Forstjóri Toshiba hættur vegna bókhaldssvika Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2015 10:23 Hisao Tanaka, fyrrverandi forstjóri Toshiba, hafði starfað hjá fyrirtækinu frá því snemma á 8. áratugnum. vísir/epa Forstjóri japanska tölvuframleiðandans, Hisao Tanaka, hefur látið af störfum en hann gerir það í kjölfar þess að upp komst um bókhaldssvik fyrirtækisins. Málið þykir mikið hneykli og álitshnekkir fyrir Toshiba. Í gær skilaði óháð nefnd skýrslu um bókhald Toshiba en í henni kom fram að hagnaður fyrirtækisins hafi verið ofmetinn um alls rúman milljarð bandaríkjadala síðastliðin sex ár. Toshiba bað hluthafa afsökunar á svikunum í yfirlýsingu sem fyrirtækið hefur sent frá sér. Auk forstjórans, Tanaka, hætti Norio Sasaki, aðstoðarstjórnarformaður fyrirtækisins. Stjórnarformaðurinn, Masashi Muromachi, tekur við forstjórastöðunni. Tanaka og Sasaki hófu báðir störf hjá Toshiba snemma á 8. áratugnum. Sasaki var forstjóri á árunum 2009 til 2013, áður en hann settist í stjórn fyrirtækisins, svo hann var í forsvari meirihluta þess tímabils sem svikin ná til. Fjármálaráðherra Japans, Taro Aso, sagði að hneyksli Toshiba myndi grafa undan trausti og trú á japönskum fyrirtækjum. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forstjóri japanska tölvuframleiðandans, Hisao Tanaka, hefur látið af störfum en hann gerir það í kjölfar þess að upp komst um bókhaldssvik fyrirtækisins. Málið þykir mikið hneykli og álitshnekkir fyrir Toshiba. Í gær skilaði óháð nefnd skýrslu um bókhald Toshiba en í henni kom fram að hagnaður fyrirtækisins hafi verið ofmetinn um alls rúman milljarð bandaríkjadala síðastliðin sex ár. Toshiba bað hluthafa afsökunar á svikunum í yfirlýsingu sem fyrirtækið hefur sent frá sér. Auk forstjórans, Tanaka, hætti Norio Sasaki, aðstoðarstjórnarformaður fyrirtækisins. Stjórnarformaðurinn, Masashi Muromachi, tekur við forstjórastöðunni. Tanaka og Sasaki hófu báðir störf hjá Toshiba snemma á 8. áratugnum. Sasaki var forstjóri á árunum 2009 til 2013, áður en hann settist í stjórn fyrirtækisins, svo hann var í forsvari meirihluta þess tímabils sem svikin ná til. Fjármálaráðherra Japans, Taro Aso, sagði að hneyksli Toshiba myndi grafa undan trausti og trú á japönskum fyrirtækjum.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira