77 raddir Óskar Steinn Ómarsson skrifar 22. júlí 2015 08:43 Sharidyn Svebakk-Bøhn var nýorðin 14 ára. Hún hafði gaman af stjórnmálum og þann 22. júlí árið 2011 var hún mætt í sínar fyrstu sumarbúðir hjá AUF, ungum jafnaðarmönnum í Noregi. Útey var sannkölluð paradís í augum ungmennanna en á augabragði breyttist hún í helvíti á jörð. Sharidyn var skotin tvisvar sinnum í bakið af öfgamanninum Anders Behring Breivik. Þennan dag myrti Breivik 77 manns í tveimur aðskildum árásum. Átta fórust í sprengjutilræði hans við stjórnarráð Noregs í miðborg Oslóar. Þar næst keyrði Breivik til Úteyjar þar sem hann tók 69 ungmenni af lífi. Í réttarhöldunum sagðist hann hafa verið að verja Noreg gegn svikurum. Svikurum sem væru að fremja menningarlegt þjóðarmorð. Í augum Breiviks voru ungmennin í Útey að eyðileggja norskt þjóðfélag. Breivik vildi varðveita evrópska menningu. Hann lagði áherslu á “menningarlega einsleitni, siðferði, kjarnafjölskylduna, frjálsan markað, stuðning við Ísrael, lög og reglu og kristna trú,” eins og segir í manifestói hans. Þessi gildi áttu að vera Evrópu að leiðarljósi. Í veginum fyrir þessum draumi hans stóðu “menningarmarxistarnir”, 14 til 20 ára ungliðar norska Verkamannaflokksins. Svo hann skaut þá. Breivik er ekki einn um þessar skoðanir. Það er í raun ógnvænlegt hversu mikið viðhorf hans ríma við orðræðu margra þeirra sem berjast gegn “íslamvæðingu Evrópu”, bæði á meginlandi álfunnar og hér heima. Á sama tíma og neyð flóttamanna við Miðjarðarhaf hefur aldrei verið meiri fer hatursglæpum gegn múslimum og öðrum innflytjendum fjölgandi víða í Evrópu. Dæmi eru um að íslenskir stjórnmálamenn tortryggi múslima og yfir þrjú þúsund manns hafa líkað við Facebook-síðu íslandsdeildar PEGIDA, alþjóðlegra haturssamtaka gegn múslimum. Þetta ætti að vekja ugg í brjósti okkar allra. Svar Norðmanna við árásunum var meira lýðræði, meira umburðarlyndi og meiri víðsýni. Við sem viljum berjast fyrir opnu og frjálsu samfélagi þurfum alltaf að vera á varðbergi, því hatursorðræða getur fljótt leitt af sér hatursglæpi og hryðjuverk. Við megum aldrei leyfa öfgafólki að normalísera hatursorðræðu. Þann 22. júlí þaggaði Breivik niður í 77 röddum. Svar okkar verður að vera að virkja okkar eigin raddir í þágu frelsis, lýðræðis og víðsýni. Það eru gildi sem eru þess virði að verja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Sjá meira
Sharidyn Svebakk-Bøhn var nýorðin 14 ára. Hún hafði gaman af stjórnmálum og þann 22. júlí árið 2011 var hún mætt í sínar fyrstu sumarbúðir hjá AUF, ungum jafnaðarmönnum í Noregi. Útey var sannkölluð paradís í augum ungmennanna en á augabragði breyttist hún í helvíti á jörð. Sharidyn var skotin tvisvar sinnum í bakið af öfgamanninum Anders Behring Breivik. Þennan dag myrti Breivik 77 manns í tveimur aðskildum árásum. Átta fórust í sprengjutilræði hans við stjórnarráð Noregs í miðborg Oslóar. Þar næst keyrði Breivik til Úteyjar þar sem hann tók 69 ungmenni af lífi. Í réttarhöldunum sagðist hann hafa verið að verja Noreg gegn svikurum. Svikurum sem væru að fremja menningarlegt þjóðarmorð. Í augum Breiviks voru ungmennin í Útey að eyðileggja norskt þjóðfélag. Breivik vildi varðveita evrópska menningu. Hann lagði áherslu á “menningarlega einsleitni, siðferði, kjarnafjölskylduna, frjálsan markað, stuðning við Ísrael, lög og reglu og kristna trú,” eins og segir í manifestói hans. Þessi gildi áttu að vera Evrópu að leiðarljósi. Í veginum fyrir þessum draumi hans stóðu “menningarmarxistarnir”, 14 til 20 ára ungliðar norska Verkamannaflokksins. Svo hann skaut þá. Breivik er ekki einn um þessar skoðanir. Það er í raun ógnvænlegt hversu mikið viðhorf hans ríma við orðræðu margra þeirra sem berjast gegn “íslamvæðingu Evrópu”, bæði á meginlandi álfunnar og hér heima. Á sama tíma og neyð flóttamanna við Miðjarðarhaf hefur aldrei verið meiri fer hatursglæpum gegn múslimum og öðrum innflytjendum fjölgandi víða í Evrópu. Dæmi eru um að íslenskir stjórnmálamenn tortryggi múslima og yfir þrjú þúsund manns hafa líkað við Facebook-síðu íslandsdeildar PEGIDA, alþjóðlegra haturssamtaka gegn múslimum. Þetta ætti að vekja ugg í brjósti okkar allra. Svar Norðmanna við árásunum var meira lýðræði, meira umburðarlyndi og meiri víðsýni. Við sem viljum berjast fyrir opnu og frjálsu samfélagi þurfum alltaf að vera á varðbergi, því hatursorðræða getur fljótt leitt af sér hatursglæpi og hryðjuverk. Við megum aldrei leyfa öfgafólki að normalísera hatursorðræðu. Þann 22. júlí þaggaði Breivik niður í 77 röddum. Svar okkar verður að vera að virkja okkar eigin raddir í þágu frelsis, lýðræðis og víðsýni. Það eru gildi sem eru þess virði að verja.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun