Framkvæmdastjóri Tinder mun hætta störfum hjá fyrirtækinu eftir aðeins fimm mánuði í starfi. Stofnandi, forstjóri og fyrrum framkvæmdastjóri Tinder mun taka við starfinu. Það er CNN sem greinir frá þessu.
Christopher Payne var skipaður framkvæmdastjóri í mars sl. en í tilkynningu frá stjórn félagsins segir að fyrirtækið og Payne hafi ekki passað saman.
„Hann hefur aðeins starfað hér í örfáa mánuði en við ákvaðum sameiginlega að hann myndi yfirgefa fyrirtækið. Tinder vex ört og því þurfti að grípa til aðgerða strax.“
Stofnandi og forstjóri Tinder, Sean Rad, mun taka við framkvæmdastjórastöðunni en hann gegndi þeirri stöðu fram í nóvember á síðasta ári.
Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur sótt í sig veðrið með miklum hraða. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann.
Framkvæmdastjóri Tinder hættir eftir fimm mánuði í starfi

Tengdar fréttir

Tindervaktin vinsæl á Twitter: „Han hatar hundar en elskar Khizar“
„Gaman að sjá að það er fólk inn á Twitter sem er jafn skrýtið og ég,“ segir Melkorka Sjöfn Jónsdóttir sem hefur kætt margan tístarann með óborganlegum tístum í dag og gær.

Hvernig verðurðu flinkur á Tinder?
Er stefnumótaforritið Tinder fyrir skyndikynni eða eitthvað annað? Farið var yfir málið í Laugardagskaffinu á X-inu í dag.

Tinder - Appið sem allir eru að tala um
Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann.

Tveir Íslendingar á lista yfir heitustu Tinder gaurana
Sverrir Ingi og Þorsteinn Halldór eru á lista Elle yfir 20 heitustu gaurana sem hægt er að finna um veröldina á Tinder.