Sjálfskapaður vítahringur Seðlabankans skjóðan skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Í dag birtir Seðlabankinn vaxtaákvörðun. Greiningardeildir bankanna búast við 50 punkta hækkun og Seðlabankinn hefur sjálfur lofað/hótað bröttu vaxtahækkunarferli í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru í vor. Fjármálaráðherra hefur varað Seðlabankann við því að hækka vexti um of og beint því til bankans að hann taki tillit til vaxtastigs í okkar nágranna- og viðskiptalöndum við vaxtaákvarðanir. Seðlabankinn ætti að íhuga orð ráðherrans vandlega. Það er staðreynd að Seðlabanki Íslands hefur haldið vöxtum hér á landi margföldum á við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar allt frá hruni. Raunar var svimandi hávaxtastefna einnig rekin hér fyrir hrun með skelfilegum afleiðingum. Íslenskir ofurvextir drógu hingað áhættusækna spákaupmenn sem stunduðu svonefnd vaxtamunarviðskipti (e. carry-trade), sem felast í því að peningar eru teknir að láni í lágvaxtamynt og fjárfestir í hávaxtamynt. Nú munu vaxtamunarspákaupmenn vera mættir á svæðið á nýjan leik. Seðlabankinn hefur fagnað því sem bendir til að þar á bæ þjáist menn af því, sem kennt hefur verið við gullfiskaminni. Ein ástæða þess að Seðlabanki Íslands hefur rekið hávaxtastefnu í gegnum alvarlegustu fjármálakreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum á lýðveldistímanum er að vextir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins. Seðlabankavextir hafa lítil sem engin áhrif á kostnað við verðtryggðar lánaskuldbindingar til skemmri tíma og raunar mjög takmörkuð áhrif til lengri tíma. Þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins, eða þann óverðtryggða, telur bankinn sig þurfa að halda vöxtum hærri en ella og breyta þeim í stærri stökkum en tíðkast í öðrum löndum, sem ekki menga sitt peningakerfi með verðtryggðum lánum til heimila og fyrirtækja. Akkilesarhæll þessarar peningastefnu Seðlabankans er að þegar vöxtum er haldið svimandi háum á óverðtryggðum lánaskuldbindingum ýtir peningastefnan heimilum og fyrirtækjum í lántökur í verðtryggðri krónu, sem aftur dregur úr áhrifum vaxtaákvarðana Seðlabankans. Þannig hefur hávaxtastefna Seðlabankans leitt bankann og hagkerfið inn í sjálfskapaðan vítahring ofurvaxta, sem grefur undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfalt hærri en fyrirtækja í nágrannalöndum. Hár vaxtakostnaður heimila í landinu veldur því að húsnæðiskostnaður íslensks almennings er miklum mun hærri en þekkist meðal annarra þjóða. Þessi mikli kostnaður kallar á hærri laun en ella, sem aftur eykur kostnað fyrirtækja og dregur úr samkeppnishæfni þeirra. Verðtrygging og hávaxtastefna eykur verðbólguþrýsting í hagkerfinu. Atvinnulífið og heimilin í landinu gætu ekki fengið betri fréttir í dag en að Seðlabankinn gefi til kynna að hann geri sér grein fyrir því hverjar raunverulegar afleiðingar hávaxtastefnu hans eru og hann muni bæta ráð sitt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í dag birtir Seðlabankinn vaxtaákvörðun. Greiningardeildir bankanna búast við 50 punkta hækkun og Seðlabankinn hefur sjálfur lofað/hótað bröttu vaxtahækkunarferli í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru í vor. Fjármálaráðherra hefur varað Seðlabankann við því að hækka vexti um of og beint því til bankans að hann taki tillit til vaxtastigs í okkar nágranna- og viðskiptalöndum við vaxtaákvarðanir. Seðlabankinn ætti að íhuga orð ráðherrans vandlega. Það er staðreynd að Seðlabanki Íslands hefur haldið vöxtum hér á landi margföldum á við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar allt frá hruni. Raunar var svimandi hávaxtastefna einnig rekin hér fyrir hrun með skelfilegum afleiðingum. Íslenskir ofurvextir drógu hingað áhættusækna spákaupmenn sem stunduðu svonefnd vaxtamunarviðskipti (e. carry-trade), sem felast í því að peningar eru teknir að láni í lágvaxtamynt og fjárfestir í hávaxtamynt. Nú munu vaxtamunarspákaupmenn vera mættir á svæðið á nýjan leik. Seðlabankinn hefur fagnað því sem bendir til að þar á bæ þjáist menn af því, sem kennt hefur verið við gullfiskaminni. Ein ástæða þess að Seðlabanki Íslands hefur rekið hávaxtastefnu í gegnum alvarlegustu fjármálakreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum á lýðveldistímanum er að vextir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins. Seðlabankavextir hafa lítil sem engin áhrif á kostnað við verðtryggðar lánaskuldbindingar til skemmri tíma og raunar mjög takmörkuð áhrif til lengri tíma. Þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins, eða þann óverðtryggða, telur bankinn sig þurfa að halda vöxtum hærri en ella og breyta þeim í stærri stökkum en tíðkast í öðrum löndum, sem ekki menga sitt peningakerfi með verðtryggðum lánum til heimila og fyrirtækja. Akkilesarhæll þessarar peningastefnu Seðlabankans er að þegar vöxtum er haldið svimandi háum á óverðtryggðum lánaskuldbindingum ýtir peningastefnan heimilum og fyrirtækjum í lántökur í verðtryggðri krónu, sem aftur dregur úr áhrifum vaxtaákvarðana Seðlabankans. Þannig hefur hávaxtastefna Seðlabankans leitt bankann og hagkerfið inn í sjálfskapaðan vítahring ofurvaxta, sem grefur undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfalt hærri en fyrirtækja í nágrannalöndum. Hár vaxtakostnaður heimila í landinu veldur því að húsnæðiskostnaður íslensks almennings er miklum mun hærri en þekkist meðal annarra þjóða. Þessi mikli kostnaður kallar á hærri laun en ella, sem aftur eykur kostnað fyrirtækja og dregur úr samkeppnishæfni þeirra. Verðtrygging og hávaxtastefna eykur verðbólguþrýsting í hagkerfinu. Atvinnulífið og heimilin í landinu gætu ekki fengið betri fréttir í dag en að Seðlabankinn gefi til kynna að hann geri sér grein fyrir því hverjar raunverulegar afleiðingar hávaxtastefnu hans eru og hann muni bæta ráð sitt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira