Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2015 14:28 Það verður mikið að gera hjá Ásgerði og stöllum hennar í Stjörnunni næsta mánuðinn. vísir/valli Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en sú síðarnefnda er fyrirliði Stjörnunnar sem er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Breiðabliki þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Maður er ekkert mikið að pæla í þessu en auðvitað er þetta viðurkenning og ég er ánægð með hana,“ sagði Ásgerður í samtali við blaðamann Vísis í dag. Þrátt fyrir að Stjarnan þurfi að vinna upp fjögurra stiga forskot Breiðabliks er Ásgerður bjartsýn á að halda Íslandsmeistaratitlinum í Garðabænum. „Það er fullt eftir af mótinu. Við þurfum að hugsa um okkur og klára okkar leiki, ekki bara bíða eftir því að Blikar misstígi sig,“ sagði Ásgerður er Stjarnan og Breiðablik mætast eftir tæpan mánuð. Ásgerður segir Stjörnukonur ekki farnar að hugsa enn um þann leik. „Nei, alls ekki. Það er svo langt í þann leik. Við eigum eftir að fara til Kýpur og spila í Meistaradeildinni í millitíðinni og á Selfoss og fleira,“ sagði Ásgerður en Stjörnukonur eru að sigla inn í þéttskipaðan ágúst-mánuð þar sem liðið leikur átta leiki á 27 dögum, að því gefnu að það vinni Fylki í undanúrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. „Þetta verður ótrúlega erfiður mánuður en maður er í þessu fyrir þessa leiki og vill frekar spila en æfa. Við þurfum bara að hugsa vel um okkur og nýta hópinn eins og við getum,“ sagði Ásgerður. Nýr leikmaður bættist í lið Stjörnunnar á dögunum, hin brasilíska Francielle Manoel Alberto. Og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað með látum en Fran (eins og hún er kölluð) skoraði þrennu í sínum fyrsta leik gegn Fylki. „Hún átti fínan leik gegn Fylki og allt liðið. Hún var réttur maður á réttum stað í leiknum en þessi stelpa býr yfir miklum gæðum og hefur mikla reynslu sem hjálpar okkur vonandi,“ sagði Ásgerður en Fran hefur leikið með brasilíska landsliðinu. „Hún hefur verið í brasilíska landsliðinu þannig að eitthvað hlýtur hún að geta. Hún er með góða ferilskrá en það eru margir góðir leikmenn sem hafa komið til Íslands og ekki höndlað fótboltann hérna. Við eigum eftir að sjá fleiri leiki með henni,“ sagði Ásgerður að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Kýpur og leika þar þrjá leiki á sex dögum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 26. júní 2015 06:00 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en sú síðarnefnda er fyrirliði Stjörnunnar sem er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Breiðabliki þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Maður er ekkert mikið að pæla í þessu en auðvitað er þetta viðurkenning og ég er ánægð með hana,“ sagði Ásgerður í samtali við blaðamann Vísis í dag. Þrátt fyrir að Stjarnan þurfi að vinna upp fjögurra stiga forskot Breiðabliks er Ásgerður bjartsýn á að halda Íslandsmeistaratitlinum í Garðabænum. „Það er fullt eftir af mótinu. Við þurfum að hugsa um okkur og klára okkar leiki, ekki bara bíða eftir því að Blikar misstígi sig,“ sagði Ásgerður er Stjarnan og Breiðablik mætast eftir tæpan mánuð. Ásgerður segir Stjörnukonur ekki farnar að hugsa enn um þann leik. „Nei, alls ekki. Það er svo langt í þann leik. Við eigum eftir að fara til Kýpur og spila í Meistaradeildinni í millitíðinni og á Selfoss og fleira,“ sagði Ásgerður en Stjörnukonur eru að sigla inn í þéttskipaðan ágúst-mánuð þar sem liðið leikur átta leiki á 27 dögum, að því gefnu að það vinni Fylki í undanúrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. „Þetta verður ótrúlega erfiður mánuður en maður er í þessu fyrir þessa leiki og vill frekar spila en æfa. Við þurfum bara að hugsa vel um okkur og nýta hópinn eins og við getum,“ sagði Ásgerður. Nýr leikmaður bættist í lið Stjörnunnar á dögunum, hin brasilíska Francielle Manoel Alberto. Og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað með látum en Fran (eins og hún er kölluð) skoraði þrennu í sínum fyrsta leik gegn Fylki. „Hún átti fínan leik gegn Fylki og allt liðið. Hún var réttur maður á réttum stað í leiknum en þessi stelpa býr yfir miklum gæðum og hefur mikla reynslu sem hjálpar okkur vonandi,“ sagði Ásgerður en Fran hefur leikið með brasilíska landsliðinu. „Hún hefur verið í brasilíska landsliðinu þannig að eitthvað hlýtur hún að geta. Hún er með góða ferilskrá en það eru margir góðir leikmenn sem hafa komið til Íslands og ekki höndlað fótboltann hérna. Við eigum eftir að sjá fleiri leiki með henni,“ sagði Ásgerður að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Kýpur og leika þar þrjá leiki á sex dögum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 26. júní 2015 06:00 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19
Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Kýpur og leika þar þrjá leiki á sex dögum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 26. júní 2015 06:00
Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24