Airbus sækir um einkaleyfi fyrir nýjar „Concorde-þotur“ Atli Ísleifsson skrifar 6. ágúst 2015 11:16 Mynd af Concorde MSN1 á flugsafninu í Blagnac í suðvesturhluta Frakklands. Vísir/AFP Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur skilað inn umsókn um einkaleyfi fyrir „nýjar Concorde-þotur“. Verði þoturnar að veruleika verður hægt að fljúga milli London og New York á einni klukkustund í stað þeirra sjö sem það tekur nú.Í frétt Business Insider segir að hámarkshraði þotunnar verði Mach 4,5 eða rúmlega fjórfaldur hljóðhraði. Í fimmtán gráðu lofthita samsvarar það um 4.900 kílómetra hraða.Concorde tekin út umferð 2003 Síðustu Concorde-þoturnar voru teknar úr umferð árið 2003 en með þeim tók um þrjá og hálfan tíma að fljúga milli London og New York. Ástæður þess að hætt var að nota vélina má að stærstum hluta rekja til flugslyss í París árið 2000 þar sem 113 manns fórust.Einungis tuttugu farþegar Nýja þotan á einungis að taka tuttugu farþega, sem bendir til að reynt verði að höfða til mjög takmarkaðs hóps ferðamnna. Verði ráðist í gerð þotnanna munu þær taka lóðrétt á loft og vera með þrjá ólíkar gerðir af hreyflum knúnum gasi. Flughæðin á að vera um 30 þúsund metrar, en „venjulegar“ flugfélar fljúga flestar í um 10 þúsund metra hæð. Að neðan má sjá myndband af YouTube þar sem rýnt er í þotuna. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur skilað inn umsókn um einkaleyfi fyrir „nýjar Concorde-þotur“. Verði þoturnar að veruleika verður hægt að fljúga milli London og New York á einni klukkustund í stað þeirra sjö sem það tekur nú.Í frétt Business Insider segir að hámarkshraði þotunnar verði Mach 4,5 eða rúmlega fjórfaldur hljóðhraði. Í fimmtán gráðu lofthita samsvarar það um 4.900 kílómetra hraða.Concorde tekin út umferð 2003 Síðustu Concorde-þoturnar voru teknar úr umferð árið 2003 en með þeim tók um þrjá og hálfan tíma að fljúga milli London og New York. Ástæður þess að hætt var að nota vélina má að stærstum hluta rekja til flugslyss í París árið 2000 þar sem 113 manns fórust.Einungis tuttugu farþegar Nýja þotan á einungis að taka tuttugu farþega, sem bendir til að reynt verði að höfða til mjög takmarkaðs hóps ferðamnna. Verði ráðist í gerð þotnanna munu þær taka lóðrétt á loft og vera með þrjá ólíkar gerðir af hreyflum knúnum gasi. Flughæðin á að vera um 30 þúsund metrar, en „venjulegar“ flugfélar fljúga flestar í um 10 þúsund metra hæð. Að neðan má sjá myndband af YouTube þar sem rýnt er í þotuna.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira