Ný stikla úr James Bond – Spectre Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 15:21 Aðstandendur James Bond myndanna hafa sent frá sér nýja kynningarstiklu úr myndinni og þar er Aston Martin DB10 bíll James Bond í mun stærra hlutverki en í fyrri stiklum. Þeir sem áhugasamir eru um þessa næstu James Bond mynd ættu ekki að láta hana framhjá sér fara, hvað þá bílaáhugamenn, en hana má sjá hér að ofan. Í myndinni er James Bond að kljást við illvægan glæpaflokk, Spectre, sem stjórnað er af illmenni sem austurríski leikarinn Christoph Waltz leikur og kemur hann mikið fyrir í stiklunni. Eins og í fyrri James Bond myndum er Aston Martin bíll James Bond búinn skemmtilegum búnaði sem hjálpar Bond að komast úr tíðri vonlausri stöðu og í þessari mynd er Aston Martin DB10 bíllinn með öfluga eldvörpu aftan á bílnum sem ekki gleður þá sem veita honum eftirför. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent
Aðstandendur James Bond myndanna hafa sent frá sér nýja kynningarstiklu úr myndinni og þar er Aston Martin DB10 bíll James Bond í mun stærra hlutverki en í fyrri stiklum. Þeir sem áhugasamir eru um þessa næstu James Bond mynd ættu ekki að láta hana framhjá sér fara, hvað þá bílaáhugamenn, en hana má sjá hér að ofan. Í myndinni er James Bond að kljást við illvægan glæpaflokk, Spectre, sem stjórnað er af illmenni sem austurríski leikarinn Christoph Waltz leikur og kemur hann mikið fyrir í stiklunni. Eins og í fyrri James Bond myndum er Aston Martin bíll James Bond búinn skemmtilegum búnaði sem hjálpar Bond að komast úr tíðri vonlausri stöðu og í þessari mynd er Aston Martin DB10 bíllinn með öfluga eldvörpu aftan á bílnum sem ekki gleður þá sem veita honum eftirför. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent