Hafa fengið sig fullsödd af gæsum og steggjum í Gleðigöngunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2015 14:23 Gleðigangan fer fram á morgun. Vísir/Valli „Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá hefurðu ekkert að gera hingað,“ sagði Harvey við móður sína í kvikmyndinni Torch Song Trilogy. Sömu skilaboð senda skipuleggjendur Hinsegin daga til þeirra sem notað hafa vettvanginn undanfarin ár sem hluta af gæsun og steggjun vina sinna. „Með gleðigöngunni fögnum við sigrum sem unnist hafa í mannréttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi og látum í ljósi þakklæti til ættingja okkar og vina fyrir að koma með á bátinn og standa með okkur af heilum hug. Með sýnileikanum styrkjum við líka það fólk sem vildi svo gjarnan brjótast út úr skápnum en sér ennþá ástæðu til að hika,“ segir í pistli sem Birna Hrönn Björnsdóttir og Þorvaldur Kristinsson skrifa á vef Hinsegin daga.Atriðið sem skipuleggjendur vísa í úr Torch Song Trilogy má sjá hér að neðan. Bæði hafa umtalsverða reynslu af málefnum hinsegin fólks á Íslandi þar á meðal við undirbúning og framkvæmd Hinsegin daga í Reykjavík sem nær hámarki ár hvert með gleðigöngunni. „Það stingur þess vegna í stúf við markmið okkar þegar mannvirðing og jafnrétti eru höfð að háði og spotti. Það hefur gerst hvað eftir annað hin síðustu ár að gagnkynhneigt fólk sem verið er að steggja og gæsa fyrir brúðkaupið reynir að troðast óboðið inn í gleðigönguna,“ segir í pistli þeirra. Tilgangurinn sé ekki að sýna samstöðu heldur þvert á móti að lýsa niðurlægingu viðkomandi steggs eða gæsar.Birna og Þorvaldur.Mynd af vef Hinsegin daga„„Ha, ha, auminginn, villtist inní Gay Pride gönguna! Er hann kannski hommi?!“ Myndbandsupptökur af „ævintýrinu“ eru síðan sýndar í brúðkaupsveislunni og hlegið dátt að óförum brúðarinnar eða brúðgumans.“ Þau Birna og Þorvaldur segja þátttakendum í göngunni ekki bjóðandi að lenda við hlið einhvers sem sýnir göngunni og þátttakendum þá lítilsvirðingu sem fylgi steggjum og gæsum í brúðkaupshugleiðingum á þessum vettvangi. „Við bjóðum alla hjartanlega velkomna sem slást í hóp göngufólks af góðum hug – líka fuglana á Tjörninni ef þeim býður svo við að horfa – en biðjum ófiðraða steggi og fjaðralausar gæsir um að skemmta sér á öðrum vettvangi þennan dag.“Uppfært klukkan 20:54 Pistill Birnu og Þorvaldar birtist upphaflega í dagskrárriti Hinsegin daga árið 2012 en var endurbirtur á vef hátíðarinnar í dag. Hinsegin Tengdar fréttir Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka taka þátt í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn í sögu göngunnar sem pólitískar ungliðahreyfingar taka þátt. 7. ágúst 2015 07:24 Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð „Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. 7. ágúst 2015 14:00 Föstudagsviðtalið: „Bolvíkingurinn sem djammaði með Freddie Mercury“ Einar Þór Jónsson, formaður HIV-samtakanna, var fyrstur Íslendinga til að koma út úr skápnum sem HIV-smitaður hommi. Hann ræðir um fjölskylduna, átakanlega tíma á níunda áratugnum, og hvernig hann öðlaðist nýtt líf með tilkomu lyfja sem halda veirunni nið 7. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
„Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá hefurðu ekkert að gera hingað,“ sagði Harvey við móður sína í kvikmyndinni Torch Song Trilogy. Sömu skilaboð senda skipuleggjendur Hinsegin daga til þeirra sem notað hafa vettvanginn undanfarin ár sem hluta af gæsun og steggjun vina sinna. „Með gleðigöngunni fögnum við sigrum sem unnist hafa í mannréttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi og látum í ljósi þakklæti til ættingja okkar og vina fyrir að koma með á bátinn og standa með okkur af heilum hug. Með sýnileikanum styrkjum við líka það fólk sem vildi svo gjarnan brjótast út úr skápnum en sér ennþá ástæðu til að hika,“ segir í pistli sem Birna Hrönn Björnsdóttir og Þorvaldur Kristinsson skrifa á vef Hinsegin daga.Atriðið sem skipuleggjendur vísa í úr Torch Song Trilogy má sjá hér að neðan. Bæði hafa umtalsverða reynslu af málefnum hinsegin fólks á Íslandi þar á meðal við undirbúning og framkvæmd Hinsegin daga í Reykjavík sem nær hámarki ár hvert með gleðigöngunni. „Það stingur þess vegna í stúf við markmið okkar þegar mannvirðing og jafnrétti eru höfð að háði og spotti. Það hefur gerst hvað eftir annað hin síðustu ár að gagnkynhneigt fólk sem verið er að steggja og gæsa fyrir brúðkaupið reynir að troðast óboðið inn í gleðigönguna,“ segir í pistli þeirra. Tilgangurinn sé ekki að sýna samstöðu heldur þvert á móti að lýsa niðurlægingu viðkomandi steggs eða gæsar.Birna og Þorvaldur.Mynd af vef Hinsegin daga„„Ha, ha, auminginn, villtist inní Gay Pride gönguna! Er hann kannski hommi?!“ Myndbandsupptökur af „ævintýrinu“ eru síðan sýndar í brúðkaupsveislunni og hlegið dátt að óförum brúðarinnar eða brúðgumans.“ Þau Birna og Þorvaldur segja þátttakendum í göngunni ekki bjóðandi að lenda við hlið einhvers sem sýnir göngunni og þátttakendum þá lítilsvirðingu sem fylgi steggjum og gæsum í brúðkaupshugleiðingum á þessum vettvangi. „Við bjóðum alla hjartanlega velkomna sem slást í hóp göngufólks af góðum hug – líka fuglana á Tjörninni ef þeim býður svo við að horfa – en biðjum ófiðraða steggi og fjaðralausar gæsir um að skemmta sér á öðrum vettvangi þennan dag.“Uppfært klukkan 20:54 Pistill Birnu og Þorvaldar birtist upphaflega í dagskrárriti Hinsegin daga árið 2012 en var endurbirtur á vef hátíðarinnar í dag.
Hinsegin Tengdar fréttir Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka taka þátt í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn í sögu göngunnar sem pólitískar ungliðahreyfingar taka þátt. 7. ágúst 2015 07:24 Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð „Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. 7. ágúst 2015 14:00 Föstudagsviðtalið: „Bolvíkingurinn sem djammaði með Freddie Mercury“ Einar Þór Jónsson, formaður HIV-samtakanna, var fyrstur Íslendinga til að koma út úr skápnum sem HIV-smitaður hommi. Hann ræðir um fjölskylduna, átakanlega tíma á níunda áratugnum, og hvernig hann öðlaðist nýtt líf með tilkomu lyfja sem halda veirunni nið 7. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka taka þátt í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn í sögu göngunnar sem pólitískar ungliðahreyfingar taka þátt. 7. ágúst 2015 07:24
Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð „Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. 7. ágúst 2015 14:00
Föstudagsviðtalið: „Bolvíkingurinn sem djammaði með Freddie Mercury“ Einar Þór Jónsson, formaður HIV-samtakanna, var fyrstur Íslendinga til að koma út úr skápnum sem HIV-smitaður hommi. Hann ræðir um fjölskylduna, átakanlega tíma á níunda áratugnum, og hvernig hann öðlaðist nýtt líf með tilkomu lyfja sem halda veirunni nið 7. ágúst 2015 07:00