Honda S660 roadster uppseldur í Japan Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2015 13:55 Honda S660 roadster. Í Japan eru framleiddir margar gerðir bíla sem aðeins eru ætlaðar heimamarkaði. Einn þeirra er þessi Honda S660 roadster bíll og aðeins verða framleidd 8.600 eintök af honum í ár og þau eru öll uppseld. Honda kynnti fyrst þennan bíl á bílasýningunni í Tókíó fyrir tveimur árum. Honda S660 er svokallaður kei-car, en það kalla Japanir gjarna afar smávaxna bíla sína. Hann minnir um margt á S2000 og S500 bíla Honda, en er með agnarsmáa 660cc þriggja strokka vél, 63 hestafla, afturdrif, 6 gíra beinskiptingu og vegur aðeins 830 kíló. Hljómar mjög spennandi. Hann er einkar ódýr bíll og á að höfða til yngri kynslóðarinnar í Japan. Það hefur hann sannarlega gert, en að auki höfðar hann ekki síður til þeirra eldri og hafa 80% af heildarsölu bílsins verið keyptir af 40 ára og eldri og þá í flestum tilvikum sem annar bíll heimilisins. Það er vonandi að Honda sjái tækifæri í að flytja þennan sportlega og smáa bíl einnig til annarra landa á næstu árum. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent
Í Japan eru framleiddir margar gerðir bíla sem aðeins eru ætlaðar heimamarkaði. Einn þeirra er þessi Honda S660 roadster bíll og aðeins verða framleidd 8.600 eintök af honum í ár og þau eru öll uppseld. Honda kynnti fyrst þennan bíl á bílasýningunni í Tókíó fyrir tveimur árum. Honda S660 er svokallaður kei-car, en það kalla Japanir gjarna afar smávaxna bíla sína. Hann minnir um margt á S2000 og S500 bíla Honda, en er með agnarsmáa 660cc þriggja strokka vél, 63 hestafla, afturdrif, 6 gíra beinskiptingu og vegur aðeins 830 kíló. Hljómar mjög spennandi. Hann er einkar ódýr bíll og á að höfða til yngri kynslóðarinnar í Japan. Það hefur hann sannarlega gert, en að auki höfðar hann ekki síður til þeirra eldri og hafa 80% af heildarsölu bílsins verið keyptir af 40 ára og eldri og þá í flestum tilvikum sem annar bíll heimilisins. Það er vonandi að Honda sjái tækifæri í að flytja þennan sportlega og smáa bíl einnig til annarra landa á næstu árum.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent