. Nú í vikunni hafa verið gerðar árásir á flóttamannabúðir nánast daglega í Þýskalandi. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn austurrísku lögreglunnar á láti 71 flóttamanns. Lík þeirra fundust í yfirgefinni flutningabifreið í vegarkanti á fimmtudag. Einn hinna handteknu mun vera eigandi bílsins. Meðal hinna látnu voru fjögur börn, þar af þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og ein stúlka á öðru ári. Svo virðist sem fólkið hafi kafnað og talið er að það sé frá Sýrlandi, þar sem sýrlensk skilríki fundust í bílnum. Þá virðist sem fólkið hafi reynt að rjúfa gat á bifreiðina til þess að komast út. Bifreiðin er talin hafa staðið í að minnsta kosti sólarhring hreyfingarlaus í vegarkantinum áður en farið var að kanna málið. Þúsundir flóttamanna frá Sýrlandi, Erítreu og fleiri löndum í Mið-Austurlöndum og norðanverðri Afríku hafa látið lífið við tilraunir til að komast til Evrópulanda, í von um að fá þar hæli. Langflestir þeirra hafa drukknað í Miðjarðarhafi og síðast í gær fundust allt að 200 lík út af ströndum Líbíu. Fólkið hafði verið í um borð í troðfullum bát sem hvolfdi. Talið er að um 400 manns hafi verið í bátnum. Rúmlega helmingi þeirra tókst að bjarga, en um 40 lík fundust inni í bátnum og allt að 160 lík fundust á floti í hafinu þar í kring. Svo virðist sem sumir hafi verið innilokaðir í lest bátsins þegar honum hvolfdi. Þá fundust á miðvikudag 52 lík neðanþilja í skipi, sem sænska strandgæslan fann út af Líbíuströnd. Alls voru um 500 manns á því skipi og tókst að bjarga meira en 450 manns. Flóttamannastraumurinn til Evrópu er meiri nú en nokkru sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Vitað er um 107.500 flóttamenn sem fóru yfir landamærin til Evrópuríkja í síðasta mánuði. Í Makedóníu er búist við að næstu mánuðina muni um þrjú þúsund manns koma yfir landamærin frá Grikklandi daglega. Evrópusambandsríki hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við þessari þróun. Andstaða íbúa við flóttafólk hefur magnast jafnt og þétt víða í löndum Evrópu. Nú í vikunni hafa verið gerðar árásir á flóttamannabúðir nánast daglega í Þýskalandi.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira