Milljón bíla sala á Spáni í ár Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2015 09:16 Seat Leon. Mikil söluaukning á bílum virðist ætla að verða á Spáni í ár, annað árið í röð. Spáð er 23% vexti í sölu bíla í ár og heildarsalan verði 1,05 milljón bílar en þeir voru 855 þúsund í fyrra og jókst salan um 18% þá. Ef meðtalin er sala sendibíla og trukka mun hún ná 1,21 milljón bíla. Er þessi vöxtur lýsandi fyrir efnahagslegan uppgang á Spáni og spáð er 3% hagvexti í landinu í ár og að atvinnuleysi hríðlækki. Sala bíla á Spáni náði hæst árið 2006 þegar 1,63 milljónir bíla seldust, en snarminnkaði á næstu árum. Í ár hefur stuðningur ríkisins við útskipti eldri og meira mengandi gamalla bíla fyrir nýja hjálpað mjög við sölu nýrra bíla. Sala eyðslugrannra bíla hefur vaxið mest enda stuðningur ríkisins beint að slíkum bílum. Söluhæsta bílmerkið á Spáni í ár er Volkswagen en í næstsöluhæsta bílgerðin er heimamerkið Seat. Af einstaka bílgerð er Seat Leon söluhæstur og seldust næstum 20.000 slíkir bílar á fyrri helmingi ársins. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent
Mikil söluaukning á bílum virðist ætla að verða á Spáni í ár, annað árið í röð. Spáð er 23% vexti í sölu bíla í ár og heildarsalan verði 1,05 milljón bílar en þeir voru 855 þúsund í fyrra og jókst salan um 18% þá. Ef meðtalin er sala sendibíla og trukka mun hún ná 1,21 milljón bíla. Er þessi vöxtur lýsandi fyrir efnahagslegan uppgang á Spáni og spáð er 3% hagvexti í landinu í ár og að atvinnuleysi hríðlækki. Sala bíla á Spáni náði hæst árið 2006 þegar 1,63 milljónir bíla seldust, en snarminnkaði á næstu árum. Í ár hefur stuðningur ríkisins við útskipti eldri og meira mengandi gamalla bíla fyrir nýja hjálpað mjög við sölu nýrra bíla. Sala eyðslugrannra bíla hefur vaxið mest enda stuðningur ríkisins beint að slíkum bílum. Söluhæsta bílmerkið á Spáni í ár er Volkswagen en í næstsöluhæsta bílgerðin er heimamerkið Seat. Af einstaka bílgerð er Seat Leon söluhæstur og seldust næstum 20.000 slíkir bílar á fyrri helmingi ársins.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent