Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 08:00 Annað hvort Guðmunda Brynja eða Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, lyftir bikarnum á morgun. vísir/anton Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. „Já, algjörlega. Við vorum í fyrsta sinn í bikarúrslitum í fyrra og það var reynsla fyrir okkur. Nú vita stelpurnar út á hvað þetta gengur, hvað þetta er stórt og flott og mikil umgjörð utan um þennan leik. Ég held að við séum tilbúnar í þetta,“ sagði Guðmunda í samtali við Vísi um bikarúrslitaleik Selfoss og Stjörnunnar í dag.Sjá einnig: Fyrirliðinn áfram á Selfossi Stjarnan vann leik liðanna í fyrra 4-0 en Selfossliðið er sterkara í ár og býr að því að hafa unnið Garðabæjarliðið í ár. En hvaða þýðingu hefur sigur Selfoss á Stjörnunni í fyrra leik liðanna í Pepsi-deildinni fyrir leikinn í dag? „Það gefur okkur þvílíkt sjálfstraust. Við höfðum ekki unnið þær áður og þetta gefur okkur mikið. Við vitum að við getum unnið þær,“ sagði Guðmunda sem er markahæsti leikmaður Selfoss í sumar með 12 mörk. Hún segir að Selfyssingar þurfi fyrst og síðast að einbeita sér að sjálfum sér í undirbúningnum fyrir leikinn í dag. „Við þurfum að einbeita okkur að okkar leik og okkar styrkleikum, þá náum við að loka á þeirra styrkleika og nýta okkar. Við einbeitum okkur aðallega að sjálfum okkur og látum Gunna (Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfara Selfoss) um að hafa áhyggjur af þeim.“ Selfoss er nýtt afl í íslenskum kvennafótbolta en liðið er aðeins á sínu fjórða ári í efstu deild. En er pressa á Selfosskonum að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins? „Já og nei. Það var svolítið ætlast til þess að við færum í bikarúrslitin aftur og það var líka eitt af okkar útgefnu markmiðum að fara aftur í þennan leik. Þú ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa og það er kannski smá pressa á okkur að vinna hann. „En það er meiri pressa á þeim. Pressan að vinna leikinn kemur aðallega frá okkur sjálfum,“ sagði Guðmunda sem á von á Selfyssingar og Sunnlendingar allir fjölmenni á leikinn í dag. „Já, algjörlega. Það á að slá upp mikilli bæjarhátíð. Sunnlendingar sameinast á Selfossi og fara svo saman á leikinn,“ sagði Guðmunda að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Fyrirliðinn áfram á Selfossi Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. 27. ágúst 2015 08:00 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. „Já, algjörlega. Við vorum í fyrsta sinn í bikarúrslitum í fyrra og það var reynsla fyrir okkur. Nú vita stelpurnar út á hvað þetta gengur, hvað þetta er stórt og flott og mikil umgjörð utan um þennan leik. Ég held að við séum tilbúnar í þetta,“ sagði Guðmunda í samtali við Vísi um bikarúrslitaleik Selfoss og Stjörnunnar í dag.Sjá einnig: Fyrirliðinn áfram á Selfossi Stjarnan vann leik liðanna í fyrra 4-0 en Selfossliðið er sterkara í ár og býr að því að hafa unnið Garðabæjarliðið í ár. En hvaða þýðingu hefur sigur Selfoss á Stjörnunni í fyrra leik liðanna í Pepsi-deildinni fyrir leikinn í dag? „Það gefur okkur þvílíkt sjálfstraust. Við höfðum ekki unnið þær áður og þetta gefur okkur mikið. Við vitum að við getum unnið þær,“ sagði Guðmunda sem er markahæsti leikmaður Selfoss í sumar með 12 mörk. Hún segir að Selfyssingar þurfi fyrst og síðast að einbeita sér að sjálfum sér í undirbúningnum fyrir leikinn í dag. „Við þurfum að einbeita okkur að okkar leik og okkar styrkleikum, þá náum við að loka á þeirra styrkleika og nýta okkar. Við einbeitum okkur aðallega að sjálfum okkur og látum Gunna (Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfara Selfoss) um að hafa áhyggjur af þeim.“ Selfoss er nýtt afl í íslenskum kvennafótbolta en liðið er aðeins á sínu fjórða ári í efstu deild. En er pressa á Selfosskonum að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins? „Já og nei. Það var svolítið ætlast til þess að við færum í bikarúrslitin aftur og það var líka eitt af okkar útgefnu markmiðum að fara aftur í þennan leik. Þú ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa og það er kannski smá pressa á okkur að vinna hann. „En það er meiri pressa á þeim. Pressan að vinna leikinn kemur aðallega frá okkur sjálfum,“ sagði Guðmunda sem á von á Selfyssingar og Sunnlendingar allir fjölmenni á leikinn í dag. „Já, algjörlega. Það á að slá upp mikilli bæjarhátíð. Sunnlendingar sameinast á Selfossi og fara svo saman á leikinn,“ sagði Guðmunda að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Fyrirliðinn áfram á Selfossi Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. 27. ágúst 2015 08:00 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00
Fyrirliðinn áfram á Selfossi Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. 27. ágúst 2015 08:00