Nýr Toyota Land Cruiser kynntur í Japan Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2015 09:50 Toyota Land Cruiser árgerð 2016. Ný gerð Íslandsbílsins Toyota Land Cruiser var kynntur í Japan í gær. Er það 2016 gerð bílsins sem ætlaður er á heimamarkaði og í Ástralíu. Ekki eru breytingarnar á bílnum stórvægilegar, en þó má sjá útlitsbreytingar á bílnum sem minna á nýtt útlit Toyota Tacoma pallbílsins, sérstaklega að framan með stóru grilli með aðeins þremur stórum loftinntökum og heilmikilli notkun króms. Að innan eru breytingarnar sýnu meiri og fleiri valmöguleikum í litum og frágangi. Einnig verða í boði 2 nýir litir á ytra byrði bílsins, „Copper brown“ og „Dark Blue“. Nýr LCD aðgerðaskjár, 4,2 tommur að stærð, verður í bílnum og bíllinn hefur fengið talsvert breytt mælaborð. Ýmsum öryggisbúnaði hefur verið bætt í bílinn og getur hann nú hemlað sjálfur við aðsteðjandi hættu. Einnig greinir hann aðsteðjandi hættu vegna gangandi vegfarenda og radarstýrður skriðstillir er nú kominn í bílinn og heldur hann því ráðlögðu bili í næsta bíl í langkeyrslu. Blindpunktsvörn er einnig komin í bílinn, sem og ný baksýnismyndavél. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent
Ný gerð Íslandsbílsins Toyota Land Cruiser var kynntur í Japan í gær. Er það 2016 gerð bílsins sem ætlaður er á heimamarkaði og í Ástralíu. Ekki eru breytingarnar á bílnum stórvægilegar, en þó má sjá útlitsbreytingar á bílnum sem minna á nýtt útlit Toyota Tacoma pallbílsins, sérstaklega að framan með stóru grilli með aðeins þremur stórum loftinntökum og heilmikilli notkun króms. Að innan eru breytingarnar sýnu meiri og fleiri valmöguleikum í litum og frágangi. Einnig verða í boði 2 nýir litir á ytra byrði bílsins, „Copper brown“ og „Dark Blue“. Nýr LCD aðgerðaskjár, 4,2 tommur að stærð, verður í bílnum og bíllinn hefur fengið talsvert breytt mælaborð. Ýmsum öryggisbúnaði hefur verið bætt í bílinn og getur hann nú hemlað sjálfur við aðsteðjandi hættu. Einnig greinir hann aðsteðjandi hættu vegna gangandi vegfarenda og radarstýrður skriðstillir er nú kominn í bílinn og heldur hann því ráðlögðu bili í næsta bíl í langkeyrslu. Blindpunktsvörn er einnig komin í bílinn, sem og ný baksýnismyndavél.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent