Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 19:32 Rúnar Páll var eldhress á blaðamannafundi í Garðabænum í kvöld. vísir/epa Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Michael Præst, fyrirliði liðsins, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Samsung-vellinum í kvöld fyrir leik liðsins í Meistaradeildinni gegn Celtic annað kvöld. Fjölmargir skoskir blaðamenn frá öllum stærstu miðlum Bretlands eru mættir til Íslands til að fylgja Celtic-liðinu eftir, en þeir höfðu mestan áhuga á einum hlut: Gervigrasinu. „Hugarfar leikmanna Celtic verður aðalatriðið. Þeir þurfa að spila á okkar velli. Við njótum ekki forskots vegna vallarins, ekki nema fyrir hugarfar þeirra,“ sagði Rúnar Páll aðspurður um hvort Stjarnan nyti forskots í leiknum vegna gervgrasvallarins. Stjörnuþjálfarinn þurfti að svara svona sex spurningum til viðbótar bara um gervigrasið en ein snerist um hvort völlurinn yrði vökvaður. „Ég er ekki vallarstarfsmaður en ég held að svo verði ekki. Þið verðið að spyrja einhvern annan að því samt,“ sagði Rúnar Páll. „Allir leikmenn vilja spila á náttúrlegu grasi en þetta er okkar heimavöllur og við erum ánægðir með hann.“Stjarnan vann glæsilegan sigur á Lech Poznan í fyrra.Vísir/daníelÞeir verða pirraðir Vísir spurði Rúnar Pál hvað honum fyndist um allar þessar spurningar um gervigrasið. Hann hló við og sagði: „Það er bara sjokk fyrir þá að koma hingað og sjá þennan völl miðað við völlinn hjá þeim. Það er bara himinn og haf eins og allir vita. Að sjálfsögðu eru þeir drullufúlir yfir þessum aðstæðum.“ Stjörnumenn voru klókir þegar þeir spiluðu gegn pólska liðinu Lech Poznan í fyrra í Evrópudeildinni en þá var völlurinn ekki vökvaður og sagan segir að hitinn á grasinu var skrúfaður upp til að boltinn myndi ekki rúlla jafnhratt á grasinu. „Þeir verða pirraðir yfir því að spila á skraufaþurru grasinu,“ sagði Rúnar Páll, en munu Stjörnumenn sjá til þess að völlurinn verði ekki vökvaður? „Það er vatnslaust í Garðabænum. Það verður vatnslaust á morgun upp úr hádegi. Það fór æð hérna upp frá,“ sagði Rúnar Páll og uppskar hlátrasköll úr salnum. „Nei, ég stýri því ekki. Það er samkomulag á milli liðanna sem leyst verður á öryggisfundi. Ég kem ekki nálægt því.“Ekki týpískt breskt lið Rúnar hefur fulla trú á því að Stjarnan geti strítt skoska liðinu á morgun, en Íslandsmeistararnir fengu tækifæri til að skora á Celtic Park. „Við fengum færi til að skora í síðasta leik og ef við getum komið á þá marki getum við strítt þeim á morgun. Ég hef trú á því,“ sagði Rúnar, en segir liðið þó mjög gott. „Maður sér bara gæðamuninn í sendingum, móttökum og hugsun. Það er mikill gæðamunur á liðunum og því þurfum við að vera mjög einbeittir.“ „Þeir eru ekki með týpist breskt lið sem fer bara upp kantana og gefur fyrir eins og Motherwell. Þetta er lið sem vill spila í gegnum miðjuna með einni snertingu og við þurfum að loka á það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Michael Præst, fyrirliði liðsins, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Samsung-vellinum í kvöld fyrir leik liðsins í Meistaradeildinni gegn Celtic annað kvöld. Fjölmargir skoskir blaðamenn frá öllum stærstu miðlum Bretlands eru mættir til Íslands til að fylgja Celtic-liðinu eftir, en þeir höfðu mestan áhuga á einum hlut: Gervigrasinu. „Hugarfar leikmanna Celtic verður aðalatriðið. Þeir þurfa að spila á okkar velli. Við njótum ekki forskots vegna vallarins, ekki nema fyrir hugarfar þeirra,“ sagði Rúnar Páll aðspurður um hvort Stjarnan nyti forskots í leiknum vegna gervgrasvallarins. Stjörnuþjálfarinn þurfti að svara svona sex spurningum til viðbótar bara um gervigrasið en ein snerist um hvort völlurinn yrði vökvaður. „Ég er ekki vallarstarfsmaður en ég held að svo verði ekki. Þið verðið að spyrja einhvern annan að því samt,“ sagði Rúnar Páll. „Allir leikmenn vilja spila á náttúrlegu grasi en þetta er okkar heimavöllur og við erum ánægðir með hann.“Stjarnan vann glæsilegan sigur á Lech Poznan í fyrra.Vísir/daníelÞeir verða pirraðir Vísir spurði Rúnar Pál hvað honum fyndist um allar þessar spurningar um gervigrasið. Hann hló við og sagði: „Það er bara sjokk fyrir þá að koma hingað og sjá þennan völl miðað við völlinn hjá þeim. Það er bara himinn og haf eins og allir vita. Að sjálfsögðu eru þeir drullufúlir yfir þessum aðstæðum.“ Stjörnumenn voru klókir þegar þeir spiluðu gegn pólska liðinu Lech Poznan í fyrra í Evrópudeildinni en þá var völlurinn ekki vökvaður og sagan segir að hitinn á grasinu var skrúfaður upp til að boltinn myndi ekki rúlla jafnhratt á grasinu. „Þeir verða pirraðir yfir því að spila á skraufaþurru grasinu,“ sagði Rúnar Páll, en munu Stjörnumenn sjá til þess að völlurinn verði ekki vökvaður? „Það er vatnslaust í Garðabænum. Það verður vatnslaust á morgun upp úr hádegi. Það fór æð hérna upp frá,“ sagði Rúnar Páll og uppskar hlátrasköll úr salnum. „Nei, ég stýri því ekki. Það er samkomulag á milli liðanna sem leyst verður á öryggisfundi. Ég kem ekki nálægt því.“Ekki týpískt breskt lið Rúnar hefur fulla trú á því að Stjarnan geti strítt skoska liðinu á morgun, en Íslandsmeistararnir fengu tækifæri til að skora á Celtic Park. „Við fengum færi til að skora í síðasta leik og ef við getum komið á þá marki getum við strítt þeim á morgun. Ég hef trú á því,“ sagði Rúnar, en segir liðið þó mjög gott. „Maður sér bara gæðamuninn í sendingum, móttökum og hugsun. Það er mikill gæðamunur á liðunum og því þurfum við að vera mjög einbeittir.“ „Þeir eru ekki með týpist breskt lið sem fer bara upp kantana og gefur fyrir eins og Motherwell. Þetta er lið sem vill spila í gegnum miðjuna með einni snertingu og við þurfum að loka á það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira