Franska ríkið selur 5% í Renault Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2015 11:45 Höfuðstöðvar Renault. Franska ríkið ætlar að selja þann 5% hlut sem það eignaðist í Renault fyrr í ár. Franska ríkið keypti þessi bréf þegar franski bílaframleiðandinn var afar fjárvana og var það hluti af björgunaraðgerðum ríkisins til handa þarlendum bílaframleiðendum. Eftir söluna mun franska ríkið enn eiga 15% í Renault. Franska ríkið hefur sett sér markmið varðandi einkavæðingu eigna í eigu ríkisins og er þessi sala ekki síst liður í þeirri stefnu, en að auki hefur Renault braggast mjög frá því að ríkið keypti þennan 5% hlut og er ekki eins illa statt og í byrjun árs. Sala fyrirtækisins hefur verið ágæt í ár. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent
Franska ríkið ætlar að selja þann 5% hlut sem það eignaðist í Renault fyrr í ár. Franska ríkið keypti þessi bréf þegar franski bílaframleiðandinn var afar fjárvana og var það hluti af björgunaraðgerðum ríkisins til handa þarlendum bílaframleiðendum. Eftir söluna mun franska ríkið enn eiga 15% í Renault. Franska ríkið hefur sett sér markmið varðandi einkavæðingu eigna í eigu ríkisins og er þessi sala ekki síst liður í þeirri stefnu, en að auki hefur Renault braggast mjög frá því að ríkið keypti þennan 5% hlut og er ekki eins illa statt og í byrjun árs. Sala fyrirtækisins hefur verið ágæt í ár.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent