Eiður Smári fékk aldrei formlegt samningstilboð frá Bolton Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. ágúst 2015 11:30 Eiður Smári fagnar hér einu af mörkum sínum hjá Bolton Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Shijiazhuang Ever Bright, er í viðtali í DV í dag þar sem hann ræddi meðal annars ákvörðun sína að skrifa undir í Kína eftir að hafa leikið vel með Bolton í Championship-deildinni á síðasta tímabili. Það kom á óvart þegar Eiður Smári sneri aftur til Bolton, liðsins sem hann hóf ferilinn hjá í Englandi í desember síðastliðnum eftir að hafa verið samningslaus í sex mánuði. Eiður Smári sló í gegn á Macron-vellinum í Englandi og áttu flestir von á því að hann myndi skrifa undir nýjan samning hjá enska félaginu. „Það kom aldrei neitt formlegt samningstilboð um framlengingu frá Bolton. Það voru allir á því að ég myndi semja aftur og ég bjóst ekki við öðru. Mér var sagt að fjárhagsaðstaðan hjá Bolton hafi verið þannig að þeir gátu í raun ekki séð hvaða fjármuni þeir hefðu milli handa fyrir leikmönnum. Ég ætlaði ekki að fara að mæta út til Bretlands samningslaus og taka þá áhættu að meiðast. Ég hefði þá líka þurft að sjá um mig sjálfur í Bretlandi,“ sagði Eiður í samtali við DV.is en hann viðurkenndi að flutningarnir til Kína hefðu verið erfiðir í byrjun. „Þetta var mjög erfitt fyrst en á sama tíma spennandi og óraunverulegt. Þetta er allt annað en ég hef prófað sama hvert er litið, Mataræðið, nýtt lið, ný æfingaraðstaða og nýjir liðsfélagar. Það tala ekki margir ensku þannig við fengum túlk til að aðstoða okkur erlendu leikmennina,“ sagði Eiður sem lenti í vandræðum að aðlagast sólarhringnum í Kína í upphafi. „Erfiðast af öllu var að venjast því að vera hinu megin á hnettinum. Ég var að lenta í vandræðum með svefn en þetta er algerlega komið í dag og ég er að finna mig betur og betur.“ Fótbolti Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Shijiazhuang Ever Bright, er í viðtali í DV í dag þar sem hann ræddi meðal annars ákvörðun sína að skrifa undir í Kína eftir að hafa leikið vel með Bolton í Championship-deildinni á síðasta tímabili. Það kom á óvart þegar Eiður Smári sneri aftur til Bolton, liðsins sem hann hóf ferilinn hjá í Englandi í desember síðastliðnum eftir að hafa verið samningslaus í sex mánuði. Eiður Smári sló í gegn á Macron-vellinum í Englandi og áttu flestir von á því að hann myndi skrifa undir nýjan samning hjá enska félaginu. „Það kom aldrei neitt formlegt samningstilboð um framlengingu frá Bolton. Það voru allir á því að ég myndi semja aftur og ég bjóst ekki við öðru. Mér var sagt að fjárhagsaðstaðan hjá Bolton hafi verið þannig að þeir gátu í raun ekki séð hvaða fjármuni þeir hefðu milli handa fyrir leikmönnum. Ég ætlaði ekki að fara að mæta út til Bretlands samningslaus og taka þá áhættu að meiðast. Ég hefði þá líka þurft að sjá um mig sjálfur í Bretlandi,“ sagði Eiður í samtali við DV.is en hann viðurkenndi að flutningarnir til Kína hefðu verið erfiðir í byrjun. „Þetta var mjög erfitt fyrst en á sama tíma spennandi og óraunverulegt. Þetta er allt annað en ég hef prófað sama hvert er litið, Mataræðið, nýtt lið, ný æfingaraðstaða og nýjir liðsfélagar. Það tala ekki margir ensku þannig við fengum túlk til að aðstoða okkur erlendu leikmennina,“ sagði Eiður sem lenti í vandræðum að aðlagast sólarhringnum í Kína í upphafi. „Erfiðast af öllu var að venjast því að vera hinu megin á hnettinum. Ég var að lenta í vandræðum með svefn en þetta er algerlega komið í dag og ég er að finna mig betur og betur.“
Fótbolti Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira