Með alvarlega áverka eftir flugslysið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2015 10:39 Arngrímur Jóhansson er einn þekktasti ef ekki þekktasti flugmaður Íslands. Arngrímur Jóhannsson, þaulreyndi flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysi í Hörgárdal í gær, er með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík. Þetta staðfestir læknir á gjörgæsludeild við RÚV í morgun. Kanadískur maður lést í slysinu í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. Neyðarástandi var lýst yfir klukkan 17 en vélin fannst klukkan 20:29. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem barst fjölmiðlum um tíuleytið í morgun kemur fram að sjóflugvélin hafi verið af gerðinni Beaver og með kallmerkið N610LC. Flugvélin lagði af stað frá Akureyri klukkan 14 en áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Um klukkan 17, þegar eftirgrennslan hafði engum árangri skilað, var lýst yfir neyðarástandi og lét Landhelgisgæslan, sem fer með yfirstjórn vegna leitar að loftförum, ræsa út samhæfingarstöð í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og kalla út björgunareiningar. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru þegar kallaðar út ásamt björgunarsveitum og lögreglu á Norður- og Vesturlandi. Þyrlur Landhelgisgæslunnar flugu líklegustu flugleið vélarinnar. Þá leitaði einkaflugvél líklegustu flugleiðir upp úr Eyjafirði.Vélin var á Siglufirði um Verslunarmannahelgina.Annar látinn en hinn nokkuð slasaður Þegar var hafist handa við að þrengja leitarsvæðið og var haft samband við fjölda bæja á líklegum flugleiðum til að afla upplýsinga um flugumferð dagsins. Það leiddi til þess að hægt var að þrengja leitarsvæðið niður á sunnanverðan Tröllaskaga. Þá var notaður GSM leitarbúnaður til að finna GSM síma áhafnar flugvélarinnar. Kl. 20:29 fann TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal. Stýrimaður og læknir þyrlunnar sigu niður að flaki vélarinnar. Var annar flugmannanna látinn en Arngrímur nokkuð slasaður þegar að var komið. Búið var um Arngrím og hann hífður upp í þyrluna sem flaug með hann til Akureyrar. Þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur nú að rannsókn slyssins en þyrlur Landhelgisgæslunnar munu aðstoða rannsóknarnefndina og lögreglu við að komast á staðinn og flytja flak flugvélarinnar til byggða. Landhelgisgæslan vill koma á framfæri þakklæti til lögreglu, björgunarsveita og annarra er aðstoðuðu við leitina. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Flugslysið í Barkárdal: Annar mannanna látinn Hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. 9. ágúst 2015 22:37 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Flugvélin fannst í dal inn af Hörgárdal Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst síðdegis vegna eins hreyfis vélar sem hafði ekki skilað sér. Í henni voru tveir menn. 9. ágúst 2015 21:11 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Leit hafin að lítilli flugvél Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Tveir menn voru í vélinni. 9. ágúst 2015 18:36 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Arngrímur Jóhannsson, þaulreyndi flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysi í Hörgárdal í gær, er með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík. Þetta staðfestir læknir á gjörgæsludeild við RÚV í morgun. Kanadískur maður lést í slysinu í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. Neyðarástandi var lýst yfir klukkan 17 en vélin fannst klukkan 20:29. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem barst fjölmiðlum um tíuleytið í morgun kemur fram að sjóflugvélin hafi verið af gerðinni Beaver og með kallmerkið N610LC. Flugvélin lagði af stað frá Akureyri klukkan 14 en áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Um klukkan 17, þegar eftirgrennslan hafði engum árangri skilað, var lýst yfir neyðarástandi og lét Landhelgisgæslan, sem fer með yfirstjórn vegna leitar að loftförum, ræsa út samhæfingarstöð í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og kalla út björgunareiningar. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru þegar kallaðar út ásamt björgunarsveitum og lögreglu á Norður- og Vesturlandi. Þyrlur Landhelgisgæslunnar flugu líklegustu flugleið vélarinnar. Þá leitaði einkaflugvél líklegustu flugleiðir upp úr Eyjafirði.Vélin var á Siglufirði um Verslunarmannahelgina.Annar látinn en hinn nokkuð slasaður Þegar var hafist handa við að þrengja leitarsvæðið og var haft samband við fjölda bæja á líklegum flugleiðum til að afla upplýsinga um flugumferð dagsins. Það leiddi til þess að hægt var að þrengja leitarsvæðið niður á sunnanverðan Tröllaskaga. Þá var notaður GSM leitarbúnaður til að finna GSM síma áhafnar flugvélarinnar. Kl. 20:29 fann TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal. Stýrimaður og læknir þyrlunnar sigu niður að flaki vélarinnar. Var annar flugmannanna látinn en Arngrímur nokkuð slasaður þegar að var komið. Búið var um Arngrím og hann hífður upp í þyrluna sem flaug með hann til Akureyrar. Þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur nú að rannsókn slyssins en þyrlur Landhelgisgæslunnar munu aðstoða rannsóknarnefndina og lögreglu við að komast á staðinn og flytja flak flugvélarinnar til byggða. Landhelgisgæslan vill koma á framfæri þakklæti til lögreglu, björgunarsveita og annarra er aðstoðuðu við leitina.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Flugslysið í Barkárdal: Annar mannanna látinn Hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. 9. ágúst 2015 22:37 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Flugvélin fannst í dal inn af Hörgárdal Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst síðdegis vegna eins hreyfis vélar sem hafði ekki skilað sér. Í henni voru tveir menn. 9. ágúst 2015 21:11 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Leit hafin að lítilli flugvél Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Tveir menn voru í vélinni. 9. ágúst 2015 18:36 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Flugslysið í Barkárdal: Annar mannanna látinn Hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. 9. ágúst 2015 22:37
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Flugvélin fannst í dal inn af Hörgárdal Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst síðdegis vegna eins hreyfis vélar sem hafði ekki skilað sér. Í henni voru tveir menn. 9. ágúst 2015 21:11
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00
Leit hafin að lítilli flugvél Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Tveir menn voru í vélinni. 9. ágúst 2015 18:36