Erfitt að búast við einhverju í 50 metrunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2015 06:00 Hrafnhildur er búin að tryggja sér þátttökurétt í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. vísir/afp Heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi lauk í gær. Eins og fyrri daga mótsins var íslenska sundfólkið áberandi. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti í úrslitum í 50 metra bringusundi í gær og endaði í 7. sæti af átta keppendum en hún kom að bakkanum á 31,12 sekúndum. „Þetta er búið að vera alveg frábært,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún segir árangurinn á HM hafi farið fram úr hennar björtustu vonum: „Ég fór inn í mótið með það að markmiði að hafa gaman af þessu, gera eins vel og ég gæti.“ Það gekk heldur betur eftir en Hrafnhildur var í miklu stuði í Kazan og setti alls fimm Íslandsmet; í 50, 100 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur komst í úrslit í 50 og 100 metra bringusundi og var hársbreidd frá því að komast í úrslit í 200 metra bringusundi, en hún tapaði fyrir Jinglin Shi frá Kína í svokölluðu umsundi. Hrafnhildur endaði í 7. sæti í 50 metra bringusundinu eins og áður sagði, því sjötta í 100 metrunum og því níunda í 200 metrunum. Hrafnhildur er því meðal þeirra tíu bestu í heiminum í þremur greinum. Hún segir að það hafi komið skemmtilega á óvart að komast í úrslit í 50 metra bringusundinu. „Það er svo erfitt að búast við einhverju í 50 metrunum því þetta er bara ein ferð. Þetta snýst bara um það hver snertir bakkann fyrst,“ sagði Hrafnhildur sem er búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári í þremur greinum; 100 og 200 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. Hrafnhildur synti einnig með íslensku boðsundssveitinni í 4x100 metra fjórsundi í gær. Sveitina skipuðu, auk Hrafnhildar, Bryndís Rún Hansen og systurnar Eygló Ósk og Jóhanna Gerða Gústafsdætur. Íslenska sveitin synti á 4:04,43 mínútum og sló rúmlega þriggja ára gamalt Íslandsmet í greininni. Ísland endaði í 18. sæti af 25 sveitum en tólf efstu sveitirnar komust inn á Ólympíuleikana. „Þetta gekk mjög vel, við náðum Íslandsmetinu og það var ótrúlega skemmtilegur andi í liðinu,“ sagði Hrafnhildur og bætti við: „Við stefndum að því að komast inn á Ólympíuleikana en við eigum enn möguleika á því.“ Fjögur sæti eru enn laus í boðsundinu á Ólympíuleikunum en Ísland gæti tryggt sér farseðilinn þangað á EM í London á næsta ári að sögn Hrafnhildar, sem útskrifast frá Florida-háskólanum í desember. Hún mun þó halda áfram að æfa með sundliði skólans fram að Ólympíuleikunum á næsta ári. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi lauk í gær. Eins og fyrri daga mótsins var íslenska sundfólkið áberandi. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti í úrslitum í 50 metra bringusundi í gær og endaði í 7. sæti af átta keppendum en hún kom að bakkanum á 31,12 sekúndum. „Þetta er búið að vera alveg frábært,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún segir árangurinn á HM hafi farið fram úr hennar björtustu vonum: „Ég fór inn í mótið með það að markmiði að hafa gaman af þessu, gera eins vel og ég gæti.“ Það gekk heldur betur eftir en Hrafnhildur var í miklu stuði í Kazan og setti alls fimm Íslandsmet; í 50, 100 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur komst í úrslit í 50 og 100 metra bringusundi og var hársbreidd frá því að komast í úrslit í 200 metra bringusundi, en hún tapaði fyrir Jinglin Shi frá Kína í svokölluðu umsundi. Hrafnhildur endaði í 7. sæti í 50 metra bringusundinu eins og áður sagði, því sjötta í 100 metrunum og því níunda í 200 metrunum. Hrafnhildur er því meðal þeirra tíu bestu í heiminum í þremur greinum. Hún segir að það hafi komið skemmtilega á óvart að komast í úrslit í 50 metra bringusundinu. „Það er svo erfitt að búast við einhverju í 50 metrunum því þetta er bara ein ferð. Þetta snýst bara um það hver snertir bakkann fyrst,“ sagði Hrafnhildur sem er búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári í þremur greinum; 100 og 200 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. Hrafnhildur synti einnig með íslensku boðsundssveitinni í 4x100 metra fjórsundi í gær. Sveitina skipuðu, auk Hrafnhildar, Bryndís Rún Hansen og systurnar Eygló Ósk og Jóhanna Gerða Gústafsdætur. Íslenska sveitin synti á 4:04,43 mínútum og sló rúmlega þriggja ára gamalt Íslandsmet í greininni. Ísland endaði í 18. sæti af 25 sveitum en tólf efstu sveitirnar komust inn á Ólympíuleikana. „Þetta gekk mjög vel, við náðum Íslandsmetinu og það var ótrúlega skemmtilegur andi í liðinu,“ sagði Hrafnhildur og bætti við: „Við stefndum að því að komast inn á Ólympíuleikana en við eigum enn möguleika á því.“ Fjögur sæti eru enn laus í boðsundinu á Ólympíuleikunum en Ísland gæti tryggt sér farseðilinn þangað á EM í London á næsta ári að sögn Hrafnhildar, sem útskrifast frá Florida-háskólanum í desember. Hún mun þó halda áfram að æfa með sundliði skólans fram að Ólympíuleikunum á næsta ári.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira