Stjörnukonur geta mætt bæði Söru Björk og Katrínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2015 06:30 Francielle Manoel Alberto hefur komið sterk inn í Stjörnuliðið. vísir/andri marinó Íslenskt karlalið fékk að mæta Íslendingaliði í Evrópukeppninni í sumar og nú verður spennandi að vita hvort íslenskt kvennalið verði jafn „heppið“ með mótherja. Íslandsmeistarar Stjörnunnar fá að vita það í hádeginu í dag hvaða mótherjar bíða Garðabæjarliðsins í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Stjörnukonur tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum með flottum 2-0 sigri á Apollon úti á Kýpur á sunnudaginn en Stjarnan var með fullt hús og markatöluna 11-0 í sínum riðli.Stjarnan er í neðri styrkleikaflokki í drættinum og það er því þegar ljóst að mótherjar liðsins í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar verða mjög sterkir.Stjörnukonur hafa tvisvar áður komist í 32 liða úrslitin og í bæði skiptin mætt rússnesku liði. Þessi rússnesku lið eru tvö af sextán liðum sem Stjarnan getur lent á móti. Stjarnan tapaði fyrir Zvezda-2005 í 32 liða úrslitunum í fyrra og fyrir Zorkiy Krasnogorsk þegar Stjarnan spilaði sína fyrstu Evrópuleiki 2012.Íslenskir meistarar ættu nú að vera búnir að fá sinn skammt af rússneskum liðum því rússnesk lið hafa slegið íslensk lið út úr 32 liða úrslitunum undanfarin þrjú ár. Þór/KA datt úr fyrir Zorkiy sumarið 2013. Tvö Íslendingalið eru í efri styrkleikaflokknum og íslenskar landsliðskonur gætu því verið á leiðinni heim til Íslands í keppnisferð lendi lið þeirra á móti Stjörnunni.Þetta eru sænsku meistararnir í Rosengård og ensku meistararnir í Liverpool. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, spilar með Rosengård og er á góðri leið að vinna sænska titilinn í fjórða sinn á fimm árum. Katrín Ómarsdóttir spilar með Liverpool þar sem hún hefur orðið enskur meistari undanfarin tvö ár. Þýsku risarnir FFC Frankfurt (ríkjandi Evrópumeistarar) og Wolfsburg (unnu 2013 og 2014) eru engin draumalið til að mæta á þessu stigi og þá hafa frönsku liðin Olympique Lyon og Paris Saint-Germain bæði komist áður langt í keppninni. Dregið verður í 32 liða úrslitin í höfuðstöðvum UEFA í dag klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Það er annars stutt stórra högga á milli hjá Stjörnuliðinu sem kom heim frá Kýpur á þriðjudaginn og mæta Breiðablik á morgun í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn er síðan eftir rúma viku en Stjörnuliðið þarf að klára tvo leiki í Pepsi-deildinni fyrir þann leik. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Íslenskt karlalið fékk að mæta Íslendingaliði í Evrópukeppninni í sumar og nú verður spennandi að vita hvort íslenskt kvennalið verði jafn „heppið“ með mótherja. Íslandsmeistarar Stjörnunnar fá að vita það í hádeginu í dag hvaða mótherjar bíða Garðabæjarliðsins í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Stjörnukonur tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum með flottum 2-0 sigri á Apollon úti á Kýpur á sunnudaginn en Stjarnan var með fullt hús og markatöluna 11-0 í sínum riðli.Stjarnan er í neðri styrkleikaflokki í drættinum og það er því þegar ljóst að mótherjar liðsins í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar verða mjög sterkir.Stjörnukonur hafa tvisvar áður komist í 32 liða úrslitin og í bæði skiptin mætt rússnesku liði. Þessi rússnesku lið eru tvö af sextán liðum sem Stjarnan getur lent á móti. Stjarnan tapaði fyrir Zvezda-2005 í 32 liða úrslitunum í fyrra og fyrir Zorkiy Krasnogorsk þegar Stjarnan spilaði sína fyrstu Evrópuleiki 2012.Íslenskir meistarar ættu nú að vera búnir að fá sinn skammt af rússneskum liðum því rússnesk lið hafa slegið íslensk lið út úr 32 liða úrslitunum undanfarin þrjú ár. Þór/KA datt úr fyrir Zorkiy sumarið 2013. Tvö Íslendingalið eru í efri styrkleikaflokknum og íslenskar landsliðskonur gætu því verið á leiðinni heim til Íslands í keppnisferð lendi lið þeirra á móti Stjörnunni.Þetta eru sænsku meistararnir í Rosengård og ensku meistararnir í Liverpool. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, spilar með Rosengård og er á góðri leið að vinna sænska titilinn í fjórða sinn á fimm árum. Katrín Ómarsdóttir spilar með Liverpool þar sem hún hefur orðið enskur meistari undanfarin tvö ár. Þýsku risarnir FFC Frankfurt (ríkjandi Evrópumeistarar) og Wolfsburg (unnu 2013 og 2014) eru engin draumalið til að mæta á þessu stigi og þá hafa frönsku liðin Olympique Lyon og Paris Saint-Germain bæði komist áður langt í keppninni. Dregið verður í 32 liða úrslitin í höfuðstöðvum UEFA í dag klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Það er annars stutt stórra högga á milli hjá Stjörnuliðinu sem kom heim frá Kýpur á þriðjudaginn og mæta Breiðablik á morgun í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn er síðan eftir rúma viku en Stjörnuliðið þarf að klára tvo leiki í Pepsi-deildinni fyrir þann leik.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn