Forstjóri Toshiba hættur vegna bókhaldssvika Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2015 10:23 Hisao Tanaka, fyrrverandi forstjóri Toshiba, hafði starfað hjá fyrirtækinu frá því snemma á 8. áratugnum. vísir/epa Forstjóri japanska tölvuframleiðandans, Hisao Tanaka, hefur látið af störfum en hann gerir það í kjölfar þess að upp komst um bókhaldssvik fyrirtækisins. Málið þykir mikið hneykli og álitshnekkir fyrir Toshiba. Í gær skilaði óháð nefnd skýrslu um bókhald Toshiba en í henni kom fram að hagnaður fyrirtækisins hafi verið ofmetinn um alls rúman milljarð bandaríkjadala síðastliðin sex ár. Toshiba bað hluthafa afsökunar á svikunum í yfirlýsingu sem fyrirtækið hefur sent frá sér. Auk forstjórans, Tanaka, hætti Norio Sasaki, aðstoðarstjórnarformaður fyrirtækisins. Stjórnarformaðurinn, Masashi Muromachi, tekur við forstjórastöðunni. Tanaka og Sasaki hófu báðir störf hjá Toshiba snemma á 8. áratugnum. Sasaki var forstjóri á árunum 2009 til 2013, áður en hann settist í stjórn fyrirtækisins, svo hann var í forsvari meirihluta þess tímabils sem svikin ná til. Fjármálaráðherra Japans, Taro Aso, sagði að hneyksli Toshiba myndi grafa undan trausti og trú á japönskum fyrirtækjum. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forstjóri japanska tölvuframleiðandans, Hisao Tanaka, hefur látið af störfum en hann gerir það í kjölfar þess að upp komst um bókhaldssvik fyrirtækisins. Málið þykir mikið hneykli og álitshnekkir fyrir Toshiba. Í gær skilaði óháð nefnd skýrslu um bókhald Toshiba en í henni kom fram að hagnaður fyrirtækisins hafi verið ofmetinn um alls rúman milljarð bandaríkjadala síðastliðin sex ár. Toshiba bað hluthafa afsökunar á svikunum í yfirlýsingu sem fyrirtækið hefur sent frá sér. Auk forstjórans, Tanaka, hætti Norio Sasaki, aðstoðarstjórnarformaður fyrirtækisins. Stjórnarformaðurinn, Masashi Muromachi, tekur við forstjórastöðunni. Tanaka og Sasaki hófu báðir störf hjá Toshiba snemma á 8. áratugnum. Sasaki var forstjóri á árunum 2009 til 2013, áður en hann settist í stjórn fyrirtækisins, svo hann var í forsvari meirihluta þess tímabils sem svikin ná til. Fjármálaráðherra Japans, Taro Aso, sagði að hneyksli Toshiba myndi grafa undan trausti og trú á japönskum fyrirtækjum.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira