Hafa fengið sig fullsödd af gæsum og steggjum í Gleðigöngunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2015 14:23 Gleðigangan fer fram á morgun. Vísir/Valli „Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá hefurðu ekkert að gera hingað,“ sagði Harvey við móður sína í kvikmyndinni Torch Song Trilogy. Sömu skilaboð senda skipuleggjendur Hinsegin daga til þeirra sem notað hafa vettvanginn undanfarin ár sem hluta af gæsun og steggjun vina sinna. „Með gleðigöngunni fögnum við sigrum sem unnist hafa í mannréttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi og látum í ljósi þakklæti til ættingja okkar og vina fyrir að koma með á bátinn og standa með okkur af heilum hug. Með sýnileikanum styrkjum við líka það fólk sem vildi svo gjarnan brjótast út úr skápnum en sér ennþá ástæðu til að hika,“ segir í pistli sem Birna Hrönn Björnsdóttir og Þorvaldur Kristinsson skrifa á vef Hinsegin daga.Atriðið sem skipuleggjendur vísa í úr Torch Song Trilogy má sjá hér að neðan. Bæði hafa umtalsverða reynslu af málefnum hinsegin fólks á Íslandi þar á meðal við undirbúning og framkvæmd Hinsegin daga í Reykjavík sem nær hámarki ár hvert með gleðigöngunni. „Það stingur þess vegna í stúf við markmið okkar þegar mannvirðing og jafnrétti eru höfð að háði og spotti. Það hefur gerst hvað eftir annað hin síðustu ár að gagnkynhneigt fólk sem verið er að steggja og gæsa fyrir brúðkaupið reynir að troðast óboðið inn í gleðigönguna,“ segir í pistli þeirra. Tilgangurinn sé ekki að sýna samstöðu heldur þvert á móti að lýsa niðurlægingu viðkomandi steggs eða gæsar.Birna og Þorvaldur.Mynd af vef Hinsegin daga„„Ha, ha, auminginn, villtist inní Gay Pride gönguna! Er hann kannski hommi?!“ Myndbandsupptökur af „ævintýrinu“ eru síðan sýndar í brúðkaupsveislunni og hlegið dátt að óförum brúðarinnar eða brúðgumans.“ Þau Birna og Þorvaldur segja þátttakendum í göngunni ekki bjóðandi að lenda við hlið einhvers sem sýnir göngunni og þátttakendum þá lítilsvirðingu sem fylgi steggjum og gæsum í brúðkaupshugleiðingum á þessum vettvangi. „Við bjóðum alla hjartanlega velkomna sem slást í hóp göngufólks af góðum hug – líka fuglana á Tjörninni ef þeim býður svo við að horfa – en biðjum ófiðraða steggi og fjaðralausar gæsir um að skemmta sér á öðrum vettvangi þennan dag.“Uppfært klukkan 20:54 Pistill Birnu og Þorvaldar birtist upphaflega í dagskrárriti Hinsegin daga árið 2012 en var endurbirtur á vef hátíðarinnar í dag. Hinsegin Tengdar fréttir Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka taka þátt í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn í sögu göngunnar sem pólitískar ungliðahreyfingar taka þátt. 7. ágúst 2015 07:24 Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð „Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. 7. ágúst 2015 14:00 Föstudagsviðtalið: „Bolvíkingurinn sem djammaði með Freddie Mercury“ Einar Þór Jónsson, formaður HIV-samtakanna, var fyrstur Íslendinga til að koma út úr skápnum sem HIV-smitaður hommi. Hann ræðir um fjölskylduna, átakanlega tíma á níunda áratugnum, og hvernig hann öðlaðist nýtt líf með tilkomu lyfja sem halda veirunni nið 7. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
„Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá hefurðu ekkert að gera hingað,“ sagði Harvey við móður sína í kvikmyndinni Torch Song Trilogy. Sömu skilaboð senda skipuleggjendur Hinsegin daga til þeirra sem notað hafa vettvanginn undanfarin ár sem hluta af gæsun og steggjun vina sinna. „Með gleðigöngunni fögnum við sigrum sem unnist hafa í mannréttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi og látum í ljósi þakklæti til ættingja okkar og vina fyrir að koma með á bátinn og standa með okkur af heilum hug. Með sýnileikanum styrkjum við líka það fólk sem vildi svo gjarnan brjótast út úr skápnum en sér ennþá ástæðu til að hika,“ segir í pistli sem Birna Hrönn Björnsdóttir og Þorvaldur Kristinsson skrifa á vef Hinsegin daga.Atriðið sem skipuleggjendur vísa í úr Torch Song Trilogy má sjá hér að neðan. Bæði hafa umtalsverða reynslu af málefnum hinsegin fólks á Íslandi þar á meðal við undirbúning og framkvæmd Hinsegin daga í Reykjavík sem nær hámarki ár hvert með gleðigöngunni. „Það stingur þess vegna í stúf við markmið okkar þegar mannvirðing og jafnrétti eru höfð að háði og spotti. Það hefur gerst hvað eftir annað hin síðustu ár að gagnkynhneigt fólk sem verið er að steggja og gæsa fyrir brúðkaupið reynir að troðast óboðið inn í gleðigönguna,“ segir í pistli þeirra. Tilgangurinn sé ekki að sýna samstöðu heldur þvert á móti að lýsa niðurlægingu viðkomandi steggs eða gæsar.Birna og Þorvaldur.Mynd af vef Hinsegin daga„„Ha, ha, auminginn, villtist inní Gay Pride gönguna! Er hann kannski hommi?!“ Myndbandsupptökur af „ævintýrinu“ eru síðan sýndar í brúðkaupsveislunni og hlegið dátt að óförum brúðarinnar eða brúðgumans.“ Þau Birna og Þorvaldur segja þátttakendum í göngunni ekki bjóðandi að lenda við hlið einhvers sem sýnir göngunni og þátttakendum þá lítilsvirðingu sem fylgi steggjum og gæsum í brúðkaupshugleiðingum á þessum vettvangi. „Við bjóðum alla hjartanlega velkomna sem slást í hóp göngufólks af góðum hug – líka fuglana á Tjörninni ef þeim býður svo við að horfa – en biðjum ófiðraða steggi og fjaðralausar gæsir um að skemmta sér á öðrum vettvangi þennan dag.“Uppfært klukkan 20:54 Pistill Birnu og Þorvaldar birtist upphaflega í dagskrárriti Hinsegin daga árið 2012 en var endurbirtur á vef hátíðarinnar í dag.
Hinsegin Tengdar fréttir Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka taka þátt í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn í sögu göngunnar sem pólitískar ungliðahreyfingar taka þátt. 7. ágúst 2015 07:24 Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð „Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. 7. ágúst 2015 14:00 Föstudagsviðtalið: „Bolvíkingurinn sem djammaði með Freddie Mercury“ Einar Þór Jónsson, formaður HIV-samtakanna, var fyrstur Íslendinga til að koma út úr skápnum sem HIV-smitaður hommi. Hann ræðir um fjölskylduna, átakanlega tíma á níunda áratugnum, og hvernig hann öðlaðist nýtt líf með tilkomu lyfja sem halda veirunni nið 7. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka taka þátt í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn í sögu göngunnar sem pólitískar ungliðahreyfingar taka þátt. 7. ágúst 2015 07:24
Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð „Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. 7. ágúst 2015 14:00
Föstudagsviðtalið: „Bolvíkingurinn sem djammaði með Freddie Mercury“ Einar Þór Jónsson, formaður HIV-samtakanna, var fyrstur Íslendinga til að koma út úr skápnum sem HIV-smitaður hommi. Hann ræðir um fjölskylduna, átakanlega tíma á níunda áratugnum, og hvernig hann öðlaðist nýtt líf með tilkomu lyfja sem halda veirunni nið 7. ágúst 2015 07:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?