Fjöldi hvala hefur sést í Eyjafirði það sem af er sumri en hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Ambassador á Akureyri muna menn vart eftir betra sumri. Sýningarhlutfallið það sem af er sumri hefur verið hátt í hundrað prósent. Algengt er að um tíu til fimmtán hnúfubakar sjáist í hverri ferð.
Það var framleiðslufyrirtækið Arctic Bird Eye sem sá um myndatöku en myndbandið má sjá hér að neðan.