Minni hagnaður BMW vegna dræmrar sölu í Kína Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2015 10:09 BMW X6. Hagnaður BMW á öðrum ársfjórðungi minnkaði um 3% og er helsta ástæða þess dræm sala bíla í Kína, en margir bílaframleiðendur heims hafa neyðst til að lækka verð bíla sinna í þessum stærsta bílamarkaði heims og dregur það úr hagnaði þeirra. BMW skilaði engu að síður 370 milljarða hagnaði á fjórðungnum. Mikill kostnaður við þróun nýrra bíla BMW átti einnig hlut í minnkandi hagnaði fyrirtækisins og aukin sala minni bíla BMW sem skila minni hagnaði en sala stærri bíla þess. BMW spáir samt meiri hagnaði á árinu öllu en í fyrra. Sala bíla BMW hefur aukist um 7,5 á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs og er heildarsalan 573.079 bílar. Hagnaður af sölu hefur hinsvegar lækkað úr 11,7% niður í 8,4% og er það minni hagnaður af sölu en hjá Mercedes Benz nú (10,7%) og Audi (9,9%). Ef að sala bíla í Kína heldur áfram að minnka telur BMW að breyta þurfi hagnaðarspá fyrirtækisins fyrir árið í ár. Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent
Hagnaður BMW á öðrum ársfjórðungi minnkaði um 3% og er helsta ástæða þess dræm sala bíla í Kína, en margir bílaframleiðendur heims hafa neyðst til að lækka verð bíla sinna í þessum stærsta bílamarkaði heims og dregur það úr hagnaði þeirra. BMW skilaði engu að síður 370 milljarða hagnaði á fjórðungnum. Mikill kostnaður við þróun nýrra bíla BMW átti einnig hlut í minnkandi hagnaði fyrirtækisins og aukin sala minni bíla BMW sem skila minni hagnaði en sala stærri bíla þess. BMW spáir samt meiri hagnaði á árinu öllu en í fyrra. Sala bíla BMW hefur aukist um 7,5 á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs og er heildarsalan 573.079 bílar. Hagnaður af sölu hefur hinsvegar lækkað úr 11,7% niður í 8,4% og er það minni hagnaður af sölu en hjá Mercedes Benz nú (10,7%) og Audi (9,9%). Ef að sala bíla í Kína heldur áfram að minnka telur BMW að breyta þurfi hagnaðarspá fyrirtækisins fyrir árið í ár.
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent