Subaru ásakað um þrældóm Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2015 09:30 Subaru Forester. Japanski bílaframleiðandinn Subaru liggur nú undir ásökunum um vinnuþrældóm í heimalandinu þar sem fyrirtækið nýtir sér verkafólk frá Kína og Bangladesh og borgar þeim skammarleg laun. Þessir verkamenn koma gjarna frá vinnumiðlunum sem taka stóran hluta þeirra lágu launa sem Subaru borgar, eða innan við 900 krónur á tímann. Þessir verkamenn framleiða íhluti í Subaru Forester, eru 580 talsins og er um þriðjungur verkafólks í einni verksmiðju Subaru. Þetta vandamál er ekki síst talið stafa af of fámennum vinnumarkaði í Japan og því að margir af innflytjendum í Japan fá ekki vinnuleyfi þar og því neyðast mörg fyrirtæki í Japan til þess að ráða ólöglega verkamenn til að halda uppi þeirri framleiðslu sem eftirspurn krefst. Þessir ólöglegu verkamenn vinna við að framleiða sætin, demparana og eldsneytistanka í Subaru Forester. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Subaru liggur nú undir ásökunum um vinnuþrældóm í heimalandinu þar sem fyrirtækið nýtir sér verkafólk frá Kína og Bangladesh og borgar þeim skammarleg laun. Þessir verkamenn koma gjarna frá vinnumiðlunum sem taka stóran hluta þeirra lágu launa sem Subaru borgar, eða innan við 900 krónur á tímann. Þessir verkamenn framleiða íhluti í Subaru Forester, eru 580 talsins og er um þriðjungur verkafólks í einni verksmiðju Subaru. Þetta vandamál er ekki síst talið stafa af of fámennum vinnumarkaði í Japan og því að margir af innflytjendum í Japan fá ekki vinnuleyfi þar og því neyðast mörg fyrirtæki í Japan til þess að ráða ólöglega verkamenn til að halda uppi þeirri framleiðslu sem eftirspurn krefst. Þessir ólöglegu verkamenn vinna við að framleiða sætin, demparana og eldsneytistanka í Subaru Forester.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent