Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 10:00 Ásgerður og Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliðar Stjörnunnar og Selfoss. vísir/anton Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. „Hún er bara góð og það er mikil tilhlökkun í okkar herbúðum,“ sagði Ásgerður í samtali við Vísi, aðspurð hvernig tilfinningin fyrir leikinn í dag væri. Stjarnan er í bikarúrslitum í fjórða sinn á síðustu sex árum á meðan Selfyssingar eru aðeins að fara í sinn annan úrslitaleik í sögu félagsins. Selfoss komst í fyrsta sinn í bikarúrslit í fyrra þegar liðið tapaði 4-0 fyrir Stjörnunni. Reynslan og hefðin er því Stjörnumegin. Ásgerður segir að reynslan hjálpi Stjörnunni eitthvað en hún muni ekki hafa úrslitaáhrif í dag? „Nei, ég held að Selfyssingarnir hafi alveg reynslu líka af því að vinna titla. Dagný (Brynjarsdóttir) vann t.d. titil með Bayern München fyrir einhverjum mánuðum síðar. Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað en það gefur okkur ekkert forskot á laugardaginn. Við þurfum að mæta í þennan leik og hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ásgerður. Ágústmánuður hefur verið strembinn hjá Stjörnunni en leikurinn í dag verður sjöundi leikur liðsins á 23 dögum. Þrír þessi leikir fóru fram á Kýpur þar sem Garðbæingar tóku þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjarnan spilaði sinn síðasta leik á Kýpur 16. ágúst en fjórum dögum síðar tapaði liðið 0-1 fyrir Breiðablik í uppgjöri toppliða Pepsi-deildarinnar. Tapið fyrir Blikum gerði nánast út um möguleika Stjörnunnar á að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en Ásgerður vonast til að það hvetji Stjörnukonur enn frekar til dáða í leiknum í dag. „Hungrið er þá aðeins meira, að halda þessum titli í Garðabænum. Við mættum einfaldlega ekki til leiks á móti Breiðabliki og það var hrikalegur leikur hjá okkur. „Við lærðum af því og spiluðum góðan leik fyrir norðan (gegn Þór/KA) í fyrradag og reynum að byggja ofan á það og pæla ekki of mikið í Íslandsmótinu á laugardaginn,“ sagði Ásgerður en tók Kýpurferðin sinn toll af Stjörnuliðinu? „Nei, við getum ekki skýlt okkur á bakvið Kýpurferðina. Það var góð ferð þar sem við vorum saman í tíu daga. Leikurinn við Blika var tveimur og hálfum sólarhring eftir að við lentum eftir 19 klukkutíma ferðalag. „Það hafði samt ekki úrslitaáhrif, við einfaldlega mættum ekki til leiks og Blikarnir voru grimmari á öllum vígstöðvum,“ sagði Ásgerður að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. „Hún er bara góð og það er mikil tilhlökkun í okkar herbúðum,“ sagði Ásgerður í samtali við Vísi, aðspurð hvernig tilfinningin fyrir leikinn í dag væri. Stjarnan er í bikarúrslitum í fjórða sinn á síðustu sex árum á meðan Selfyssingar eru aðeins að fara í sinn annan úrslitaleik í sögu félagsins. Selfoss komst í fyrsta sinn í bikarúrslit í fyrra þegar liðið tapaði 4-0 fyrir Stjörnunni. Reynslan og hefðin er því Stjörnumegin. Ásgerður segir að reynslan hjálpi Stjörnunni eitthvað en hún muni ekki hafa úrslitaáhrif í dag? „Nei, ég held að Selfyssingarnir hafi alveg reynslu líka af því að vinna titla. Dagný (Brynjarsdóttir) vann t.d. titil með Bayern München fyrir einhverjum mánuðum síðar. Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað en það gefur okkur ekkert forskot á laugardaginn. Við þurfum að mæta í þennan leik og hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ásgerður. Ágústmánuður hefur verið strembinn hjá Stjörnunni en leikurinn í dag verður sjöundi leikur liðsins á 23 dögum. Þrír þessi leikir fóru fram á Kýpur þar sem Garðbæingar tóku þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjarnan spilaði sinn síðasta leik á Kýpur 16. ágúst en fjórum dögum síðar tapaði liðið 0-1 fyrir Breiðablik í uppgjöri toppliða Pepsi-deildarinnar. Tapið fyrir Blikum gerði nánast út um möguleika Stjörnunnar á að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en Ásgerður vonast til að það hvetji Stjörnukonur enn frekar til dáða í leiknum í dag. „Hungrið er þá aðeins meira, að halda þessum titli í Garðabænum. Við mættum einfaldlega ekki til leiks á móti Breiðabliki og það var hrikalegur leikur hjá okkur. „Við lærðum af því og spiluðum góðan leik fyrir norðan (gegn Þór/KA) í fyrradag og reynum að byggja ofan á það og pæla ekki of mikið í Íslandsmótinu á laugardaginn,“ sagði Ásgerður en tók Kýpurferðin sinn toll af Stjörnuliðinu? „Nei, við getum ekki skýlt okkur á bakvið Kýpurferðina. Það var góð ferð þar sem við vorum saman í tíu daga. Leikurinn við Blika var tveimur og hálfum sólarhring eftir að við lentum eftir 19 klukkutíma ferðalag. „Það hafði samt ekki úrslitaáhrif, við einfaldlega mættum ekki til leiks og Blikarnir voru grimmari á öllum vígstöðvum,“ sagði Ásgerður að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00
Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00