Bayern Munchen vann úrslitaleik Audi Cup | Úrslit úr æfingarleikjum kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. ágúst 2015 22:45 Leikmenn Bayern fagna sigrinum í kvöld. Vísir/Getty Bayern Munchen hafði betur gegn Real Madrid í úrslitum Audi Cup en úrslitaleikur mótsins fór fram á Allianz Arena í kvöld. Þá vann Tottenham 2-0 sigur á AC Milan í bronsleiknum sem fór fram fyrr um daginn. Báðir þjálfarar stilltu upp sterkum byrjunarliðum í bland við að hvíla lykilleikmenn en hvorki Gareth Bale né Cristiano Ronaldo voru í byrjunarliði Real Madrid. Real Madrid varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Pepe fór meiddur af velli en spænski miðvörðurinn Nacho kom inn í hans stað. Eina mark leiksins kom undir lok leiksins þegar Robert Lewandowski sem kom inn af varamannabekknum lagði boltann í netið eftir góðan undirbúning frá Douglas Costa. Hvorugt liðið náði að bæta við marki á lokamínútum leiksins og lauk leiknum því með 1-0 sigri Bayern Munchen. Í bronsleiknum mættust Tottenham og AC Milan og vann enska liðið góðan sigur á ítalska stórveldinu. Nacer Chadli, belgíski kantmaðurinn, skoraði fyrsta mark leiksins eftir átta mínútna leik en hann lék í stöðu framherja í leiknum. Thomas Carroll, enski miðjumaðurinn bætti við öðru marki leiksins um miðbik seinni hálfleiksins en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og lauk leiknum með 2-0 sigri enska félagsins. Þá tóku nágrannar Tottenham í Chelsea á móti ítalska félaginu Fiorentina á heimavelli sínum. Var leikurinn síðasti leikurinn í International Champions Cup en leiknum lauk með 1-0 sigri Fiorentina og skoraði Gonzalo Rodriguez sigurmark leiksins þegar tíu mínútur voru til hálfleiks. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tefldi fram afar sterku liði í seinni hálfleik en þeim bláklæddu tókst ekki að jafna metin.Úrslit kvöldsins: Tottenham 2-0 AC Milan Bayern Munchen 1-0 Real Madrid Chelsea 0-1 Fiorentina Þýski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Bayern Munchen hafði betur gegn Real Madrid í úrslitum Audi Cup en úrslitaleikur mótsins fór fram á Allianz Arena í kvöld. Þá vann Tottenham 2-0 sigur á AC Milan í bronsleiknum sem fór fram fyrr um daginn. Báðir þjálfarar stilltu upp sterkum byrjunarliðum í bland við að hvíla lykilleikmenn en hvorki Gareth Bale né Cristiano Ronaldo voru í byrjunarliði Real Madrid. Real Madrid varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Pepe fór meiddur af velli en spænski miðvörðurinn Nacho kom inn í hans stað. Eina mark leiksins kom undir lok leiksins þegar Robert Lewandowski sem kom inn af varamannabekknum lagði boltann í netið eftir góðan undirbúning frá Douglas Costa. Hvorugt liðið náði að bæta við marki á lokamínútum leiksins og lauk leiknum því með 1-0 sigri Bayern Munchen. Í bronsleiknum mættust Tottenham og AC Milan og vann enska liðið góðan sigur á ítalska stórveldinu. Nacer Chadli, belgíski kantmaðurinn, skoraði fyrsta mark leiksins eftir átta mínútna leik en hann lék í stöðu framherja í leiknum. Thomas Carroll, enski miðjumaðurinn bætti við öðru marki leiksins um miðbik seinni hálfleiksins en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og lauk leiknum með 2-0 sigri enska félagsins. Þá tóku nágrannar Tottenham í Chelsea á móti ítalska félaginu Fiorentina á heimavelli sínum. Var leikurinn síðasti leikurinn í International Champions Cup en leiknum lauk með 1-0 sigri Fiorentina og skoraði Gonzalo Rodriguez sigurmark leiksins þegar tíu mínútur voru til hálfleiks. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tefldi fram afar sterku liði í seinni hálfleik en þeim bláklæddu tókst ekki að jafna metin.Úrslit kvöldsins: Tottenham 2-0 AC Milan Bayern Munchen 1-0 Real Madrid Chelsea 0-1 Fiorentina
Þýski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira