Hringinn á rafmagnsbíl á 30 tímum Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 09:32 Tesla Model S bíllinn hlaðinn á Hótel Rangá. Gísli Gíslason hjá rafmagnsbílasölunni Even fóru hringinn í kringum landið á innan við 30 klukkustundum á rafmagnsbíl. Með því sló hann og tveir aðrir farþegar í Tesla Model S bíl Íslandsmet rafbíla í akstri kringum landið. Áður hafði hringurinn verið farinn á 6 dögum á rafmagnsbíl og var það gert af þremur nemendum Háskólans í Reykjavík árið 2010. Lagt var af stað frá Akureyri snemma í fyrradag og komið þangað aftur um kaffileitið í gærdag. Aðeins þurfti að hlaða bílinn fjórum sinnum á leiðinni, á Egilsstöðum, við Hótel Rangá, Flatey á Mýrum og í Borgarnesi. Með í för var hleðslustöð sem gerði methöfunum kleift að hlaða bílinn þar sem ekki naut þeirra hleðslustöðva sem hafa verið settar upp um landið. Tesla Model S hefur tæplega 500 km drægni fulllaðinn rafmagni. Með þessum akstri sannast að rafmagnsbílar eru kostur til lengri ferða um landið og eigendur þeirra þurfa ekki að hræðast drægni þeirra. Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent
Gísli Gíslason hjá rafmagnsbílasölunni Even fóru hringinn í kringum landið á innan við 30 klukkustundum á rafmagnsbíl. Með því sló hann og tveir aðrir farþegar í Tesla Model S bíl Íslandsmet rafbíla í akstri kringum landið. Áður hafði hringurinn verið farinn á 6 dögum á rafmagnsbíl og var það gert af þremur nemendum Háskólans í Reykjavík árið 2010. Lagt var af stað frá Akureyri snemma í fyrradag og komið þangað aftur um kaffileitið í gærdag. Aðeins þurfti að hlaða bílinn fjórum sinnum á leiðinni, á Egilsstöðum, við Hótel Rangá, Flatey á Mýrum og í Borgarnesi. Með í för var hleðslustöð sem gerði methöfunum kleift að hlaða bílinn þar sem ekki naut þeirra hleðslustöðva sem hafa verið settar upp um landið. Tesla Model S hefur tæplega 500 km drægni fulllaðinn rafmagni. Með þessum akstri sannast að rafmagnsbílar eru kostur til lengri ferða um landið og eigendur þeirra þurfa ekki að hræðast drægni þeirra.
Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent