Áfram blússandi bílasala í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2015 16:09 Þung bílaumferð í Mílanó. Í öllum stærri löndum Evrópu var aukning í bílasölu í júlí, allt frá 2,3% aukningu í Frakklandi til 24% aukningar á Spáni. Á stærsta bílamarkaði álfunnar í þýskalandi varð aukningin 7,4% og seldust þar 290.196 bílar. Á fyrstu 7 mánuðum ársins hefur orðið 5,6% aukning í bílasölu í Evrópu og 1,91 milljón bílar selst. Er það umtalsvert meiri sala en spáð var í upphafi árs, þó spáð hafi verið aukningu. Salan á Ítalíu var mjög góð í júlí og varð þar 15% aukning frá fyrra ári. Á Spáni hefur nú orðið aukning í bílasölu í 23 mánuði í röð og þar á bættur efnahagur og endurgreiðslur frá ríkinu við útskipti bíla mestan þátt. Ekki liggur enn fyrir hvernig bílasala var í Bretlandi í júlí, en hún hefur verið góð það sem af er ári. Ísland slær þó við flestum löndum í Evrópu hvað varðar vöxt í bílasölu í ár með 41% aukningu, en hafa verður í huga að hún hefur verið mjög dræm á síðustu árum. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent
Í öllum stærri löndum Evrópu var aukning í bílasölu í júlí, allt frá 2,3% aukningu í Frakklandi til 24% aukningar á Spáni. Á stærsta bílamarkaði álfunnar í þýskalandi varð aukningin 7,4% og seldust þar 290.196 bílar. Á fyrstu 7 mánuðum ársins hefur orðið 5,6% aukning í bílasölu í Evrópu og 1,91 milljón bílar selst. Er það umtalsvert meiri sala en spáð var í upphafi árs, þó spáð hafi verið aukningu. Salan á Ítalíu var mjög góð í júlí og varð þar 15% aukning frá fyrra ári. Á Spáni hefur nú orðið aukning í bílasölu í 23 mánuði í röð og þar á bættur efnahagur og endurgreiðslur frá ríkinu við útskipti bíla mestan þátt. Ekki liggur enn fyrir hvernig bílasala var í Bretlandi í júlí, en hún hefur verið góð það sem af er ári. Ísland slær þó við flestum löndum í Evrópu hvað varðar vöxt í bílasölu í ár með 41% aukningu, en hafa verður í huga að hún hefur verið mjög dræm á síðustu árum.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent