Áætla átta daga í Stím-málið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2015 15:27 Lárus Welding ásamt verjanda sínum Óttari Pálssyni. Vísir/GVA Aðalmeðferð í Stím-málinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember. Sérstakur saksóknari hóf rannsókn í málinu síðla árs 2009 sem var fyrsta starfsár embættisins. Síðan eru liðin tæplega sex ár. Reiknað er með því að aðalmeðferðin taki átta daga en málið er eitt elstu mála sérstaks saksóknara. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, einn stjórnenda bankans, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, ákærðir fyrir þátt sinn í lánveitingum Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök.Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.vísir/gva20 milljarða króna lánForsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group.Sjá einnig:Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Lárus og Jóhannes eru ákærðir fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Þorvaldur er ákærður fyrir hlutdeild í brotinu.Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni.Vísir/GVAUmfangsmiklar húsleitirRannsókn málsins vakti mikla athygli en tvær umfangsmiklar lögregluaðgerðir vöktu sérstaka athygli. Um var að ræða húsleitir í nóvember 2010 og svo aftur ári síðar. Leitirnar tengdust auk Stím-málsins rannsókn sérstaks saksóknara í fleiri málum, þeirra á meðal Aurum-málinu. Var Lárus Welding meðal annars úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfar leitarinnar 2011. Rannsókn sérstaks saksóknara lauk vorið 2013 og var ákært í málinu tæpu ári síðar eða í febrúar 2014. Athygli vakti að Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður hjá STÍM, var ekki á meðal þriggja ákærðu. Aðalmeðferð mun hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. nóvember en áætlað er að aðalmeðferðinni ljúki rúmri viku síðar eða 25. nóvember. Dómur í héraði ætti að liggja fyrir rétt fyrir jól. Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06 Sýknaðir í Vafningsmálinu Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. 13. febrúar 2014 16:15 Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Aðalmeðferð í Stím-málinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember. Sérstakur saksóknari hóf rannsókn í málinu síðla árs 2009 sem var fyrsta starfsár embættisins. Síðan eru liðin tæplega sex ár. Reiknað er með því að aðalmeðferðin taki átta daga en málið er eitt elstu mála sérstaks saksóknara. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, einn stjórnenda bankans, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, ákærðir fyrir þátt sinn í lánveitingum Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök.Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.vísir/gva20 milljarða króna lánForsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group.Sjá einnig:Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Lárus og Jóhannes eru ákærðir fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Þorvaldur er ákærður fyrir hlutdeild í brotinu.Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni.Vísir/GVAUmfangsmiklar húsleitirRannsókn málsins vakti mikla athygli en tvær umfangsmiklar lögregluaðgerðir vöktu sérstaka athygli. Um var að ræða húsleitir í nóvember 2010 og svo aftur ári síðar. Leitirnar tengdust auk Stím-málsins rannsókn sérstaks saksóknara í fleiri málum, þeirra á meðal Aurum-málinu. Var Lárus Welding meðal annars úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfar leitarinnar 2011. Rannsókn sérstaks saksóknara lauk vorið 2013 og var ákært í málinu tæpu ári síðar eða í febrúar 2014. Athygli vakti að Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður hjá STÍM, var ekki á meðal þriggja ákærðu. Aðalmeðferð mun hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. nóvember en áætlað er að aðalmeðferðinni ljúki rúmri viku síðar eða 25. nóvember. Dómur í héraði ætti að liggja fyrir rétt fyrir jól.
Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06 Sýknaðir í Vafningsmálinu Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. 13. febrúar 2014 16:15 Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06
Sýknaðir í Vafningsmálinu Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. 13. febrúar 2014 16:15
Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25